Þjóðólfur - 28.09.1866, Side 1
18. ár.
43.-44.
Reykjavík, 28. Sept. 1866.
— Af fjárkláðanum eru fregniriiar, sem ferða-
menn víðsvegar úr nærsveitunuin færa híngað um
þessa daga, næsta áþekkar því sem bent var til í
síðasta blaði. Öll Suðrnesin frá Ilafnarfjarðarbotni
og austr til Selvogsheiðar, að frá teknum Höfnun-
um, mega heita útsteypt; þá er og sagðr megn
kláði víðsvegar um Selvog, og flestir Ölfusíngar,
er bér bafa komið um næst undanfarna daga, mæla
það einum munni að svo megi kveða að orði, að
þar 1 sveit sé meiri og minni kláði nálega á hverj-
um bæ. 'Vér höfum eigi fyllilega áreiðanlegar
fregnir úr Grafníngnum, en þeir úr nágrannasveit-
unum segja, að þar í Grafníngi muni hafa borið
næsta lítið á kláða í haust og sjálfsagt miklu minna
en við hefði mátt búast. I þíngvallasveitarréttun-
um kom engi kláðakind frain hvorki innsveitis né
úr öðrum sveitum fjær eða nær. En þeir í þíng-
vallasveit heimtu úr Grimsnes réttum nál. 80 fjár,
og af því þar komu fram samtals 4 kindr inn-
sveitis með kláðavotti, þá hleyptu þíngvallasveitar-
menn engri kind sinni af þeim, er úr Grímsnesi
heimtust, sainan við heimafé sitt, heldr tóku þeir
sumt af því samstundis og skáru, en liitt ailt ráku
þeir af stað degi síðar híngað suðr og seldu hverja
kind til skurðar, og fór þó fjærri að neinn vottr
sæist í neinni þeirri kind. Hinn eini kláðavottrer
fanst í öllu fé Grímsnesmanna, var í þeim 4 kind-
um er fyr var getið og komu þær nú fram í fjall-
fénu, en heimaféð reyndist allt alheilt. þar í sveit
var þó kláðinn magnaðr á samtals 6 hinum fjár-
ríkustu bæum, frá því um útmánuði, og fram undir
messur á 2 bæunum er hans varð síðast vart í
vor, en það var að Ásgarði og Gölt, og voru ein-
mitt þær 4 kindrnar, er nú fundust með vott, frá
þessum 2 bæum, 2 frá hvorum; en engi kind
kom fram kláðug frá hinum 4 bæunum, þar sem
kláðans varð fyrst vart á útmánuðnnum í vetr, og
því síðr frá neinum þeirra bæanna þar sem aldrei
varð vart við sýkina. Nál. 70 fjár hafði sloppið í
sumar uppyfir Brúará neðan úr Grímsnesi, og komu
þær nú frarn í Biskupstungnaréttum, og voru ná-
kvæmlega ransakaðar, en engi voltr sást í neinni
þeirra. — í Alosfellssveit og Seltjarnarneshr. og
Kjalarnesi fyrir sunnan Kollafjörð hafa eigi komið
fram fleiri né aðrar kindr sjúkar eða grunsamar,
heldren þær. 3 sem fyr var getið, sín úr hverjum
h‘ePP' flú.
— það er nú orðið héraðsfleygt, þóað dult ætti
að fara með fyrsta, að nokkrir bændr um Ásana,
Blöndudal, Lángadal, Svartárdal og Svínadal í
Húnavatnssýslu gengu næstl. vetr í félagskap um
að reyna að vinna Englendínga til að fara híngað
á gufuskipi nú á þessu hausti til að kaupa að
þeim skurðarsauði á vefii og flytja lifandi til Eng-
lands. Félagþetta leitaði þá á kand. Eirík Magn-
ússon, sem hefir verið erlendis um nokkur ár:
um þýzkaland og Frakkland en mest England, til
milligaungu af þeirra hendi við Englendínga um
sauðaverzlun þessa, og vanst það svo fyrst, að
verslunarhús nokkurt í Lundúnum gaf sig fram til
að gánga í kaupin, hét að senda gufuskip á Sauð-
árkrók, um 20. þ. mán., taka þar við lOOO skurð-
arsauðum, og borga hvern sauð með aldri og í
lagi með 13—14 rd., en eigi með peníngum út í
hönd, heldr með ávísunum og vixlbrefum með 2
— 3 mánaða fyrirvara eðr gjaldfresti, frá því er
skipið legði héðan með skurðarféð. En er þessi
boð komu fyrir Húnvetnínga, fundust þeim svo
feld viðskipti fremr óaðgengileg og viðsjál, og
kváðust mundu því að eins láta sauði sína, að
hönd seldi hendi um borgun, en þeir mundu láta
sauði í lagi á 11 —12 rd. eptir værdeik, gegn borg-
un útí hönd. f>egar Eirikr Magnússon kand. hafði
tjáð kaupanautum sínum á Englandi af þessum
skilyrðum Ilúnvetnínga, vildu þeir og gánga að
þessu, og lastréðist þá jafnframt, að gufuskipið
skyldi vera komið á Sauðárkrók 20. þ. mán.,
skyldu þá Húnvetníngar hafa svo til taks sínalOOO
sauði þar á staðnum, að þeim yrði útskipað á 2
hinum næstu dögum (21. og 22. þ. mán.). Hún-
vetníngar áttu að útvega Englendíngum hey handa
fénu heim í leið til Englands og hafa á reiðum
höndum þar á Sauðárkrók fyrir sérskilda borgun.
Gufuskip þetta var ókomið á Sauðárkrók 23. þ.
mán.
í annan stað liafði Porhikr Johnson (Ólnfs-
sonar prófasts frá Stað á Reykjanesi, er hefir verið
169 —