Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.11.1865, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 22.11.1865, Qupperneq 4
— 16 — Verkun á saltfiski virtist oss ekki vera betri en hér heima á íslandi, nema ef vera skyldi flatníngin. þorskr er í Norvegi miklu grunnflatt- ari en hjá okkr er vanalegt, dálkrinn er ekki lið- aðr sundr heldr högginn á snið yfir um 2—3 liði, þessvegna er fiskrinn bæði sterkari í miðjunni og því siðr hætt við að brotna og líka hlvtr hann að verða þýngri í vigtinni sökum þessað beingarð- rinn upp að mænu er skilinn eptir í fislunum. (Niðrlag í næsta blaði). — Herra ritstjóri! f>ér hafið gjört vel í því, sem mörgu öðru, að auglýsa í þjóðólfi (18. ári nr. 1—2) uppástúngur Hammers kapteins um fiskiveiðafélag það, sem hann ætlar að stofna hér við land, þvi að J>etta mál er í alla staði merki- legt og mikilsvarðandi fyrir fóstrjörð vora. það eru öll líkindi til, að landsmenn hér veiti því sér- legt athygli og vili rita og ræða um það, liver eptir því sem honum er lundlagið og hann hefir föng til. Eg segi fyrir mig, að þó að mig skorti bæði þekkíngu og framsýni til að leggja hér orð í, svo til liðs megi verða, þá tel eg ekki eptir mér, tel mér enda skylt sem Islendíngi, að verja lítilli stundu til að rita yðr álit mitt á máli þessu, ef verða mætti boðlegt í blað yðar og til þess að þeim, sem betr sjá, mætti þar með gefast tæki- færi til að koma fram með sína skoðun á málinu, og skýra það enn betr. Og sný eg mér þá að aðalefninu. Eg tel það víst, að félagið sé þegar stofnað í Kaupmannahöfn, og má enda fullyrða að svo er, og að það eru stórauðugir menn sem fyrir því standa. Eg tel þess vegna vafalaust, að félagið komist á fastan fót, hvort sem vér eigum þar að nokkurn þátt eða alls engan. Og þetta er það sem eg bið landa mína einkum að hafa sér hug- fast. Nú er tvent til, annaðhvort gánga íslend- íngar í þetta félag, eða þeir gánga ekki í það. Gángi þeir nú ekki í félagið, hvað leiðir af því? það, að félagið verðr alveg danskt, alveg útlent felag; það verðr fyrir þetta land, hérum bil allt hið sama, sem hið frakkneska fiskifélag hér við land er oss iT» um stundir, og eg vil segja, að vér verðum ýmsra hluta vegna miðr staddir eptir en áðr, ef að Danir bætast hér ofan á Frakka, hafa hér fjölda stórskipa á öllum vorum fiskimið- um, djúpt og grunnt, en veiða fiskinn eingaungu fyrir sig, og flytja hann allan til útlanda sér ein- um til hags og ábata, þó þeirkunni að liafa nokkra fótfestu hér í landi, og nokkrir af vorum Iöndum geti, ef til vill, fengið þar atvinnu, eða úti áskip- um þeirra, tel eg það mjög lítinn hagnað móti hinu mikla ógagni, sem þá mun leiða af komu þeirra. það getr naumast hjá því farið, að báta- veiði vor rnínki þá stórum og hverfi jafnvel að mestu, þegar flest eða öll fiskimið verða þakin stórskipum, með óteljandi veiðivélum fyrir fisk og hákall. Eg sé ekki annað fyrir, en að fiskimenn vorir neyðist þá til að sitja í landi með tværhendr tómar. Og hvar erum vér þá aðkomnir? þá fer mér að detta í hug sambúð hinna »rauðu mannau og hinna »hvítu manna« í Ameríku. En gángi nú Islendíngar þar á móti í félagið, þáhorfirallt annað við fyrir mínum sjónum. Eiga Íslendíngar kost á að gánga í félagið, og á það ekki eingaungu að vera fyrir Dani? f>essi spurn- íng virðist mér Iiggja hér næst, og verði henni því fyrst að svara. Og eg svara henni þá svo: að eg tel það laust við allan efa, að vér eigum kost á að gánga í félagið, og að það sé stofnað til þess, að bæði Danir og Íslendíngar geti haft sem bezt af því. f>etta liggr líka bein- línis í uppástúngu llammers, þegar að henni er gætt. Og sú mun reynd á verða, að það verðr aldrei Ilammer um að kenna, ef Islendíngar hafa ekki gott af þessu félagi hans. En ef lslendíngar eiga kost á að gánga í félagið, sem eg fyrir mitt leyti þori að fullyrða, þá er það mitt ráð, að vér eigum nú að vera vakandi meðan tími er til, og láta ekki tækifærið gánga oss úr greipum, heldr reyna til með dáð og drengskap og fyrirhyggju að hafa sem mest og bezt not af því þegar það býðst. Allir vita hversu erfitt hér er uppdráttar, sök- nm efnaleysis, engu nytsömu fyrirtæki verðr hér komið áfót, því að allt strandaráþví sama: efna- leysinu. En komi nú inní landið um hálfa millíón ríkisdala, eins og komið getr með þessu fiskifélagi, þá virðist mér vera mikil hvöt fyrir menn að reyna til að ná í eitthvað af þessu mikla fé, reyna til að félag þetta verði hér innlent fclag, og það má það að miklu leyti verða, ef margir hér á landi, sem nokkuð hafa handa í milli, gánga í það og eign- ast part í skipum og veiði. Eg ímynda mér sjálf- sagt, að kaupmenn vorir gángi í félag þelta, því að eg treysli því, að þeir bæði sjái, hvað við liggr og um er að vera, og líka hinu, að þeir vili bera nafn með rentu og vera ísienzkir kaupmenn, og stuðla til þess, að land þetta auðgist sem mest; það er þeim sjálfum fyrir beztu, úr því þeir hafa hér sína atvinnu; þeir mega ekki og geta ekki

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.