Þjóðólfur - 20.12.1866, Síða 4
— 36 —
innra verðr framgengt við þá 3 Garðhverfíngana;
en hér í Reykjavík áttu þeir fund með sér 18. þ.
mán. og fengu Ilalldór skólakennara til að koma
þar til viðtals; buðu þeir honum þar öll hinbeztu
boð er hugsast kunna til þess að hann fargaði
þessu fé sínu er hann nú hefir, hvort heldr jafn-
margt fé aptr úr hverri þeirri heilbrigðri sveit er
hann vildi tilkjósa og mögulegt væri að nálgast fé
úr, og ákveðna milligjöf á milli, eða selja það nú
fram með geypiverði, hverja kind gegn peníngum
út í hönd, eða sjálfdæmi: að hann ákvæði sjálfr
verð á fé sitt. En Halldór kennari aftók að gánga
að neínum þeim boðum, og vist skildu sumir fund-
armennirnir svo ummæli þau er hann hafnaði með
öllum þessum boðum, að hann bæði hældist um
og beitti storkunarorðum út af niðrskurðinum sem
hér væri orðinn. Hvort sem nú hr. Halldór Friðriks-
son fær ástæðu til þess að yðrast þessara undirtekta
sinna undir sjálfdæmis boð heiðvirðra manna, er
koma fram sem kjörnir fulltrúar sveitúnga sinna,
þá eru fleiri dæmi til þess bæði að fornu og nýu
heldren það, að Otkell i Kirkjubæ mátti yðrast
þess að hann hafnaði sjálfdæmi því, er Gunnar á 1
Hlíðarenda setti honum til sætta, að menn sem ;
hafa átt meira undir sér en II. Kr. Fr., hafamátt 1
yðrast þess tilfinnanlega, að þeir höfnuðu slíkum
sómaboðum heiðvirðra dánumanna.
Svona er þá komið fjárkláðamáilnu hér syðra
undir árs lokin 1866; þó að gjöreyddr sé nú
mest allr hluti kláðasvæðisins með niðrskurðinum,
þá er kláðasýkin samt uppi á báðum endatakmörk-
um þess: í Garðinum á Utskálum að vestan, með
hinum sterkustu líkum til að sýkin dylist einnig
i Höfnunum, og er sama að segja um Grafníng-
inn að austanverðu, og Grímsnesið þar sem kláða-
vottrinn hefir verið að koma upp á æ fleiri og
íleiri bæum í þessum og f. mán.; svo eru sömu
líkurnar og sama grunsemdin til staðar hér
miðsvæðis: í Garðahverfinu og í höfuðstaðnum.
Nú sem stendr megum vér því vel heimfæra það
upp á fjárkláðann sem gandreiðin kvað í Njálu.
eldr er í endum,
eitr er í miðju, —
og má þetta ástand vekja áhuga og kvíða allra,
og eigi sízt leiða til sín eptirtekt, árvekni og ein-
dregið fylgi og fulltíngi valdsstjórnarinnar.
— Síðan eg þann 26. Júlí næstl. auglýsti síð-
ast gjafir og tillög til prestaekknasjóðs-
i n s hafa honum bæzt fylgjandi gjafir og árstillög
frá eptirnefndum heiðrsmönnum: Rd. Sk.
frá prófasti sira B. Halldórssyni . 20 »
— sama árstillag 1866 .... 4 »
— sira B. Kristjánssyni á Múla 4 ára tillag 12 »
— — G. Gunnarssyni . . árstillag 1866 1 »
— — Y. Sigurðssyni . . — — 3 »
— — St. Jónssyni ... — — 1 »
— — H. Guttormssyni . — — 2 »
— — J. Yugvaldssyni . . — — 1 W
— — M. Jónssyni ... — — 2 »
— — J. Kroyer .... — — 1 »
— — J. Austmann ... — — 2 »
— — G. Ólafssvni ... — — 1 0
— — J. Reykjalín ... — — 1 »
— prófasti St. þorvaldssyni — — 3 »
— præp. hon.Th.E. Hjálmarsen — — 2 »
— sira J. Hjörtssyni ... — — 1 »
— prófasti S. Gunnarssyni . . . 2 »
— sira |>. Arnórssyni 2 »
— — E. Hjörleifssyni .... 2 »
— — J. Björnssyni 2 »
— — H. Espólín 2 »
— — G. Guttormssyni .... 2 »
— — J. Hávarðssyni 2 »
— præp. hon. {>. Erlendssyni . . 2 »
— sira {>. þórarinssyni .... 1 »
— prófasti J. P. Melsteð árstillag 1866 2 »
— sira J. Jónssyni ... — — 2 »
— præp. hon. J. K. Briem — — 2 »
— sira St. Stefánssyni . . — — 2 »
— — J. Eiríkssyni ... — — 2 »
— — S. Jónssyni ... — — 1 »
— — P. íngimundssyni . — — 1 »
— — G. Torfasyni ... — — 1 »
— — B. Jónssyni á Reynivöll. — — » 48
— præp. hon. G. Johnsen . — — 1 »
— sira G. Bjarnasyni á Melum — 1865 2 »
— prófasti S. Níelssyni . . — 1866 4 »
— sira B. E. Guðmundsen — — 2 »
— — G. Bachmann ... — — 2 »
— — II. Sigurðssyni . . — 2 »
— prófasti D. Halidórssyni . . . • 2 »
— sira E. Thorlacius 1 »
— — J. Thorlacius 1 »
— .— S. Jakobssyni 1 »
— — G. Ilálfdánarsyni .... 1 »
— — A. Ólafssyni 2 »
— — f>. Jónassen 2 »
— — H. þorsteinssyni .... 1 »
flyt 111 48