Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 3
153 — þíngmannsefnin og þeirra fylgdarmenn standa á pöllum fjTÍr þeim, og halda þaðan ræður sínar, og hefi eg þar séð, hvað segir hinn gamli máls- háttr, að biðja sér hljóðs. Hér í Westminster er gamalt Whig-kjördæmi frá dögum Karls Fox, sem var þíngmaðr héðan mikinn hluta æfl sinnar, meðanvegr Pitts var sem mestr. Ilér var því hörð deila milli eins Tory- manns Mr. Smiths og tveggja Whigmanna Mill og Grosvenor. Hinn fyrri er heimspekíngr og ágætr rithöfundr, sem nokkrir málsmetandi menn höfðu skorað á að verða þíngmann sinn og bjóðastfram. Mill neitaði því að gángast sjálfr fyrir kosníngn sinni, að gánga fyrir hvers manns dyr og bjóða sig fram; en tók þó móti boðinu, en fór að ólíkt og aðrir menn, hélt enga fundi, og kom hvergi nærri, sagði þeir hefði beðið sig, en hann ekki boðizt þeim, þeim bæri aö kjósa þann bczta mann, sem í kjöri væri, en sér bæri ekki að koma fram fyrir þá og segja: eg er beztr. MiU cr framfara maðr, vill auka kjörfrelsi og gefa enda konum kjör- gengi og kosníngarrétt. þetta á nú víst lángt í land hér, og fer betr í orði enáborði. Kjördag- inn var hér allmikill asi; kl. 8. byrjaöi, en var úti kl. 4. Ilvar sem auga var rent, voru veggir og gluggar þaktir með skjölum og plakötum: Poll early for Smith, plumb forSmith; poll for Gros- venor and Mill, no plumbing. Foll er hérkallað að greiða atkvæði og pollingday kjördagrinn (á skrá) gagnsett nomination deginum fyrir, þá er öllum leyft að kjósa með uppréttum höndum (liand- show), en sé fleiri í týgi og tvísýna, beiðist sá, sem færri hendrfær, atkvæðagreiðslu á skrá, poll. Plurnb kalla menn það að kjósa aðeins einn til þess að dreifa ekki atkvæði sínu, eðr ónýta það með því að gefa öðrum atkvæði líka. þetta er leyft i kjör- dæmum, þarsem eru fleiri þingmenn en einn. Yagnar flugu fram og aptr um göturnar með hrossaletri: kjósið þið Srnith, kjósið þið Smith. Á einum stað gengu menn í halarófu með sína hurð á baki og aðra á brjósti; kjósi þið Mill og Grosvenor o. s. frv. þetta er allt gamall siðr og meir til hátíðabrigðis, því fáir kjósendr haga at- kvæðum eptir þessu, sem þeir lesa á veggjum eða vögnum. Lokin urðu hér, að aliir þíngmenn LundúnalS að tölu voru liberal (frjálsir cða stjórn- arinnar, sem nú er). Torymenn hafa mest fylgi í sveitunum. lara kosníngar hér fyrst fram í borgunum (borrows), en síðan í sveitunum (counties) og hallaði hér líka aptr í hag Torymanna síðuslu dagana. J>ó er talið, að þeir í allt muni við þessar kosníngar hafa mist um 20—25 manns. í fyrra við danska málið var 18 atkvæða munr; nú yrði það því milli 60 til 70. í Oxford varð hörð deila. Háskólarnir eru hér (ólíkt og í Danmörku) mjög fornir í lund og fastir við gamlar landsvenjur og lög. Gladstone hefir nú i 18 ár verið þingmaðr þar, en ávallt átt í vök að verjast. Gladstone er hinn orðsnjallasti maðr, sem nú er í þínginu, en Lord Derby í yfir- húsinu og helzti maðr í ráðuneyti Palmerstons og tilvonandi leiðtogi í House af Commons. Nú að þessu sinni varð hörð deila; kosníngar þar stóðu yfir í 4 daga. Háskólinn kýs 2 þíngmenn, og höfðu nú Torymenn sett eitt sitt bezta járn, Mr. Hardy gegn Gladstone. Sú breyting var og gjör, að áðr gátu þar engir kosið nema þeir greiddi þar sjálfir atkvæði, en nú var því breylt og lofað að senda skrifleg atkvæði, en atkvæðarétt við háskól- ana hafa lærðir menn út um allt land, scm lesið hafa í æsku við þann háskóla, og tekið þar lög- boðin lærdómsstig (gradus), en síðan borgað á ári lítið tillag; þeir eru því æfilángt að kalla má með- limir háskólans, og er þetta fallegr og gamall siðr. Meðan kosningin stóð yfir, komu lúngað fregnir opt á dag, hvernig nú stæði, og var Gladstone á- vallt 20—30 atkvæðum á eptir, og þriðja daginn skreið fyllilega til skarar, og var hann fellclr mcð 200 atkvæðamun, og misti háskólinn þannig hins ágætasta manns, sem verið hafði prýði hans í svo mörg ár. Gladstone fór þá jafnharðan í annað kjördæmi Suðr-Lankasterskíri,þar sem hann og hans foreldri er borinn og barnfæddr. það er mikið kjördæmi og ríkr Torybragr, en þó hann kæmi þar á 11. stundu, vann þó nafn hans og mælska, að hann var kosinn þriði, en tveir Torymenn með honum, en einum hrundið þó með fám hundruð- um atkvæða til að gefa Gladstone rúm. Ágætlega fróðlegt er í blöðunum þessa daga að lesa ræðr þíngmannaefna og þíngmanna fyrir og eptir kosníngar, áskorun og ávarp til kjósenda. Ilver sem það les, honum verðr sjón sögu ríkari, að bæði vit og þróttr er í mönnum liér og báðum flokkum. Ágætastr einhver af Toryflokki er talinn Lord Stanley, sonr Lord Derbys,þíngmaðr fyrir Lyun Regis, sem getr um í lliskupasögum, vitr maðr, stiltr og fastlyndr, og sem menn halda hér, að eigi merka æfi fyrir höndum, ef honum endist aldr, þótt hann ekki liafi orðsnild föður síns, sem er einstök í þessu landi. Nú er verið að Ieggja þráð til Ameríku. Great Eastern lagði af stað fyrir fám dögum og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.