Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.08.1865, Blaðsíða 2
— 152 margir þeir menn þykjast og geta komizt af guð- lausir; í Milano hefir hafizt trúarflokkr sem nefnir sig »liberi pensatori« (frjálsir hugsendr), hafna þeir öllum trúarbrögðum, hverju nafni sem nefna náir, nú hafa þeir og fengið leyfi til að hafa söfn- uð í Turin; ekki munu þessir menn hafna minna úr kristinni trú en Magnús Eiríksson, en viss er eg um að engi katólskr klerkr hefir talað eða skrifað ómannlegar og níðíngslegar gegn þeim, en Islendingar sumir, sem annars þykjast svo frjáls- lyndir, á móti Magnúsi, ef prestarnir í Norðan- fara og sýslumaðr og prestr í Íslendíngi ekki geta andæft honum neinu öðru en fúkyrðum og lubba- legum brígzlum, þá finnst mér, og svo mun mörg- um, að þeim se miklu nær að þegja. Fyrir rúmri viku kom sá kvittr upp, að Frakka- keisari hefði af nýju stúngið npp á allsherjar þíngi, til þess að kljá út deilur og jafna um allt það sem gæti staðið fyrir fullum friði, áttu þá öll stórveld- in jafnframt, að fækka her sínum og minnka her- búnað, en ekkert er enn sannspurt um það ; margir rengja það með sennilegum líkum, en hinir eru ekki færri sem halda því á lopti og færa til síns máls engu færri líkur; Danir búast við öllu góðu af slíku þíngi, vonast þá þess, að þeir muni hljóta aptr danska hlutann af Slésvík. Á Englandi hafafarið fram kosningar til nýrra þínga; hefir áhugi manna verið mikill víða, svo að horft hefir til vandræða; sumstaðar hafa orðið handalögmál og barsmíðar á kjörþíngunum. í þeim kjördæmum sem kosið hafa eru enn miklu fleiri vinir þess ráðaneytis sem nú er, en Torya; fjárhagsráðgjafinn Gladstone hefir ekki hlotið kosn- íngu í Oxford, og telja menn það kjördæminu til minnkunar, að hafna slíkum afbragðs manni, þótt hann sé of frjálslyndr að hyggju þeirra háskóla- mannanna. Nú man eg ekki meira að sinni. II. Frá fretlnritara vorum í Lundúnum dags. 24. Júlí 1865. Góði vin! Eg hefi nú látið 2 ferðir hjá líða, án þess að senda yðrlínu, og máþví varla láta hinaþriðju fara á söinu leið. þínginu var slitið hér í byrjun mánaðarins, og dó það í þetta sinn af elli, svo engar læknis- hendr gátu lengt stundir þess. Ilér er 7 ára parliament (þíng), og þá verðr að kjósa á ný, þótt ekkert nýtt hafi á milliborið; sé þfngi hleypt upp þess á milli, þá gildir kosníngin ekki nema til þeirra ára, sem eru eptir af þeimT. — Til þessa þíngs var fyrst kosið 1858, en ári síðar 1859 var því hleypt upp og kosið á ný; komst þá Palmer- ston aptr í ráðherrasætið, og hefir síðan verið sama þíng og sama stjórn. Iíosníngar byrja hérumbil 3 dögum eptir þínglok. Lord-kanzelerinn skrifar erindisbréf til allra borga (borrows) og sveita (counties), að kveðja til nýrra kosnínga, sem þá verða að fara fram, að tveim dögum liðnum eptir réttri röð, fyrst borgir og síðan sveitir. jn'nginu var slitið 6. þ. mán. og nú er öllum kosníngum lokið, nema ef vera skyldi á Orkneyum, Hjalt- landi, og á tveim eða þremr stöðum á írlandi. llér hefir gengið mikið á þessa daga og mikið verið talað. I borgum hefir hver innlendr maðr kosníngarrétt, sem hefir að leigu 10 punda hús eða borgar 10 pund í liúsaleigu, en leiguliðar (lodgcrs) ekki, þólt þeir eigi meir. þetta erkölluð 10 punda franchise, og var sett i lög 1832. í sveiturn er 50 punda ábúð eður jörð. í borgum er því bundið við hús, í sveitum við jarðarábúð. 1 Lundúnum eru 7 eða 8 kjördæmi og 16 eðrl8 þíngmenn, ef Greenwich er meðtalin. Fyrir 1832 var öllum Lundúnum skipt að eins í 2 kjördæmi Westminster og Gity; Lanbeth og Southwork fyrir handan Temps áttu þá engan þíngmann, nö heldr norðr- og austr-Lundúnir, sem allt eru útbyggíng- ar frá síðari öldum. Af því nú að kjörréttr er bundinn við hús og jörð, en ekki við mann, þá getr sami maðr átt atkvæði í tuttugu kjördæmum eðr fleirum cins og á íslandi, ef maðr á jörð eða hús í fleirum sýslum, þá fylgdi atkvæði í hverri sýslu. En hver maðr verðr hér að greiða sjálfr atkvæði sitt, og verðr því að vera á ferð og flugi úr einu kjördæmi í annað, eigi hann víða cignir og vili nota atkvæði sitt á hverjum stað, en það gjörir hann aðeins í viðlögum, ef deilur eru og vant er að sjá, hverir sigra munu. Iíjörgengi er ekki bundið við fé; það eróþarfi, því enginn getr hér komizt í þíng nema hann sé vel fjáðr maðr. Kandídatinn verðr hér að standa allan straum af kosníngum sínum, og nemr sá kostnaðr opt þús- undum punda í hvert skipti, að leigja hús, setja kjörnefnd og fulitrúa og erindsreka að gánga um og annast kosníngu sína, halda fundi, veitíngar, prenta blöð og skjöl og placöt með tröllaletri á, sem öll hús og búðir, vagnar, gluggar og stræti er þakið með kjördagana. Undir berutn himni eru reistar upp búðir eins og hjallar. þángað greiða menn alkvæði sín, hver maðr skriflega og með nafni, sem er ritað inní kjörbókina. þar þyrpist múgrinn þíngheimrinn að undir berum bimni, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.