Þjóðólfur - 27.03.1867, Síða 2

Þjóðólfur - 27.03.1867, Síða 2
— 90 — meðal hinna 15 opinberu saka hefði verið 4 opin- ber lögreglumál, eitt var útaf ólöglegri brenni- vínssölu, úr Gullbríngusýslu, hið sama er dæmt var ómerkt í yflrdómi f. á., en hin 3 voru öil úr sömu sýslu og öll útaf óhlýðnis-afbrigðum frá al- mennum ráðstöfunum valdstjórnarinnar til þess að lækna fjárkláðann og uppræta hann. Af 11 saka- málunum voru 4, er eigi náðu fullnaðardómi íyfir- réttinum að þessu sinni; í 2 þeirra var héraðs- dómrinn dæmdr ómerkr (úr Snæfellsnessýslu og úr Gullbríngusýslu), en 2 var frá vísað (annað úr J>íngeyarsýslu, en hitt úr Isafjarðarsýslu, það er nú orðið 10 ára, síðan fyrst var höfðað og hefir fyr gengið bæði fyrir yfirrétt og hæstarétt, en var heimvísað frá hæstarétti 1860, til nákvæmari próf- unar og upplýsínga í héraði) — af því héraðs- dómurunum, hvorum fyrir sig, hafði láðst eptir að láta annaðhvort birta sjálfum sér áfrýunarstefnuna til æðra dóms eða að fráfalla birtíngunni. Hin 7 sakamálin voru þessa sakarefnis: eilt útaf því, að sá er kærðr var lenti í grunsemd um að hann \ hefði orðið bani annars manns með byssuskoti ; eitt var útaf illri meðferð á skepnum; eitt var út af þjófnaði í 4. sinn drýgðum (»Byssu-Björn« úr Yestmannaeyum); eitt var útaf innbrotsþjófnaði, (Jón Karelsson úr Gullbríngusýslu) en yfirétlr dæmdi einfaldan þjófnað (í 2 sinn); 1 var sauðaþjófnaðar mál (úr Húnavatnssýslu); 1 var útaf einföldum þjófn- aði (íngibjörg Torfadótlir úr ísafjarðarsýslu; hefir það málið Iegið á döfinni síðan 1857, og komið víst 2—3 fyrir yfirrétt, áðren það nú náði þarum síðir fullnaðardómi); og 1 útaf sifjaspellum (úr llángárvallasýslu), þar voru bæði, barnsfaðir og barnsmóðir dæmd líflaus, var það staðfest í yfir- dómi, og gengr svo mál það, að lögum, til hæsta- réttar. ÚTLENDAR FRÉTTIR. 1. Frá freltaritara vorutn í London dags. 4. Marz 1867. Sem betr fer, hefir allt til þessa fremr ræzt friðsamlega úr þeim spám, sem þér fenguð héðan i síðast liðnum Októbermánuði, þótt sumar þeirra sé enn ekki að fullu ráðnar. Stjórnarráð það, er komst hér að völdum í fyrra sumar, sitr enn, en óvíst þykir, hvað það mun lengi verða. þegar við þíngsetnínguna 5. Febr. var þess getið í ræðu drottníngarinnar, að frumvarp til nýrra kosníngar- laga mundi verða lagt fyrir þíngið, og svo hefir verið gjört, en frelsisvinum þykir þar lítið tiltekið um rífkun þeirra, en hinsvegar þykir þeim, er halda vilja hinum forna sið, of mikið gefið eptir, svo stjórnin er þannig komin í klípu og veit ekki hvað af skal ráða, þvi að hún þorir hvorigan flokk- inn að aðhyllast fullkomlega. þetta kosníngarmál er eitthvert hið mesta áhugamál Englendínga nú sem stendr, og hafa verið fjölmennir og tíðir mann- fundir um það efni. 3. Desember og ll.Febrúar voru hér þe^skonsr mannfundir, einkum handiðna- manna og verkamanna, því að það eru þeir sem einkum verða útundan eptir hinum gömlu kosn- íngarlögnm. Landeigendr, verksmiðjueigendr og námaeigendr ráða flestum sætum í þínginu, en allr þorri þjóðarinnar, sem ber hærri álögur og skatta að tiltölu, en hinir flokkarnir, hefir ekkert atkvæði. Fyrir því segja blaðamenn hér, að parlamentlð se ekki fulltrúaþíng hinnar enskn þjóðar, heldr enskra penínga. En iðnaðarmenn vilja sýna hinum stjórn- ándi stéttum, með því að fjölmenna semmestþessa mannfundi, að til sé og annað afl meðal þjóðar- innar en peningar. Eg sá mannfundinn 3. Des- ember. |>eir sem tóku þátt i honum voru hérum bil 25,000; þeir fylktu sér átilteknum stað í bæn- nm, og gengu síðan í fylkíngu með merkjum og básúnum til fundarins; þetta er hér kallað »de- monstrationu. Á merkjum þessum voru ýmislegai’ yfirskriptir t. a. m. »Lifi frelsisvinim. »Lýðrinn skal fá atkvæði með einhverju móti«, og fleira þess konar. Miklu fieiri vorn áhorfendrnir, lieldr en þeir, sem tóku þátt í fundinum, svo manngrúinn varð fjarskalegr, en mig furðaði mest á, hversu reglulega og stillilega allt fór fram, og voru þó sjálfsagt margir misyndismenn í hópnum, sem sjaldan láta sig vanta við slík tækifæri, til þess að ransaka vasa náúngans; en þó vnr furðulítið af því þennadag, og rákn iðnaðarmenn fallega af séi' það ámæli hinna æðri stétta, að þeir væri óstýri- látir og ofstopafullir fyllihundar, engu betri en villi- dýr. Mörgum varð því léttara um hjartaræturnar, er þessi dagr var úti, því margir bjuggust viö róst- um og ránum eða öðru enn verra. þegar til fund- arstaðarins kom, voru haldnar ræður þess efnis, að menn skyldi halda fram kröfum sínum með sem mestu þreki og alvöru, og eigi létta fyren þeim yrði frarngengt. Eg hefi sett þetta hér eins og lítið sýnishorn af því, hvernig þessir mannfundir eru. En að því er málefnið sjálft snertir, þá er vonandi að það fái bráðum heppileg afdrif, hvort sem þetta stjórnarráð, sem nú er, heldr sæti eðr ekki. IJinir ákafari blaðamenn segja: gjöri þingið, hvað það vill, vili það ekki gefa oss rött vorn, þá %

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.