Þjóðólfur - 03.02.1866, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.02.1866, Blaðsíða 1
18. ár. Ileylgavík, 3. Febrúar 1S66. 14. — Bazarinn og Tombolan, sem með aug- lýsíngum í f>jóðólfi 25. f. mán. var dagsett dag- ana 10., 11. og 12. þ. mán., verðr fre s tað og eigi byrjað fyrir enlaugardaginn 17. og framhald- ið 2 næstu dagana: sunnudaginn 18. ogmánu- daginn 19. þessa mán. en opnast hvern þess» ara daga, eins og fyr var ákveðið, kl. 5 e. miðd. og verðr lokað kl. 2) á kveldin. Iler af leiðir, aö gripir og gjafir af liverju tagi sem er. til bazarsins og tombolunnar verða þakk- látlega þcgnar allt fram til þriðjudagskvel ds 1 3. þ. mán. Með því einnig hefirþókt nauðsyn á að breyta út af fyrirætluninni um saunginn frá því sem fyr var auglýst, svo að nú erafráðið að sýngja nokk- ur lög margrödduð að viðhöfðum hljóðfæraslælti öli þrjú kveldin með hæfilegu millibili, þá leiðir þar af, að ákveða verðr verðhæð aðgaungu-bílæt- anna lil 16 sli. fyrír fullorðna og 8 fyrir börn ófermd, hvcrt kveldið sem er. Að síðustu skal þess getið, að kaffe með sælabrauði getr hver sern vill fengið keypt inn i sjálfum Bazars-salnum fyrir vanalegt veitíngarverð. Bazar- og Tombola-nefndin. — Eptir fyrirlagi stiptamtsius auglýsist her með orðrétt erindisbref það og »instrux« er bá- yfirvaldíð útgaf til handa nefnd þeirri sem settvar i fjárkláðamálinu 22. f. mán., eins og getið var í síðasta blaði. I. »EríndÍsbréf« í fjárkláðamálinu. Fjárkláðinn hefir á seinastliðnu hausti gjört vart við sig á ýmsnm stöðum í Gullbríngu og Ár- nessýslum, og það miklu víðar en vænta mátti eptir skýrslum þeim, sem voru fyrir hendi frá í fyrra vor, og ekki verður álitið, að honum sé enn þá útrýmt úr sumum héruðurn þessum, þrátt fvrir tilrauuir stiptamtsins til að framkvæma þær ráð- stufanir, sem stúngið var upp á í lagafrumvarpi stjórnarinnar »um fjárkláða og önnur næm fjár- veikindi«, og að rnestu leyli \oru samþyktar af alþingi. Jafnvel þótt landslag og landshættir, eins og þeim er víða varið hér á landi, og það einkum í þeím héruðum, þar sem kláðinn gjörir enn þávart við sig, gjöri mönnum torveldara hér en annar- staðar að útrýma veiki þessari og tálma útbreiðslu hennar, hljóta menn þó, — ef menn rólega og hlutdrægnislaust íhuga, hvernig veiki þessi hefir komið fram síðustu 10 árin, og hvernig viðburðir manna hafa verið til þess að stemma stigu fyrir henni, — að gánga úr skugga um,- að ýmsar kríngumstæður hafa stutt að því, sem landsbúum stendr í sjálfsvaldi að brcyta, þegar þeir ljóslega hafa skilið og séð, að hér ræðir bæði um helzta alvinnuveg landsins og að það er skylda hvers góðs Íslendíngs að gjöra allt, sem í hans valdi stendr lil að stenuna stigu fyrir veiki þessari. J>að er tvent, sem allan þorra landsbúa í því efni skortir, nefnilega bæði þekkíngu á eðli veikinnar og réttri meðferð á lienni, og tiifinníngu fyrir, að hverjum einstökum fjáreiganda eins og öllu land- inu er það fyrir beztu, að hver og einn láti eigið álit sitt um málið lúta lögunum, og sé reiðubúinn til að gjöra allt, sem í hans valdi stendr, til þess að þeim verði framfylgt. jþað liefir verið til mik- ils baga fyrir meðferð á máli þessu hér á landi, að menn hafa áðr gjörtþað að »politisku« fiokka- dráttarmáli, er því nær hcfir greint landið í tvo andstæða fiokka, og að fjölmennr flokkr hefir not- að það til æsínga gegn ráðstöfunum stjórnarinnar, scm einmitt þess vegna aldrei hafa náð að kom- ast til fullra framkvæmda. En þareð nú Alþingi liefir aðhylzt lagafrumvarp stjórnarinnar, þá er vonandi að æsingar þessar taki enda, og að hver skynsamr og réttsýnn maðr gángi úr skugga um liversu þýðíngarmikið málefni þetta er fyrir vel- megun lands og lýðs, og starfi í þá stefnu, sem sljórnin og fulltrúar þjóðarinnar nú eru orðin á- sátt um. Af því, sem áðr er tilfært, hefirþað leitl, að menn hafa álitið það sem aðalatriðið í máli þessu, hvort veikin, eins og hún hefir komið fram hér í landinu síðustu 10 árin, væri af útlendri eða innlendri rót runnin, og þetta atriði hefir að vísu haft sína þýðíngu, eit'allir sem nú fylgislaust skoða málið, hljóta þó hæglega að geta séð, að þetta atriði málsins eins og. það nú er vaxið, því 53 — r

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.