Þjóðólfur - 27.02.1867, Side 4

Þjóðólfur - 27.02.1867, Side 4
Hafnir, með þeirri ósk »til hreppstjórans þar (þá var þar hreppstjóri Ketill Ketilsson í Kotvogi) »að hann komi því áleiðis tii eigandans eina bæar- leið», »því það" (kveðst Árni hreppstjóri í bréfinu til prestsins, »sér finnist) »komi léttast á alla, að því væri komið bæ frá bæ«. Síra þorvaldr Böðvarsson gjörði eins og Árni hreppstjóri hans lagði hér fyrir, lagði sjálfr til einn mann en útvegaði annan hjá ekkjunni á Húsatóptum, og eptir það búið var að á þar fénu fulla 2 klukkutíma, lögðu þessir 2 menn og liinn 3. úr þorkötlustaðahverfinu sem fyr var getið, með það áleiðis suðr í Hafnir, eins og hreppstjórinn í Grindavík hafði Iagt fyrir. þeir komu með féð að Kotvogi í Höfnum, heimili hreppstjórans þar í hreppi Ketils Ketilssonar »hér umbilum miðaptan». Einar frá Húsatóptum varð fyrir svörunum, er Ketill hreppstjóri kom út til viðtals við þá rekstrarmennina, og kvaðst »vera hér kominn með sveitarómaga og eiga að af- henda« Hafnahreppstjóranum »frá hreppstjóranum í Grindavík«, en hann álíti það skyldu hans (Ket- ils hreppstjóra) að taka við honum og flytja hann til Gísla«. Ketill hreppstjóri spyr þá: »hver sá ómagi sé?«, og svaraði Einar, »að það væri fé Gísla á Býaskerjum, sem hann hafi rekið í óleyfl uppí Kn'sivík og sé með kláða, og Krísivíhrmenn hafi pví rekið það aptr til hreppstjórans í Grindavík og hann skipað að flytja það til Ketils« (hrepp- rtjórans í Höfnum, næsta hreppi). Ketill skipaði þá, »fara strax burtu með féð, og fyrirbauð því land og lóð«, en Einar sagðist »láta það verða þar eptir hvort sem það væri bannað eðr ekki, þarsem hreppstjóri hans« (Árni á f>orkötlustöðum) »hafi skipað að skilja það eptir«, en þá svaraði Ketill, að féð skyldí vera í þeirra ábyrgð og allt sem þar af kynni að leiða«. »það er ekki ( minni ábyrgð«, sagði Einar, »heidr í hreppstjórans sem sendi mig með féð«\ Að af loknu þessu samtali, vísaði Ketill hrepp- stjóri þeim fjárrekstrarmönnunum á fjárhús þar við bæ hans, þar sem féð skyldi byrgja inni, og var það þegar rekið inn, Einar sagði Katli, er liann spurði þess, að óhætt mundi og sakfaust, að byrgja féð inni nætrlángt, þar sem þeir hefði áð því tvívegis á leiðinni frá Stað og útí Hafnir. Að öðru leyti bar Ketill hreppstjóri sjálfr það fram innandóms 23. Júní 1865, »að hann áleit sér ekki 1) pessi vilraign þolrra rekstrarmanrianna og Ketils hrepp- stjóra kemr liér ortrött fram eptir framburbi hans fj-ilfs fjrir aukah&raísréttinum í Keflavík 23, Júní 1865. »einúngis heimilt að taka féð og láta það ínní »hús, heldr beinlínis shyldu, þegar féð var sagt nkláðugt, til að sporna við því að kláðinn útbrcidd- »ist í Höfnunum«. — En kvennmaðr einn er átti heima á Busthúsum næsta bæ við Býasker og ætl- aði heim til sín þá um kveldið, var stödd þarna í Kotvogi, er féð kom og var látið inn, og beiddi Ketill bana að koma boðum til Gísla á Býaskerj- um strax og hún kæmi heim, og segja honum: að fe hans hefði verið rekið uppá sig frá Grinda- vík, og verið látið inní hús, sökum þess að væri í því kláði<*. — Daginn eptir, 26. Júní kl. 1. e. m. (undir miðmunda) kom BjarniTómásson vinnumaðr Gísla á Býaskerjum að Iíotvogi til að sækja féð; »eptir hérumbil klukkutíma«, þ. e. kl. 2 afhenti þorleifr, vinnumaðr Iíetils, Bjarna þessum féð útúr húsinu, þarsem það hafði verið innibyrgt frá því kveldinu fyrir kl. 7—8, Og var þá búið að vera innibyrgt parna í húsinu fulla 17 — 18 klukkutimix sam- fleytt. þegar féð kom þarna útúr húsinu, var það »mikið forugt, því að heita var engi kind með sín- um.rétta 1 it«, — eptir skriflegri skýrslu frá Bjarna er segir jafnframt, að hann hafi borið þetta þá þeg- ar undir þorleif vinnumann Ketils og hafi þorleifr eigi getað borið á móti því að féð væri svona verkað og er hún þar að auki fram lögð fyrr hér- aðsréttinn, þarsem Ketill breppstjóri sjálfr var til staðar, og rengdi kann hana ekki að neinu. Bjarni Tómásson lagði síðan »strax af stað með féð og fór með það i hægðum sínum og hélt innmeð Ósabotnunum innundir svo kallaða Hun- ángsliellu«; þar kveðst hann hafa »orðið að gef- ast upp við rekstrinn uál.kl. 4«, en var þó nokkra stund yfir því þarna til að sjá hvernig það bæri sig til«, en þegar hann sá framá, »að það ætlaði að yfirgefa sig», »yfirgaf liann það nál. kl.6* um kveldið, en nokkrum kindum kom hann skamt utar, unz hann varð »að yfirgefa þær lika vegna óveðrs«. þarna um það svæði er Bjarni Tómásson yfir- gaf féð, fundust dauðar eða dóu 13 ær og 3Iömb en 15 lömbin móðurlaus komust á flækíng, og segir Gísli að 12 þeirra hafialdrei komið til skila. þaraðauki kvað Gísli sig vanta svartkrlkótta á tvílembda, er hafi verið rekin með hinu öðru fé sínu ofanúr Krísivík og allt að Húsatóptum, en hafi ekki verið hleypt út úr húsinu í Kotvogi með hinu fénu. þessari tölu kindanna, er Gísli kveðst hafa mist, varaldrei mótmælt af neinum hinna stefndu

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.