Þjóðólfur - 23.03.1867, Blaðsíða 4
og dugnaði viljað ef!a almenníngs heillir og hver-
vetna viljað koma fram til góðs, — að þvílíkir
menn skuli nú vilja verða til þess, að stofna vel-
ferð almenníngs í þann háska, er dregið getr eptir
sér ómetandi vandræði. En allir sjá, að einmitt
þessleiðis menn eru hættulegastir í þessu efni,
því sökum álits síns og hylli mega þeir sín meir
en aðrir, eins til þess, sem miðr fer, eins og til
hins góða og nytsama. Hverjar hvatir þeir hafa
til þessarar aðferðar sinnar, er ekki hægt að sjá,
þarsem hér er alls ekki að ræða um aðal-bjarg-
ræðisstofn þeirra. Hitt er hægra, að sýna fram á
það tjón, sem þeir gjöra bæði sjálfum sér og öðr-
um, með því að vilja ekki lóga hinum sjúka og
grunaða fjárstofni sínum, og fá síðan aðkeypt heil-
brigt fé. |>etta sést bezt, þegar aðgættr er mis-
munrinn á kostnaðinum við að kaupa hið heil-
brigða fé og ágóðanum af því þegar á hinu fyrsta
ári. Ef að búið væri að gjöreyða hið sjúka og
grunaða svæði að sumri, 20—22 vikur af, tel eg
mjög líklegt, að fást mundi keypt að hausti í hin-
um næstu kláðalausu héruðum bæði norðanlands
og hér sunnanlands allt að 6000 fjár (vetrgamalt),
og vil eg setja, að meðalverð verði á hverri kind
4 rd., og er það samtals .... 24,000rd.
fóðr á því að vetri, 1 rd. fyrir hverja
kind, er ............................ 6,000 —
kostnaðr alls 30,000 —
En ágóðinn af þessu fé næsta sumar á eptir, er
þessi:
1. Ull, 2 pund að meðaltali af hverri kind, og vil
eg reikna pundið á 36 sk. (þar eð nokkuð kann
• að verða mislitt, og ull kann að falla í verði),
ern .................................... 4,500rd.
2. Mjólk og smjör af hverri kind 14 fisk.
(fiskvirðið 12 sk.), eru............. 10,500 —
3. Lambundan hverri á, hvertá 9mörk, eru 9,000 —
ágóði alls 24000 —
Af þessu sést, að það vantar að eins 6000 rd.
eða 1 rd. af hverri kiud, til þess að ágóðinn
pegar á fyrsta ári, jafnist upp á móti kostnaðin-
um af að kaupa féð. Og þessi reikníngr minn
er ekki gripinn út úr lausu lopti, heldr er hann
bygðr á eigin reynslu minni, þegar eg hér um
árið skar niðr fjárstofn minn og keypti fé aptr;
og eptir minni reynslu er ágóðinn hér ef ekki of
lágt reiknaðr, þá alls ekki of hátt, að minsta kosti
ekki hvað lömbin snertir, og enda ekki ullin heldr,
að öllum líkindum. {>egar nú héraðauki ertekið
til greina verðið fyrir hið niðrskorna fé, þá sést
bezt, hvílíkt tjón þessir einstöku menn með þverúð
sinni baka sjálfum sér og öðrum, með því að vera
því til fyrirstöðu, að heilbrigðr fjárstofn fáist, og
útrýmt verði úr Iandinu þessum óheillagesti, sem
um helzt of mörg ár erbúinn að hafa hér viðnám.
Að endíngu vil eg bæta því við, að mér er
óhætt að fullyrða, að það er almenníngs vili hér i
sýslu, að rekstrarbannið haldist og engi sauðkind
fáist út úr sýslunni, svo lengi sem ekki er búið
að gjörhreinsa hin kláðasjúku og grunuðu héruð;
og eróskandi og vonandi, að sá sé vili allra þeirra,
er næstir standa til að selja eða láta af hendi
heilbrigt fé. RitlÆ í Janúar 1867.
KángvelHngr.
— f>ví hefir jafnan verið við brugðið, að Norð-
lendingar væri, öðrum Islendíngum fremr, frjáls-
iyndir og örir, og hefir svo sagt verið, að þeir
væri manna fúsastir til þess, að hlaupa undir bagga
með fátækum bróður sínum; og hefir Sunnlend-
íngum eigi allsjaldan verið brugðið um, að þeir
væri eptirbátar annara landa sinna í þyí efni. Vér
látum nú ósagt, hver sannindi liggi í þessari
sögusögn; en hins fáum vér eigi dulizt, að oss
finnst, að þessir góðu eiginlegleikar Norðlendínga
hafi lýst sér minna, en vér gætim átt von á, í
einu litlu atviki. Svo er mál með vexti, að fyrir
fám árum kom híngað til bæarins únglíngsmaðr
norðlenzkr, að nafni Kristján Jónsson, sem áðr
var orðinn kunnr af smá-kveðlingum nokkrum, er
sézt höfðu eptir hann í blöðunum; var það áform
hans, að leita sér menlunar við latfnuskólann í
Reykjavík, þareð hann virtist fremr laginn til
slíkra hluta, en annara; en hann var með öllu
félaus og átti enga þá vini eða vandamenn, er
gæti rétt honum hjálparhönd að nokkru ráði.
Reykvíkíngar tóku þessu mannvænlega úngmenni
vel, og hafa víst reynzt honum góðir drengir;
hirðum vér eigi að nefna einstaka menn, en það
er nóg að segja það, að því að eins mun Krist-
ján vera kominn það á leið, sem hann nú er
kominn, að hann hefir notið styrks góðra manna
í Reykjavík; — leiðin er löng, og »betr má, ef
duga skal!«. — Oss finnst, að Norðlendíngum,
einkum þeim er næstir eru átthögum úngmennis
þessa og hann hefir kynnzt að einhverju góðu,
ætti að renna blóðið til skyldunnar, og að þeir
ætti að styrkja þennan efnilega héraðsmann sinn,
sem þeim hefir hingað til dregizt úr hendi. —
f>að þurfa ekki heldr að verða rnikil fjár-útlát fyr-
ir hvern einn, ef menn verða samtaka, og yrði
það gefendum til sóma; — en hitt er sorglegt,