Þjóðólfur - 11.08.1866, Blaðsíða 2
(Aðsent).
(Um ofdryhkju og sÖIu á ötfaungum).
(Nifcriag). Eg efast ekki um, að allir þeir íslend-
íngar, er vilja þjóð sinni vel, álíti þetta eitthvert hið
mesta velferðarmál lands vors, og ef sannfæríng
þeirra er ekki á reyki, að þeir láti það ásannast
í verkinu, að þeir vilji styðja að framför ianda
sinna, með því eptir fremsta megni að útrýma
ofdrykkjunni. fetta ímynda eg mér, að gæti orðið
eins aífarasælt, eins og það, að leggja toii á alla
þá, sem hér verzla með áfenga drykki; enda er
það ekki enn sem komið er, orðið meira en að
umtalsefni. Dæmi Norðramerikumanna, þar sem
fyrir 30 árum töldust 8000 bindindisfélög með
meir en 1 % millión meðlirrva, og þar sem 8000
veitínga- og verzlunarmenn aflögðu alla brenni-
vínssölu, gæti orðið oss að góðri og gagnlegri
kenníngu, ef vér vildum þar eptir breyta. En
hvað gjöra vorir góðu kaupmenn? Er það ekki
sem þeir keppist liver við annan, að láta aldrei
þrjóta brennivín (þó þurð sé á mörgum nauðsynja-
vörum) ailt eins og jtessi vökvun sé hin mesta
nauðsyn mannlegs lífs? Hvort mun það vera í
gróðaskyni fyrir sjálfa þá, eða af umhyggju
fyrir velferð og velmegun þessa lands, sem
þeir hafa af alla atvinnu sína og mestan part
gróða síns? J>að vita þeir sjálflr hezt. En bágt
væri til þess að vita, gætu kaupmenn vorir ekki
staðizt, nema með því að selja áfenga drykki án
allrar takmörkunar, og það má álíta, að verzlunar-
stétt vorri væri vanvirða gjörð, ef menn segðu, að
hún gæti ekki haldið höfði nema í skjóli drykkju-
skaparins. Líklega munu þeir hafa komizt að
þeirri reynslu, að ftestir sou þeir á skuldalistan-
mn hjá þeim, sem optast koma að búðarborðinu,
til að fá sér á pelann, eða ílöskuna, eða kútinn,
eða biðja um að gefa sér í staupinu.
Eg ætla svo ekki að fara hér um fleirum orð-
um, en leyíi mér að vona, að þjóðólfr, sem svo
víða fer, lofl línum þessum að berast með sér, ef
einhver vildi virða þær þess, að gefa þeim ein-
livern gaum. Vestmaiinaeyjnm, í Maí lsG(i.
Ih'. Júnsson.
UiMBUHÐARBRÉF til prófasta og presta á
íslandi.
Eptir að eg nú fyrir guðs náð heill á hófl er
kominn heim úr utanferð minni og búinn að taka
aptr við biskupsembættinu, þykir mér það eigavel
við að heilsa yðr, kærir bræðr, og senda yðr vin-
samlegt ávarp milt.
Eg veit, að yðr muni vera það eins Ijóst og
mér, og að þér munið ei síðr finna til þess en
eg, að drottinn heflr kallað oss til þess að efla og
útbreiða sitt ríki meðal bræðra vorra hér á landi,
og að hann ætlast til þess og heimtar það af oss,
að vér verjum kröptum vorurn í hans þjónustu, að
vér af alefli leitumst við að viðhalda hinu kristi—
lega trúarlífl hjá oss, glæða það, þar sem það er
dauft, vekja það, þar sem það sefur, og það er
sú gleðilegasta tilhugsun fyrir mig að vita, að svo
margir meðal yðar eru gagnteknir af skyídurækt,
og hafa ailan huga á því að gegna trúlega þess-
ari háleilu köllun sinni.
En eg veit líka kærir bræðitr, að vort tíman-
lega líf heflr sínar kröfur, sem drottinn einnig
ætlast til, að vér að nokkru leyti fullnægjum, en
þó þannig, að vér ekki þar fyrir missum sjónar á
vorri eiginlegu köllun eða vanrækjum hana; en
þelta er því vandasamara, því örðugri sem hinar
ytri kringumstæður eru, því að þá er svo hættvið,
að trúarlífið deprist og deyi í sorgum og áhyggj-
um þessa lífs; og er því bæn og árvekni einnig
í þessu tilliti nauðsynleg eins og líka liitt, að þér
hafið bróðurleg samtök við stéttarbræður yðar til
að styrkja yðr sjálfa, glæða áhuga yðvarn og við
halda kristilegum félagsanda, því þegar hinir góðu
kraptar sameinast, þá keinst bæði meiri samhljóð-
un á hina andlegu starfsemi vora, sem er þeim
mun nauðsynlegra, sem land vort er svo strjál-
bygt og samgaungur svo erfiðar, og þá verða líka
hinir góðu kraptar miklu áhrifameiri heldren þegar
þeir vinna á sundrúng og sinn í hverju lagi.
Að vísu hefl eg í hyggju, gefiguðmér líf og
heilsu, að vísitera svo opt sem eg get því við
komið og á vísitazíuferðum mínum að halda fundi
með yðr um kirkjuleg málefni; eu þér vitið sjálfir,
kærir bræður, hve stórt, örðugt og ógreitt land
vort er yfirferðar, svo mér mun naumast vinnast
aldr til að fara svo víða sem eg vildi, en því meiri
þörf er á því, að prófastarnir séu vandlátir í til-
sjónarmannsembætti sínu, að vér séurn allir sarn-
mála og samhentir og vinnum allir í einum anda,
í sannleikans, kraptarins og kærleikans anda, og
mun eg jafnan vera reiðubúinn til að veita yðr
alla þá leiðbeiníngu, sem eg get eptir því sem eg
hefl bezt vit á. •
það er óþarfi fyrir mig að taka fram hin ein-
stöku skylduverk yðar eða brýna þau fyrir yðr, því
þar sem skylduræknin er fyrir, þar býr lílta áhugi
á því að leysa hin einslöku skylduverk sem bezt
af hendi.