Þjóðólfur - 09.05.1865, Side 3

Þjóðólfur - 09.05.1865, Side 3
— 101 — urskonar hornaskelhim fyrir gagnstæðum ráðum þeirra og tiliögum, og að þeir hafi ekki átt annars úrkosta fyrir sjálfa sig, heldren þá áþján að vera °g verða að staðaldri daglaunamenn útlendra kaup- manna og gróða-»speculanta«, cr fara þángað í land heiman frá sér, reisa þar eðr kaupa verk- smiðju og vélar, er útheimta mannafia mikinn, en landið fjarska strjálbygt og margfalt fámennara en Island, þegar við landstærð eðr flatarmál er mið- að, og verða því slíkir verksmiðjueigendr að draga og ginna sem mestan vinnuafla að sér úr öðrum löndum til þess að verksmiðjur þeirra geti haldizt við, afkastað sem mestu og gefið þeim í aðrahönd sem mestan arð og ágóða. f>að er þvi óefað, að annað eins land eins og Brasilía er, eitt hið frjófsamasta land og auð- Ugasta af gæðum og dýrgripum náttúrunnar, en jafnframt eitthið láng-þunnskipaðasta landíheimi, getr lengi tekið við dugandis daglaunamönnum, hvort heldr blökkumönnum úr Suðrálfu sem aðrir selja mannsali og í þrældóm, eða hvítum mönnum af hinum fjarlægustu Norðrlöndum, sem væri sjálfir svo einfaldir og skyni skroppnir að vilja lála flæm- ast þenna óraveg, til þess að flana svo inní þessa daglaunavinnu- gildru, eins og mýs undir fjala- köttinn, þegar þær sjá álengdar glóra í maurildi af íleski eðr feitu kjöti og ætla að það sé feit krás og yfirgnæfandi er þeim sé ætluð, og þær geti runnið í til og frá »vermt sig svo og mettað«. Menn svara oss liér til: hefir ekki smámsam- an ótölulegr fjöldi manna tekið sig upp, jafnvel úr liinum frjóvsamari löndum Norðrálfunnar, farið til ýmsra endimarka Vestrlieimsins bæði norðrhlutans og suðrhlutans, til þess að lcita sér þar fjár og frægðar, taka sér þar bólfestu og stofna þar ný- lendur? og lialda menn eigi þessu áfram enn þann dag í dag úr ýmsum iöndum Norðrálfunnar, sem eru margfalt auðugri og betri til allrar afkomu, heldren ísland er? — í>elta er dagsanna. En þá biðjum vér aptr þess gætt, hvað það sé helzt, er hnýi þá menn til að yfirgefa fóstrjörð sína og leita fjarlægra heimsálfa, og hvað það sé, er gjöri þeim ftert að ná þar þeirri bólfestu og lífskjörum til h'ambúðar yfir höfuð að tala, að þeim vegnar þar 1 nýlendum sínum eins vel eðr bctr heldren þeir attu framast kost á lieima á ættjörðu sinni. (Niðrlag í næsta bl.) SIÍÝRSLA um þati sem Lögstjórnin hefír gjört i þá stefnu, ati slcipa fjárhagsmálefnum Islands. Með allrahæsta kóngsbréfi 20. Septbr.mán. 1861 var falið þeim: A. G. Tscherning ofursta, stjórnardeildarforíngja og etazráði Oddgeiri Ste- phensen, V. Bjerring professor, sem nú er stjórn- ardeildarforingi, Nutzhorn etazráði, og Jóni Sig- urðssyni skjalaverði, að gánga í nefnd, til þess að kveða upp álit og uppástúngur um það, hvernig skipa megi og ákveða fjárhagstöðu íslands í kon- úngsríkinu. Nefnd þessi, er lauk álitskjali sínu og sendi lögstjórninni 5. Júlí 1862, gat ekki orðið á eitt sátt né komið sér niðr á einhuga uppástúngum i Öllum aðalatriðunum, lieldr skiptist hún í 3 minni- hluta. Samt sem áðr yfir lýsir nefndin því ein- huga áliti sínu, að fjárskilnaðr íslands og Dan- merkr sé þarflegr (»gavnlig«), en til þess að hann megi verða heillarikr íslandi til handa, hljóti hon- um að verða samfara verulegar breytíngar með föstu skipulagi á stjórnarhögum landsins er eink- anlega yrði að stefna að því, að yfirstjórn landsins verði fremr þar-innlend, heldren nú er, og útbú- in með ríkara embættisvaldi, og enn fremr, að Alþíngi verði fenginn fjárveitíngaréttrinn í liendr. Ilin áminsta sundrun nefndarinnar í 3 minni- hluta átti rót sína sumpart í mismunandi skilníngi á undirstöðu þeirri, er byggja skyldi á aðalskipu- lag sambandsins, cn sumpart reis sundrúng þessi af ólíkri skoðun á stöðu íslands. Minni lilutinn l.(Tscherning og Stephensen) eru á því máli, að ekki muni auðið að komast svo mikið sem að sennilegri niðrstöðu um hin eldri fjárviðskipti milli Danmerkr og íslands, og þess vegna verði að byggja að eins á sambandinu (og viðskiptunum) eins og þau se í raun og réttri veru og gánga út frá stöðu íslands eins og húnernú. Minni hluti þessi álítr, að nú sem stendr og fyrst um sinn sé og verði íslandi um megn að leggja fram jafnmikið fé eins og til útgjalda þeirra, er stjórn íslands m. fl. hafi í för með sér, og verði þess vegna fjárskilnaðinum að verða samfara hæfi- leg fjárveitíng til þessa. Nú, þegar liaft sé tillit til hinna sönnu tekja landsins, og jafnframt til útgjalda þess, og svo einnig til nokkurra þeirra breytínga og umbóta, er sö óumflýanlegar (eink- um betri póstgaungur), þá stíngr minni hluti þessi uppá, að ríkissjóðrinn leggi af hendi við Island 29,500 rd. árlegaumaldrogæfi, ogaðayki 12,000 rd.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.