Þjóðólfur - 02.11.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.11.1865, Blaðsíða 3
— 3 auki stórkostleg gjöf frá herra C. II. Siemsen kaup- manni hér í bænum, sem gaf félaginu eignina "Skandinavian eða hinn svo nefnda nýa og eldri gildaskála, áhverjum þó hvílir veðband, sem félagið verðr að taka að sér að svara og sem er 900 rd., er greiðast eiga í næstu 5 ár, svo og ár- legt gjald til Mad. Thomsen, sem fyrverandi eig- anda, 25 rd. meðan hún liflr. Félagið á að taka við eigninni þann 1. Janúar 1866. Á ársfundi fclagsins 6. Okt. 1865, var kosin hin sama forstöðunefnd og áðr, sem og gjaldkeri og var þar tekin ályktun um það: «Að gjöra hið ýtrasta til þess að sjúkrahúsið, sem fyrst geti komizt á gáng, samtað endrbæta hin stóru og rúmgóðu hús, sem félagið hefir eignazt, en til þess er áætlað að tæplega muni gánga minna en 1200rd. r. m. jþar eð félags- sjóðrinn ekki enn er megnugr um að leggja út fyrir þessa aðgjörð, og jafnframt að halda uppi sjúkrahúsi, var einnig afráðið að leita enn á ný örlyndis allra góðra Íslendínga til þess, að styrkja fyrirtæki þetta með fjárgjöfum, svo og að leita til árlegs styrks að minnsta kosti um hæfilegt árabil, eðr þá láns án þess renta væri afgoldin, af læknamálasjóðunum eða öðrum opinberum sjóðumii. Jafnframt og eg fyrir félagsins hönd þakka opinberlega fyrir þær ríkmannlegu gjafir, erfélaginu hafa bætzt frá svo mörgum heiðrsmönnum, læt eg þá von í ljósi, að allir vili nú leggjast á eitt, og styrkja fyrirtæki þetta, sem bezt þeir geta, og sem fyrst, svo að stofnunin geti fengið framgáng. Reykjavík 31. október 1865. Á. Thorsteinssen. p. t. formaðr félagsins. — Áætlun og uppástúngur kapteinlöitenants 0. llammers í Iíaupmannahöfn, þær er hér koma á eplir, komu út prentaðar á dönsku í Ivhöfn sköminu áðr en póstskip fór þaðan síðast, og er oss skrifað, að margir hafi þar i Höfn gjört góð- an róm að fyrirætlan þessari bæði Danir og nokkrir uf hinum helztu löndum vorum. I’ó að vér finnum oss ekki fœrt að kveða upp eindregið álit um þetta mál, því til stuðnings, allrasízt á meðan vér liöf- um eigi átt kost á að bera oss saman um það við þá menn sem bezta bafa þekkíngu, reynslu og útsjón í þeím efnum sem hér varðar mestu, þá þykir eigi hikanda við að gefa slíkum mönn- um og öllum almenníngi kost á að kynna sér fyrirætlun þessa, er óneitanlega getr haft mjög margt og verulegt í sér fólgið til viðgángs og framfara aðalbjargræðisvegi ótal margra Iandsbúa. Einnig látum vér uppástúngur þessar birtast til þess að málefnið megi koma til nákvæmari íhug- unar allra þeirra landsmanna sem hafa gott vit á og gæti átt þar einhvern hlut að, og til þess að það geti síðan orðið að sem rækilegustu umræðu- efni bæði á mannfundum og í blöðunum. UPPÁSTÚNGUR hvar með lagt er niðr og œtlað á hversu stofnað verði til fisldveiða á hafslcipum við íslands strendr. Hin óhappasælu afdrif hinnar síðustu styrjaldar hafa sett störfum dönsku þjóðarinnar þrengra svið á landi en áðr, og það svo mjög, að marga skortir enn nægilega atvinnu fyrir sig og sína. Tit þess nú, að svo miklu leyti í voru valdi stendr, að ráða bót á tjóni því, er vér höfum beðið, er öll þörf á að vér Ðanir reynim að auka og efla starfsemi vora á því svæði, sem vér ætíð höfum getað til náð, það er á hafinu. J>að er til starfsemi bæði auðsæt og margbreytt, sem sumpart er í þvífólg- in, að ílytja vörur milli landa á seglskipum eða gufuskipum, og sumpart í því, að draga að sér þann auð, er í hafsdjúpinu felst, eða með öðrum orð- um: siglíngar og fislciveiðar. Siglíngar eru hjá oss allvel á veg komnar, og nú á hinum síðustu tímum hafa menn reynt til að veita þeim enn meiri viðgáng, með því t. a. m. að stofna »hið danslca siglíngafelag«. Fiskiveiðar vorar eru hins vegar miklu skemra á leið komnar. Hafið um- hverfis strendr vorar og Islands elr ótölulegan grúa ýmissra fiskitegunda, sem útlendar þjóðir hafa stóran arð af, en landsmenn sjálfir miklu minni en skyldi. Sagan kennir oss, að fiskiveiðarnar hafi átt einna helztan þátt í upphefð og auðlegð nokkurra þjóðlanda. Hér norðr í álfu vorri hafa Englend- íngar, Fralckar, Ilollendingar, Svíar og Norð- menn haft ólíkt betri tök á því, að stunda fiski- veiðar og auka þær og efla á margan hátt, heldr- cn vér höfum haft, og alla þá stund, sem vér Danir neytum ekki hinna sömu meðaia, leggjum ekki hina sömu leið til atvinnu og auðlegðar, þá tjáir oss eigi um að kvarta, að að oss sé þrengt og verkasvið vort minna en vera skyldi. Til merkis um það, hversu fiskiveiðar vorar hafa vanræktar verið, vil eg leyfa mér að skýr- skota til þess, er herra A. Smidth segir um það efni, en hann er allra manna kunnugastr fiski- veiðum í kríngum Danmörku. Ilonum þykir mál

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.