Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 4
— 154 — hafði innanborðs 23,000 tons þunga. Eitt blaðið taldi til, að það væri jafnt eða meira en allr floti Neisons við Trafalgar. J>ráð’rinn var lagðr frá Valencia eða Knightstown vestantit á íriandi, og er nú von allra, að tilraunin muni heppnast. J>að var bvrjað í gær, og koma fréttir jafnóðum og á liverri stundu. Great Eastern hefir allan þráðinn innanborðs. þráðr þessi liggr þá eins og Mið- garðsoi'mr á mararbotni og kríngir loks um öll lund, en það skilr að þessi er skilníngs og friðar- band milli heimsálfanna. Ilér hefir verið ótti á mönnum, af því kólera hefir gengið í sumar á Egyptalandi, í Alexandríu og Cairo, og er nú kom- inn til Constantinopel ogJerúsalem. í austrlönd- um er í borgum óþrifnaðr frábær, og hér dafnar því þessi drepsótt mæta vel og fólkið hrynr niðr. Hún flýr fyrir hreinlæti og góðum aðbúnaði í mat og drykk. Uíngað til Lundúna koma skip úr öll- um heimsálfum á hverri viku, en hér bætir mikið um heislufar, að borgin öll er á þurru liarðvelli, allt þurkað upp (drained) og því miklu heilnæmari bær en Khöfn. En þó stendr mönnum stuggr af slíkum andvaragesti sem kólera er. Nú er þó drepsóttin í rénan í Alexandríu og í Cairo, og er enn ekki komin yfir Miðjarðarhafið til Italíu eða Frakklands né lieldr híngað í land. IJér hefir verið mikið sólbráð í sumar; mér hefir verið sagt, að eg hafi séð hér meiri sót á þrem mánuðum en annars sjáist hér opt á þrem árum. Menn mega lengi tala um Lundúnaþoku, en þeir mundu annað segja að vera hér á kvetdin í Jamespark eðr Iíydepark, kveldblíða, skafheiðr, heiðstyrndr himin eptir sólarlag og ekki skýrák né blettr á lopti. Eg hefi tángan tíma ekki séð svo fögur kveld og aldrei það eg man í Khöfn. Að eg ekki skrifa yðr í ljúðum er vegna þess, að eg er ekki skátd. Ég er orðinn lángt of lángorðr. Eg óska að heyra góðar fréttir af íslandi, þíngfrið og gott samlyndi, og að þeir ráði þar, sem vitrastir eru og beztir mennirnir. — Fislá- og veiSarfœra sýníngrinn í Tijörgvin. Með því styrkr sá Lbrást, er stjórnendr IJúss- og Bústjóniarfélagsins fóru á leit að fá veiltan úr rík- issjóði handa þeim sem kynni að fara héðan til sýningsins, varð hinn nýi stiptamtmaðr vor, herra Hilmar Finsen hvatarnaðr þess í gærmorgun, að 6 menn gengi í forgaungunefnd1 með honum til þess að gángast fyrir og rita áskorun til Reykja- víkrbúa um, að skjóta saman fé nokkru þeim til styrktar er færi. Bæarmenn og nokkrir aðrir sem voru hér staddir, tóku áskorun þessari svo vel og mannúðlega, að í morgun voru samskot þessi orðin 565 rd.; afþeim gáfu þeir kaupmennirnir Carl Fr. Siemsen og Henderson & Anderson 200 rd. hvor. Enltúss-ogBúst.fél. Suðramts. veitti 100 rd. 5. f. m. Jafnframt og eg auglysi þetta eptir fyrirmæl- um nefndarinnar, er og í hennar nafni hérmeð skorað á þá sjáfarbændr hér nærlendis er hafa tjáð sig eigi ófúsa til fararinnar, að vera viðbúnir til að fara með þessari gufuskipsferð er nú stendur yfir, og að snúa sér annaðhvort til herra bæarfógetans eða mín undirskrifaðs um fararstyrkinn og fl. Keykjavík, 7. Agúst 1865. Jón Guðmundsson, skrifari forstoi&unelndariniiar. AUGLÝSÍNGAR. Snmkvæmt opnu bréfi konúngs 4. Janúar 1861 kveð cg hérmeð alla þá, er skuldir eiga að heimta í dánarbúi ekkjunnar Kristínar Sigurðardóttnr frá Svalbarða hér í sýstu, en andaðist hinn 8. þ. in., til þess, áðr 6 mánuðir se liðnir frá lögbirtíngu þessarar auglýsíngar, sub -pœna prœclusi ý perpetui silentii, að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaréttinum í Dalasýslu. llérmeð innkallast einnig erfíngjar hinnar látnu til að sanna erfðarétt sinn. Skrifstofu Dalasyslu, 26. Júní 1865. M. Gislason. — Undirdekli úr vaðmáli, fóðrað striga, brytt rauðu klæði, týndist á alfaravéginum af Bolavöll- um, austrá Kamba; — fjögra 'potta liútr með 4 járngjörðum og járnlykkju á annari miðgjörð, — úr Vðtnunum ofaní Hafnarfjörð, — Tannbaukr svartr, silfrbúinn, með tígulplötu úr silfri á neðri enda og silfrumgjörð í kríng, tapaðist, að sögn á lcið frá Votamýri austrá jþjórsárbakka, og að Iláholti á Skeiðum. — þessum munum er beðið að halda til skila til mín að Urriðafossi í Flúa. Einar Einarsson. — Næsta bla?) kemr út á Tnorgnn. 2) Auk stiptaintuianns gengu í forgaungunefnd þessa: alþíngisforsetinn Jún Signrtísson, Jón Gubmundsson form. bæjarfulltrúanna, Th. Jónasson etazráþ, A. Thorsteinson bæ- arfógeti, og konsúlarnir E. Siemsen og M. Smith; en sftar var bætt vit> í nefndina þeim er gáfu 100 rd. og þar yflr: kanpm. Cari Fr, Siemsen og S. Jacobsen. Skrifslofa »þjóðólfs« er í Aðalstrœti JV» 6. — Útgefandi og ábyrgðarmaðr: Jón Guðmundsson. Prentatír í preritsmitíju ísiauds. E. þórbarsou.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.