Þjóðólfur - 25.01.1866, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 25.01.1866, Blaðsíða 5
cn skyldi. Eg játa það fúslega, að varlega er að þessu farandi nema læknisráð til komi, í hverju einstöku tilfelli, því bæði er það að almenníngr á mjög bágt með að þekkja liirkínguna »Croup« og lúngnabólguna frá hinum öðrum tegundum barna- veikinaar, enda er mikið komið undir aldri og heilsufari barnsins áðren það fékk veikina, sem læknirinn þyrfti að vita áðr hann segir fyrir um hvernig þetta meðal skuli við hafa í hverju ein- stöku sjúkdómstilfelli. Eg verð eigi að síðr að álíta uppsöluvínsteininn, svo bráðnauðsynlegt meðal í barnaveikinni yfir höfuð, að ómissandi væri að hafa til taks uppsöluvatn á hverjum bæ þegar hún gengr. Léttir sá sem börnin fá við fyrstu upp- köstin, gefr manni tíma til að leita læknisráða og lýsa sjúkdómnum fyrir honum, sé hann eigi í mikl- um fjarska, og er alténd talsvert unnið við það. í hinni himnuhendu hálsbólgu (Diphtheritis) eru menn nú hvervetna vanir að brenna hálsinn innan með vítissteinsvatni, þegar himna þessi er l farin að myndast, áðren uppsölumeðalið er gefið, en með því slíkt er örðugt fyrir almenníng, hefi eg fundið upp á öðru ráði sem í haust hefir sýnt góða verkun hér í nágrenninu. Eg hefi semsé ) látið búa til dropa eða áburð sem uppleysa himn- una og gjöra liana meyra, og þetta hefi og með fjöðr látið bera á kokið, úfinn og kirtlana þarsem hinir hvítgráu blettir, sem opt eru líkt og hvít- gráar bólur hafa sést, en nokkrum tímum svo sem 4 til 6 tfmum eptir að þetta er gjört, hefi eg gefið börnunum að selja upp, annaðhvort af uppsölu- vatni eða af uppsölusaft sem fengist getr eptir læknisrecepti á öllum lyfjabúðum. j[>eir sem eigi hafa þessa dropa eða þennan áburð, er nú fæst tilbúinn hér í lyfjabúðinni, geta í vandræðum tekið steitt álún, svo sem teskeið, lálið það f víðan fjöðurstaf, eða samahvafðan papp- irshólk, og blásið því upp í kokið á barninu. Eg hefi einu sinni læknað barn með þessu hvar eigi var annað fyrir hendi, og opt hefir þetla meðal verið við haft í Norðrameriku með góðum notum. Sumir hafa og blandað álúnið með saft eða þykku sykrvatni svo að úr því hefir orðið eins og nokk- urskonar grautr, er menn siðan núa á vísifíngrinn, fara svo með hann ofan í kokið, og bera þetta þannig áallan hálsinn að innanverðu. Taki menn þetta til bragðs, þarsem eigi er annað fyrir hendi, er bezt að sívefja vísifíngrinn í mjúkri vættri lér- eptsríu á hverja menn bera álúnsduptið eða álún- saftina og rjóðra lienni þannig innanvert á allt kokið. Engum laghentum kvennmanni cr vorkun á þessu, ef hana vantar eigi áræði, og alténd er liægt að fá barnið til að Ijúka upp munninum, ef menn taka um nefið að framanverðu, svo það hljóti að anda í gegnum munninn. þegar búið er að gjöra þetta tvisvar eða þrisvar, ætti að gefa barninu nppsölumeðal, eins og áðr er frá skýrt. Að öðru leyti álít eg enga frágángssök að fá hina áðr sögðu dropa eða á- burð til að rjóðra um kokið með fjöður, eins og áðr er frá skýrt. (Niðrl síðar).. FJÁIUIAGSAÐSKILNAÐIUNN MILLI DANMEItKR OG ÍSLANDS. I. TJndirbúníngr og frágángr stj ó rnar- innar. (Framh.). Pað leyndi ser éklti, live flatt aö afdrif þjóð- fundarins, þessi sem urðu, kornu uppá stjórnina og að henni mislíkaði eða, jafnvel reiddist þeirn ákaflega. Hin konúnglega auglýsíng til Íslendínga, 12. Maí 1852, er Ijós vottr um þetta eins og þess- ar bernskulegu tilraunir hennar, að bægja nokkr- um af hinum lýðkjörnu þjóðfundarmönnum frá því að ná kosníngu til Alþíngis, er áttu að fara fram s. ár, og þar sem hún svipti 2 menn úr þeim flokki, embætlum þeim er þeir þá höfðu og von um að gela fengið embætti framvegis, að minnsta kosti fyrst um sinn. Svar stjórnarinnar til Alþing- is 1855l, uppá stjórnarbótar-bænarskrá þíngsins 1853, er hún þó játar þar sjálf að hafi verið «hóg- lega samin», sýnir á hinn bóginn að henni var eigi alveg runnin reiðin út af þjóðfundar afdrifun- um, þá eptir 5 ár liðin. Allt um það lét samt stjórnin hér við lenda; hún endrnýaði ekki síðar stjórnarfrumvarps uppá- stungurnar frá 1851 að einu né neinu, ekki svo mikið, að hún héldi neinum þeirra fram í téðu svari sínu til Alþingis 1855. En því síðr lét stjórn- in sér verða, að reyna að hafa frarn nýtt samhomu- lag, um stjórnarsambandið milli Islands og kon- úngsríkisins, — eins og hún þó gjörði við Ilolseta og Slésvíkrmenn aptr og aptr á þessu sama tíma- bili (1851 —1862), með því að kalla saman af nýu «fund í landinu sjálfu» og leggja fyrir hann nýtt stjórnarfrumvarp, og aðgcngilegra, til þess að binda efndir á heityrði konúngs 23. Sept. 1848, eða þó að minnsta kosti að leita þessieiðis sam- komulags af nýu við Alþíngi, eins og gefið var í skyn í augl. 12. Maí 1852 með skýrskolun til 79. gr. í Alþ.tilsk.2 Tj SJA AÍþtí<&. 1855., hls. 48-~5F 2) þetta atribl

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.