Þjóðólfur - 04.11.1865, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.11.1865, Blaðsíða 1
18. ár. Reylíjavílt, 4. Nóvember 1S65. 3. — P(')Stsklpit) leggr ekki af staí) héíian fyren mánud. B. þ. mán. — Með þessari póstskipsferð, siglir nú meðal annara fleiri organisti og alþíngismaðr Petr Guð- johnsen. Menn hafa fyrir satt að liann eigi það erindi, að vera til taks þar í Khöfn til þess að vaka yfir stofnun hins nýa póstmeistara-em- bættis hér á lantli, eptir stjórnarfrumvarpinu sem lagt var fyrir Alþíngi í sumar og þíngið samþykti, og að grípa það svo glóðvolgt undireins og það væri stofnað, og ríkisþíngið búið að veita féð bæði til embættislaunanna, og annara útgjalda er leiða af binu umbætta fyrirkomulagi póstmálefnanna hér á landi, sem frumvarps ástæðurnar ráðgjörðu. Jafnframt mun það líka vera ætlan herra Guðjohn- sens, að komast nú um vetrartímann í stöfun hjá póststjórninni í Höfn, um þá aðferð og þær fram- kvæmdir sem hið umbætta fyrirkomulag póstmál- anna hér á landi hlvtr að bafa í för með sér. Hann fékk engan opinberan styrk veittan til far- arinnar að þessu sinni. Stiptamtsskrifari er nú orðinn, í hans stað, kand. jur. Lárus Blöndal; hann hefir verið þar á embættisstofunni meðfram, síðan fyrir septemb.lok, en Iaunalaust til að kynna sér störfin og skjala- safnið og venjast við. Organslættinum í Dóm- kirkjunni heldr uppi vetrarlángt skóiapiltr Svein- björn (þórðarson) Sveinbjörnssoi}, einkar efnilegr til hljóðfærasláttar; en saungkenslan í latínuskól- anum. og tónátían í prestaskólanum kvað verða að falla niðr vetrarlángt. (iVþssut). i) Par ltomu Gizur og Geir, Gunnarog Heðinnog Njáll«. þessar stökur hafa menn samið í þeim til- gángi, að endrreisa íslands forfeðra anda, meðal afkomenda þeirra er námu ísland og komti hinu fyrsta stjórnarformi á í því. Hvar stóðu þeir? á Alþíngi við Öxará, með hinu forna þjóðarþreki og meðvitund um það. Til hvers komu þeir þángað? Til að endrnýa hinar eldgömlu kristindómsins regl- ur og handhefja hans réttindi, mitt i heiðni krist- indómsins, og »því stóð hann þorgeir á þíngi, er við trúnni var tekið af lýðnum«. Lögberg, Öxará og búðatóptirnar, eru sannindamerkin fyrir lögun- um, þó ekkert lýsi eins þjóðerninu eins og búða- tóptirnar, því þær eru verk forfeðranna. þegar vér þannig gegnum sögurnar, eins og í skuggsjá lítum þjóðernisþrekið, og allan höfðíngjabraginn fornaldarinnar, verðum vér einasta með h'num þess- um að leiða hug um það efni, er hið nýa boðs- bréf Íslendínga gefr oss tilefni til; og víkjum vér oss þá fyrst að þíngferðum höfðíngjanna í fornöld, þá er þeir riðu með hina skrautbúnu flokka á hin- um tígjuðu reiðskjótum, og fóru að engu óðlega, þá ekkert hvataefni knúði þá, heldr tóku sér gist- íngar meðal vina og frænda, þágu af þeim opt heilræði, og réðu þeim önnur; sendu því á undan sér valdamenn úr fiokki sinum, til að tjalda búðir sínar og alla þess er til skyldi taka. í þessum tjaldbúðum bjuggu höfðíngjar landsins jafnt sem kotúngrinn, allan þíngtímann, og myndaðist þannig sá þjóðernisblær, sem ennú getr viðhaldizt; um það getum vér, sem á Kollabúðafundinum höfum verið, borið vitni, og eins og forfeðr vorir höfðu um þíngtímann alls nægta nóg, bæði gull og silfr og hvað eina sem til þurfti að taka, eins getum vér haft allt það vér við þurfum, en einkum eptir það vér vorum búnir að upprétta oss fundarsam- komu-tjald, er skýlir oss svo við áhrifum náttúr- unnar á líkamann, að vér getum haldið öllu fjöri andans og ritað það er rita þarf. þegar vér þar næst sjáum, að mentamenn og liöfðíngjar annara þjóða, búa meðal vor í tjöldum, lengri eða skemri tíma, komnir úr hinum hlýari heimkynnum náttúr- unnar; getr oss ei fundizt nein tilknýandi orsök til þess, að þjóðin fari nú að svara út mörg þús- und dölum, til fundarsamkomu-húss á þíngvöllum við Öxará, sem engi getr fyrirséð, að hvaða haldi kemr í bráð eða lengd; því það er ekki fundar- húsið við Öxará, sem hvetja á til samkomu og samtaka, heldr þjóðernisandinn gamli, því séhann til, þá þarf ekki húsið; en sé liann ekki til, þá kemr hann ekki frá húsinu. |»eir sem því eru að brýna okkur alþýðuna með forfeðraþrekinu og and- anum, mega ekki rita oss það, sem stejpir allt í aðra ált, en ritin eiga að orka, t. a. m., að þjóðin 9 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.