Þjóðólfur - 22.11.1865, Side 2

Þjóðólfur - 22.11.1865, Side 2
YÚxtnnum úndvort í Júlímánuíii misti hann iíka, og Stefán búndi í Stakkgaríishlíí), bátsfarm af korni í sjúinn; farmrinn var settr uppá sandinn vib fjaríiarbotninn.....................en meíian var veri?) aí) sækja hesta til aí) flytja hann heim, reif Fjarílará sig úr faivegi sínum og reif bnrt (fram) úlduna sein farmrinn stúís á“. — J>aíi er kunnugt, ab sira Jún Austfjúrí), sem var?) fyrir þessu stórvœgilega tjóni svona hvorju ofan í anna?) á 3 mána?)a tímabili, er a?> almanna rómi eins kunnr aí) dugnaþi, forsjá og stjórnsemi í búskaparefnnm sínum eins og hann or álitinn merkr embættismatir. SKÝRSLA F1\Á I-EIM SUNNLENDÍNGUM, ER FÓRU TIL BJÖRGVÍNAR-SÝNÍNGSINS 1865. (Skrásott af herra Guíim. Gubmundssyni á Landakoti). I. Eptir að liafa dvalið í Björgvin samtals 24 daga og yfirskoðað þar þau veiðarfæri og þann útbúnað til fiskiveiða, sem þar var til sýnis, þá viljum vér nú í fám orðum lýsa þvi, semossvirt- ist eptirtökuvcrðast og helzt geta þénað oss Is- lendíngum til upplýsíngar fiskivciðum og fleiru viðvíkjandi. Við komum til Björgvin 24. Ágústmán. og fórum strax daginn eptir að skoða fiskiveiðaútbún- aðinn, en leituðum einkum eptir því fyrst og fremst sem við hugsuðum, að gæti verið oss að verulegu gagni og því sem helzt gæti átt við okkar afla- brögð og annað ástand vort heima, en það leit svo út sem það væri hér síst að finna, og sáum við þá, að margt af því var til heima á íslandi, enda vorum við optar en einusinni spurðir að, hvort við hefðim komið með nokkuð heimanað, og má af því ráða hversu það var leiðinlegt fyrir oss, að hafa engi veiðarfæri með oss, og sjá, að ckkert var frá íslandi til sýnis þar í Björgvin, nema illa verkaðr saltfiskr, sem hafði verið sendr þángað frá Kaupmannahöfn. I»að sem oss virtist helzt að hefði átt að koma til sýnis frá Islandi var: 1. Seianætr, keppar, skutlar og fleira, sem vér brúkum til selveiða. 2. Hákarlaönglar og sóknir, og allr sá úlbúnaðr ásamt beitunni. 3. Ilandfæri með tilheyrandi sökku og öngli. 4. Skinnklæði, sem eptir okkar áliti eru miklu vandaðri hjá oss en öll þau margvíslegu sjó- klæði, er við sáum þar á sýníngnum og ann- arstaðar. 5. Sýnishorn af skipum og bátum; þau voru að sönnu mörg, en engin af þeim svo lík okkar skipalögun að ekki væri töluverðr munr. I-etta allt og jafnvcl íleira hefði vel mátt vera komið til sýnis frá okkr, því fátt af því var þar til, og það sem til var af þessu virtist oss vera í ó- fullkomnari stíl en hjá oss heima. Hvalaveiðaút- búnaðr var ekki til sýnis heldr, og þótti flestum mikið vanta, þar sem hann vantaði algjórlega. f-orskanet þau, sem við sáum, voru flest með rauðmagariðli, möskvinn var jafnaðarlega 31/4—3V2 þuml. á bvern veg eðr 6 V2 — 7 þuml., þegar hann var lagðr tvöfaidr saman, og á að gezka 8 pd. garn í þeim; héraðauki vóru netin ekki feld meira en lil þriðjúnga, í staðinn fyrir að við l'ellum þau sjaldan minna en til helmínga/svo eptir því verðr sú netaslánga sem er 60 faðma taung, þegar Norð- menn eru búnir að fella liana, 40faðmará lengd; aptrámóti eru þorskanet þeirra miklu djúpriðnari en hjá okkur, því þau eru vanatega höfð 40 möskva djúp, enda eru þau opt lögð þar á 100 faðma djúpi, og sumstaðar þar sem dýpra er. Aðferð sú, sem Norðmenn brúka við netin, virtist oss vera lik okkar að öðru en því, að þeir hafa auka- tein, sem liggr með öllum steinateininum á net- inu, svo þegar netin eru dregin inní skipið, þá dregr einn maðrinn þenna aukatein meðan hinir draga netið, og eru netaþýngslin látin liggja að mestu á þeim teini, svo netin með fiskinum eru tckin svo að segja laus eða ineð litlum þýngslum; þetta álíta þeir að hlífi netunum við sliti. Auka- teinn þessi er festr við steinateininn með herum- bil 10 faðma miilibili, og svo þegar netin cru dregin inní skipið, er hann dreginn sérstakr við netin. Til að halda þorskanetum uppi brúka þeir mestmegnis gierkúlur, en þó sáurn við nokkur net með birkiflám. Utanum aliar þær glerkúlur er riðið hampgarn, svo þær því síðr brotni, og eru þær miklu kostnaðarminni en fiolholtið; því 30 kúlur, sem búið er að binda utanum, kosta vana- lega 3 rd. eptir því sem Norömenn segja. J>egar kúlurnar eru festar á netin hafa Norðmenn 1 faðm á milli hverrar, en það er aðgætandr, að net þeirra eru meira en helmíngi breiðari en okkar, og ætti því að vera 2 faðmar millum hverrar kúlu hjá okkr. Handfæri og lóðir er algengt að brúka í Nor- vegi bæði fyrir þorsk og smáfisk en fátt af þeim veiðarfærum sýndist okkr þénanlegt til að brúka hjá oss eða taka því fram sem hér á landi er tíðk- anlegt. Auk þeirra aungla sem vanalega flytjast til okkar voru til sýnis margslags önglar með allavega löguðu agni, en flestir af þeim voru ætlaðir fyrir vatnafisk t. d. lax og silúng, og voru svo veikir að þeir ekki hefðu orðið notaðir fyrir annan stærri fisk.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.