Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.04.1865, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 25.04.1865, Qupperneq 6
Bandamanna, og fyrir sjóliðinu og landhernum féll borgin eptir fárra daga umsátr í hendr Norðan- mönnum skömmu fyrir jólin. En sunnan herinn í Tennese hafði liætt sér oflángt fram. Hershöfðíngi þeirra Iíood misti Shermans, og beið skömmu eptir mikinn ósigr fyrir hershöfðíngja Norðanmanna, Komasi, misti fjölda manns fánginn og yfir 50 fallbyssur, og um stund lá við, að allr herinn mundi verða tekinn. Nú eptir að Shermann hafði náð borginni Savanna og Norðanmenn höfðu fengið vígi og fastan fót á Austrslrönd Georgíu, þá iá næst borgin Wilming- ton, sem er norðar í Suðrkarólínu. í>ar var örugg sjóborg fyrir landi kölluð »Fort Fisher»; höfðu Sunnanmenn þar mikla verzlun, skip hundruðum saman brutu hergarðinn fyrir framan afskipumNorð- anmanna, sem urðu að liggja úti vetr og sumar og áttu að varða strönd, sem var margra hundruð mílna, hafnlausir í ofviðrum og óvinaland fyrir stafni. Umjólin, því þessir menn setja ekki jólagrið, gjörðu þeir fyrsta áhlaup á vígið Fisher, en mistókst. Butler, sem var fyrir landgaunginni, var settr frá öllum völdum og kallaðr samdægrs fyrir herdóm, og annar settr í hans stað, og áhlaupið endrnýað f miðjum Janúar með öllum flota, og landher, sem skotið var á land. Skipin síbyrgðu við sæborgina, meðan hinir, sem í land fóru, sóttu upp í virkin. f>ar varð einhver manndrápsmesta hríð, sem orðið hefir í þessari voðalegu styrjöld, og barist um sjö stundir, og sókn og vörn jafn ágæt; en að lokum sigruðu hinir, sem sóttu, komust upp í virkið og yfirbuguðu hina, sem vörðu, tóku setuherinn og allt, sem í virkinu var. Skömmu síðar féllu næslu virki þar í nánd. En borgin Wilmington, sem liggr hærra upp í landi er þó enn ólekin. Um sama leyti fór Shermann með herinn úr Savanna, í norðr og austr eptir Suðrkarólína, en þóbráhann huldu á, hverthann mundi halda ferðinni. Á móti lionum var settr Beauregard, að stemma stigu hans og bjóða honum orustu, ef tæki væri. Nú fyrir fám dögum frettist, að Shermann hefði tekið Col- umbia, sem er höfuðborgin í Suðrkarólína, og það sem meira var, að borgin Charleston hafði gefizt upp. þessi borg liggr austr við hafið nokkru fyrir norðan Savanna, milli hennar og Wilmington, og var nú sú eina borg, sem Sunnanmenn áttu ólok- aða við sjóarsíðuna. þar er ramgjört sjóvirki »Fort Sumpter», sem Bandamenn hafa fyrri árin opt átt kúlur við að kemba, eitt hið helzta sjóvígi, sem er í því landi. En nú gafst það upp orustulaust, og er því kent um, að þegar Shermann var kominn á bug við þá uppi í landinu og hafðitekið Colum- biu, og stemt alla vegu og samgaungur við upp- löndin, þá var ekki sætt lcngr; þeir brendu því skipin á höfninni, meir en G000 sekki baðmullar, vistir og herbúnað, en rýmdu borgina, en hinir tóku rústirnar og 200 fallbyssur. En setu-herinn bæði frá Savanna og Charleston komst undan heill á hófi, og sameinaðist her Beauregards, sem nú er ætlað, að muni ætla að bjóða Shermann orustu innan fárra daga. Sunnanfylkin hafa því þessa síðustu mánuði mist alia sjáfarsíðuna, og eru nú einángraðir frá allri verzlun og samgaungum við Norðrálfuna; þeir hafii mist skipastól sinn og sæborgir, en allt fyrir það sýna þeir enn engan bilbug, og halda fram sínu máli, meðan nokkur er lifandi, ogbera allir eina sögu um það, að fáir hafi varizt svo vel ofr- liða bornir sem þeir. Fyrir skömmu var fundr og samið um frið, en skildu við svo búið. Lincoln neitaði sætt, nema þeir gengi óskorað aptr í lög með sér, en hinir vilja það siðr en dauðann, og neita að gefast upp, upp á náð og ónáð, nema þeim sé heitið sjálfsforræði sem ríki sér. Yið þetta stendr, en þó er hald manna, að þessum ósköpum muni bráðum slota. Héðan er friðsamari sagan. England hefir fyrir mörgum öldum lifað og afstaðið, það sem þessir eiga ólifað, eðr hálflifað; menn geta því hér glolt að þessu öllusaman. Vetrinn hefir verið nokkuð liarðr, frost og kafald stundum, mest um þorrann og eptir jólin, og ís á tjörnum hér í kríng en Thames hefir þó ekki frosið. Norðan af Skot- Iandi fréttist þó enn kaldara og hafa lömb þar króknað þúsundum saman um sauðburðinn, sem þar er fyrri en á Islandi. Sama er og að heyra að sunnan eðr enn kaldara scm veðráttufar er kaldara á meginlandinu, þó sunnar sé, en hér á eylandi. Nú er bjart og blítt, kuldinn er þó það eina, sem þróttlaust er í þessu landi; þó frost sé að morgni, þá helst það sjaldan heilan dag og viðrar svo ýmsu á hverjum degi, frost eina stund- ina, en hláka hina. Mannalátin hafið þér heyrt. Frá Noregi Keyser, sem margir munu enn minnast á íslandi og Rafns í Kaupmannahöfn. Brenna allir eldar út um síðir, en lakara að margir eldar slokna fyren þeir eru fullbrunnir. ( Ilér bafa orðið stórmanna lát; hertoginn af Norðymbralandi og kardínal Wisemann voru grafni'' hér sinn daginn hvor. Skömmu síðar dó hér Lord Combermere 96 ára gamall, hafði barizt í Indíum við Typpo Sahib seint á fyrri öld, verið 75 ár i

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.