Þjóðólfur - 03.02.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.02.1866, Blaðsíða 2
— 54 — nær er þýðíngarlaust, og hið eina umvarðandí er, að stemma stigu fyrir veikinni, eins og hún nú hefir gripið um sig hér í landinu, og að gjöra það svo, að helzti atvinnuvegr landsins og velmegun þess bíði svo h'tið tjón sem minst má verða. En reynslan hefir sannað, að það má lækna veikina, og að henni er útrýmt í þeim héruðum landsins, þar sem góðri hirðingu og meðferö á fénu varð komið við, og stiptamtið er sannfært um, að þvi verði viðkomið alstaðar hér á landi, þar sem landsbúar sjálPir vilja með alvörugefni vinna að því. Stiptamtið álítr, að í báðar hinar áðr greindu stefnur, — bæði hvað því viðvíkr að útbreiða þekk- íngu á máli þessu og að vekja og viðhalda lifandi meðvitund landsbúa um skyldur þær, sem hvíla á hverjum einstökum meðlimi mannfélagsins,— muni nefnd skipuð þeim mönnum, sem annaðhvort sök- um embættisstöðu sinnar eða sem fulltrúar þjóð- arinnar mega álítast að hafa bæði traust landsbúa og næga þekkingu á öllum þeim atriðum, hvað land og landsháttu snertir, er verða tekin til greina í þessu efni, geta veittstiptamtinu mikilvægaaðstoð í framkvæmdum máls þessa, er svo mjög varðar allt landið en þó einkum Suðramtið. Stiptamtið hefir þess vegna fastráðið að skipa slíka nefnd fyrir Árnes- og Gullbríngu- ogKjósarsýslur; aðalætlun- arverk hennar á að vera, að yfirvega nákvæm- lega öll þau atriði, sem hafa nokkra þýðingn í áðr- greinda stefnu og gjöra þar að lútandi uppástungur þær, er þurfa þykir, og jafnframt þessu á hún að vinna að því, að landsbúar fái þekkíngu á eðli veik- innar og réttri meðferð hennar, og að því, að vekja og viðhalda hjá landsbúuin þeirri réttarmeð- vitund, sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir, að sér hvert mentað og frjálst mannfélag geti staðizt, meðvitundinni um, að það er nauðsynlegt í þessu máli, eins og í öllum öðrum málum, sem eru. mikilsvarðandi fyrir mannfélagið, að hlýða lögunum og ráðstöfunum yfirvaldanna, og að sérhver ó- hlýðni gegn þeim verðskuldar og mun úr býtum bera alvarlega refsíngu. í nefnd þessa skipar stiptamtið hér með: 1. Land- og bæarfógeta A. Thorsteinson sem formann nefndarinnar. 2. Varaforseta alþingis málaflutningsmann við yfirréttinn Jón Guðmundsson, og. 3. alþingismann Magnús Jónsson á Bráðræði — og eru ofangreindir herrar beðnir að koma sam- an svo fljólt sem unt er og byrja á fram- kvæmdum starfa þess, er þeim hér með er á hendrfalinn, samkvæmt «instruxi» því,sem fylgir erindisbréfi þessu og stiptamtið hefir samið- Islands stiptamt, Reikjavík, 22. dag. Janúarmán. 1806. Hilmar Finsen. U. Vnstrnx handa nefndinni í ffárkláðamálinu í Gullbringu- og Kjósar- og Árnessýslum innan Suðuramtsins á Islandi. 1. Verkahríngr nefndarinnar er Gullbringu- og Iíjósar- og Árnessýslur. Skyldi fjárkláðinn á yfirstandandi vetri eða í vor 1866 gjöra vart við sig í öðrum héruðum Suðramtsins, skal nefndin gjöra uþpástungu til stiptamtmannsins um, að störf hennar einnig yfir- grípi slík héruð. 2. Nefndin skal í framkvæmdum starfa síns fram- fylgja þeim grundvallarreglum, sem tilteknar eru i lagafrumvarpi því, »um fjárkláða og önnur næm fjárveikindi á Islandi«, er stjórnin lagði fyrir Al- þíngi 1865, og Alþíngi að mestu leyti fellst á. Samkvæmt þessu skal nefndinni hérmeð gefið vald til í þeim hreppum, sem þurfa þykir, fyrir hönd amtsins að skipa áreiðanlega menn hrepp- stjórunum til aðstoðar við skoðanir á fénu og með- ferð á því, ef það kynni að vera grunað eðaveikt. Nefndin skal einnig gjöra uppástungur til stipt- amtsins um, hvar og hvenær nákvæm skoðun á öllu fé skal fram fara í öllum þeim sveitum, þar sem kláðinn hefir verið á seinastliðnu hausti eða í vetr, til þess að gánga úr skugga um,hvort sveitir þessar ennþá eru að álíta grunaðar. Álíti nefndin, að hinar fyrirskipuðu ráðstafanir stiptamt- sins í einstökum sveitum ekki hafi verið fram- kvæmdar, og að slíkt megi kenna einstökum eðr fleiri mönnum, skal hún gjöra uppástúngu til stipt- amtsins um að gángskör verði gjörð að því, að hlutaðeigendr verði látnir sæta alvarlegrar ábyrgðar fyrir það. 3. Ráðstöfunum þeim, sem neíndinni kynni að þykja natiðsynlegar til þess að aðskilja hið sjúka og grunaða fé frá hinu heilbrigða, og tll að við hafa lækníngar á þvi, skal nefndin skjóta til sam- þyktar stiptamtsins, sem með aðsloð sýslumanna skal fyrirskipa það, er þurfa þykir til framkvæmdar þessum ráðstöfunum. Sýslumcnnirnir í hinum áður greindu tveimr sýslum eru skyldir til, hver í sinni sýslu, að gefa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.