Þjóðólfur - 07.05.1866, Síða 2
06 —
þeirn fundi skulu 2 félagsmenn kosnir til að
endrskoða reiknínga félagsins. Gjörist þörf á
að breyta félaginu auka það eðr nn'nka o. s. frv.
verðr eigi gild ákvörðun tekin nema 2/3 allra fé-
lagsmanna sé á fundi, og að minsta kosti 2/s fund-
armanna samþykki breytínguna, eða það sem af
skal ráða. Allt er bókað sem á fundum gjörist.
Félagsstjórinn ber upp á fundi, hver ágóði verði
af ársafla félagsins, fundrinn ákveðr ágóðann ná-
kvæmar, og sá borgar hann út sem stendr fyrir
kaupskap félagsins. Glatist eða misfarist Aktíu-
bréf, verðr deyðíngardómr til að koma, ef upp-
hæð bréfsins skal nást aptr.
þetta eru nft hel/.tu atriðin úr sainþyktum fé-
lagsins. Hammer kapteinn hefir, að því oss er
kunnugt, fengið útmaddan lóðarblett á Lángeyri
við Ilafnarfjörð, tilheyrandi Garðakirkju, og ætlar
hann þar að setja bræðsluhús og ef til vill önnur
fleiri. I sumar ætlar hann eingaungu að gefa sig
við hvalveiðum hér við land, og hefir til þess gufu-
skipið Thomas Roys, og nýa »seglskonortu» ernefn-
ist »SkaIlagrír/ir« ásamt 2 lesta gufubát er nefn-
ist Víkíngr, og er í ráði að þessi 2 skipin haldi
til hvalaveiða vestrum land þegar kemr fram á
sumar, og á að koma Skallagrími úr höfn og í,
þegar svo ber að, að veðrstaðan meinar honum að
neyta seglanna. Sagt er að félagið hafi víst 2 jagtir
ú þorskveiðum við Færeyar í sumar, og 2 hákalla-
jaktir hér við land.
Hver sá er vill gánga í flskifélag þetta, getr
fengið nákvæmari upplýsíngar á skrifstofu þjóðólfs,
og ritað sig þar fyrir hvort heldr einni »Aktíu«
eðr fleirum. Jón Thoroddsen, sýslumaðr Rorg-
firðínga hefir þegar gengið í félagið og ritað sig
fyrir 5 Aktíum eðr 500 rd.
— liufsegulþráðr. J>að er kunnugt að ekk-
ert varð úr áformi Shaffners með segulþráðinn
híngað til lands og héðan til Ameríku, sökum hinna
miklu óeirðasemþá dundu yfir fyrir vestan haf. En
nú liafa 5Englendíngar að nafni :James Wj/Wparla-
mentsmeðlimr, Davtí3 W. Chapman, I.eu isII. West,
F. F. Jeyes, og James John Cooper Wyld, 17.nóv.
árið sem leið, ferigið leyfi konúngs vors til þess
að leggja rafsegulþráð milli Danmerkr og Englands,
milli Danmerkr og Noregs, og milli Stórbretalands
eða írlands yfir Færeyar, ísland og Grænland til
Norðameríku. þráðrinn milli Danmerkr og Eng-
lands og Danmerkr og Noregs á að vera fulllagðr
á sínar stöðvar að ári liðnu frá því er leyfið var
geöð; en við hinn eða hina þræðina, sem um ís-
land liggja til Ameríku á öllu starfi að vera lokið
að 3 árum liðnum frá því leyfið fekkst, ella verða
Englendíngar þessir að gjalda hiuni dönsku krúnu
10,000 pd. sterl., nema því að eins að ófyrirsjá-
anlegar hindranir banni. |>að er því ekki svo ó-
líklegt að eitthvað verði hér vart við þessa þráðar
menn nú í sumar.
Fáeinar athugasemdir um fjárhuðun og kláða-
lœkningar.
Eptir samkomulagi í fjárkláðanefndinni í Rvík,
hefi eg tekizt á hendr að semja fáorða skýrslu
um fjárböðunar aðferðina og það annað, er stutt
geti að kláðalækníngum í hinni verklegu fram-
kvæmd þeirra, og því er það, að enda þótt eg
gángi að því sjálfsögðu, að ekki verði aðrir en
þeir menu, er vanir eru við baðanir, látnir nú í
vor til að framfylgja þeim, skal eg láta í Ijósi það
hélzta, er eg bæði að eigin reynd og annara sögu-
sögn þekki vel hafa gefizt í þessu tilliti.
Reynslan hefir nógsamlega sannað, að böðun
ákláðasjúku fé er, ef ekki árángrslaus, þá næsta
árángrslítil án þess kláðahrúðrin eða skorpurnar
sé fyrirfram upp leystar, og hefir til þess gefizt
bezt smyrsi þau, er dýralæknarnir í »lýsíng fjár-
kláðans« af 14. Október 1857 bls. I8,^nr. 1, til-
greina, nefnil. 1 part terpentinoliu, 1 part tjöru,
1 part grænsápu, ollt eptir vigt; þetta blandist
saman yfir hægri glóð. Strax þegar kláðahrúðrin
eru upp leyst með smyrslum þessum, þarf böð-
unin að fram fara, og þarf þá ekki einúngis að
baða það fé, er á sér, heldr allan þann fjárflokk,
er haft hefir samgaungur við liið kláðuga, og þarf
að iíkindum ekki að tilgreina aðrar orsakir til þess,
eu að fjárkláði sá, er við höfum við að stríða, er
næmr, eða útbreiðist kind af kind. Baðkistan
þarf að vera 71/2 kvartil laung, 4 ’/2 kvartil breið
að ofan, í botninn 3 kvartil, 3 V2 kvartil djúp;
þegar baðað er, þarf að auki annað hentugt ílát,
erhelt sé, að vera við hendina, hvarí kindin standi
meðan lögrinn er kreistr úr lienni. Fyrir baðker
brúka sumir bát, en það álít eg rniklu óhentugra,
bæði vegna þess, að baðlögrinn kólnar miklu fyrr
í honum, og líka er miklu óhægra að koma bát-
um á þá staði, er henlugt er að baða á, og ó-
mögulegt að láta þá inní hús, sem kann að verða
nauðsynlegt, sökum óhagkvæmrar veðráttu, er uppá
kann að koma, meðan á böðuninni stendr. Eg
ætla að flestra reynsla sanni, að því heitar, senr
baðið er, því úhrifameira sé það til læknínga, og
eg hefi brúkað það á megnan kláða, svo heitt að