Þjóðólfur - 07.05.1866, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 07.05.1866, Blaðsíða 5
— 109 —- meira lífs og forlaga auðið. Leöpold, sem var hugað að vera her tilvooandi drotníngarbóndi, datt því aptr úr sögunni, og bjó hér lengi í Englandi. þegar Grikkir gjörðu uppreisn, var honttm buðið að verða konúngr á Grikklandi, en hann var of vitr ntaðr og séðr til að láta binda ser þann björn á ltendr. Skömmu síðar kom nýtt konúngsríki Belgía, sem var stofnað handa honum, og varð hann þar konúngr að tilstilli Palmerstons vinar síns ; átti hann dóttur Frakkakonúngs, en misti hennar og lifði enn ekkill lánga stund. Bróðrsonr hans prinz Albert varð drotníngarbóndi á Englandi, dó og var graftnn, en allt þetta lifði hinn gamli konúngr, en allir eldar brenna út um síðir og svo fór honum. Um páskana andaðist hér tengdamóðir Leo- polds konúngs (st'ðari konu hans) María Amalía konúngsdóttir af Sikiley, ekkja Loðvíks Filips fyrr- urn konúngs á Frakklandi. Var hún vel metin og góð kona og hafði verið gestr Viktóríu drotníngar nærfelt 20 ár í útlegð sinni. Hún var svo gömul, að hún var dóttirdóttir gömlu Maríu drotníngar Teresíu og systurdóttir Maríu Antoinettu, sem var liálshöggviu 1793. þegar það varð, var hin gamla drotníng, sem nú dó, ellefu vetra, og allt það, sem síðan bar við, var því í rninni hennar. það var almæli, að hún hefði meiri karlmannshug en konúngrinn bóndi hennar, sein lét lönd og ríki, en frelsaði líf sitt á flótta, og skyldi ófrægilega við. Við lát Palmerstons lávarðar hafa orðið hér tírnaskipti. Hann var hér manna vinsælastr, vitr maðr og hafði ráð undir hverju rili. Meðan hann lifði fór allt fram í sama horfi. þíngmenn voru heitbundnir að halda frið og hefja engar nýúngar meðan hann lifði, hvað sem síðar yrði. þíngið var sett G. Febr., þá var hér mikið um dýrðir; þetta er nýtt þíng; kosníngar fóru fram í sumar, og það var nú fyrsta sinni, að drotníngin kom fram, síðan hún varð ekkja; þvl var hér þá mikill mannfagnaðr og- skraut. Drotníngin setti sjálf þíngið og öll viðhöfn var viðhöfð, sem tíð er við slík tækifæri, nema sá munr, að drotníngin ók ekki til þíngsins í sínum dýra vagni, en hinir sömu 8 hestar músgráir að lit voru spentir fyrir. þessir heslar — eg sá þá en drotnínguna ekki — eru réttir sólarhestar þessa ríkis, komnir af ein- hverjum Freyfaxa fram í kyn, og eugir af þeirra kyni hér í landi aðrir. þeir eru aldrei beittir fyrir vagn nema drotníngarinnar, ef þíng er sett eðr önnur stórtíðindi. Drotníngin setr þíngið í lávarða- stofunni, en hún las ekki þíngræðuna sjálf, heldr fe'jörði það Lord — canselerinn. þess var hér \ið getið, að drotníngin stóð einsog líkneskja úr marm- ara fyrir hásætinu í svörtum búnaði, og brá sér ekki eða leit við, þegar þíngmennirnir úr neöra húsinu þustu inn, og er þá ekki lítill þys, þegar GOO manns ryðjasí inn, eins og ærúrstekk. það er her gömul landsvenja frá fyrri tíð, þegar það þíng var ekki svo göfugt sem nú, að þeim er ekki ætlaðr bekkr, þegar þíng er sett en boðaöir uppí efri stofuna til að hlýða á erindi drotníngar. Síðan þíngið var sett, heflr verið mikill orða- hjalrlr á þínginu. Fyrst um blökkumanna drápið í Jamaica; eg er orðinn leiðr á að lesa um það mál, svo eg skal ekki orðlengja það, eg læt Skírni eptir að segja og leggja dóin á það sem annað. Annað var hinn svonefndi Fenianismm eðr írafárið, sem eg hér kalla; það er uppreistnartil- raun á Irlandi, og tilraun til að rífa það land und- an völdum Viktoríu drotníngar og gjöra þar lýð- veldi, og er blásið að þessum kolum frá Ameríku. Eg skal heldr ekki fara útí þessa sálrna, og að eins nefna það í jjcirri veru, að sýna, hve fljótir rnenn eru hér að gefa lög í viðlögum. Menn skipta hér vikudögunum í stjórnarnætr og þíng- mannanætr. Sjórnarnætr eru mánudaga, miðviku- daga og stundum föstudaga, en þíngmannanætr þriðjudaga og fimtudaga. En á laugardaginn hvíla jieir eins og kerlíngin sín lúin bein. {>á er aldrei fundr nema í mestu viðlögum. En á laugardag- inn kom stjórninni boð frá landsdómaranum í Dublin, að göturnar í Dublin væri fullar af voða- gautum, illum útlits nýrunnum um haflð frá Ame- ríku, og gæti hann ekki þbyrgzt friðinn nema hann fengi nýtt og styrkvara vald. j>á var hér þíngs kvatt eptir hádegi á laugardaginn ; en annurs er það siðr, að þíngið byrjar um miðaptan, og þíng- ræður byrja eptir þann tíma, og ef um mikið er að reeða, standa þær yör sem fastast, þegar komið er yfir miðnætti og frarnundir aptreldíng. j>að er þó lög, að frarnyflr miðjan morgun, kl. 6 á morgn- um, má aldrei halda þíng. Fara þíngmenn þá og stjórnendr þessa ríkis í ból sitt eins og tröllin, þegar blessuð sólin stígr npp. í þetta skipti var því þíngs kvatt á venjulegri stund og degi, en efnið var að leiðaúrlögum um missiristíma »Ha- beas corpuso að írlands hálfu. llabeas corpus var sett 1677, en hefir síðan alls 10 sinnum verið »suspensum«, tekið úr lögum um stund á ófriðar- tímum og það þrisvar í minni þeirra manna, sem nú lifa, nefnl. 1798 um daga Pitts, 1822, þarnæst 1848 og nú 186G, bæði síðustu sinnin undir Itus- sell lávarði, og öll fjögr sinnin fyrir írland og ó-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.