Þjóðólfur - 27.03.1867, Síða 3

Þjóðólfur - 27.03.1867, Síða 3
91 tökum vúr liann sjálfir. En ólíklegt er, að til þess komi. Stephens I'eníuliöfðíngi liafði lieitið því fiokks- mönnum sínum í Arneríku í sumar, er leið, að hann skvlcli hal’a hafið uppreist í Irlandi fvrir bvrj- un ársins 1867. Voru því hafðir nægir hermenn til taks í írlandi um árslokin, með því og að spurð- ist frá Ameríku, að Stepliens vueri horfinn þaðan, og vissi engi, hvar liann væri. J>ó var allt kyrt þar lil fyrir hálfuin mánuði, þá gaus upp Fenía- upphlaup á einum stað á útkjálkum Irlands, eri þó kvað eigi mikið að því; upphlaupsmenn voru tæpir 100 að tölu, og eru uú flestir af þeim teknir; margir aðrir hafa og verið heptir, þeir er sannir liafa orðið að því að vera í vitorði og liðsinni með Feníum, og hefir þetta uppþot leilt til þess, að Ilabeas Corpus lögin verða numin úr gildi um hrið á írlandi. Samt seni áðr þykir ekki vera nein sérleg óltavon af Feníum. Vetrinn var hér blíðr og góðr til nýárs, og sást ekki snjór, en um fyrra hluta Janúarmá'naðar Rom hér snjór og frost miklu meira en venja er til, og fanst mér þá engu hlýrra hér en á Is- landi; og þótt þetta kast varaði ekki lengr en liálf- an mánuð, lá við mestu vandræðum; járnbrautir teptusl og fréttaþræðir slitnuðu, vagnar gengu hér fáir eða engir um strætin, og er þá ekki auðtinn- ið að fara hér um víða í bæ, sem er meira en þingmannaleið að timmáli, þvi að Englendíngum datt ekki í hug að moka snjónum burtu, fyren viku eptir að hann kom, og þó ekki þá alstaðar. [>að liefði ekki þótt framtakssemi af bæarstjórn- inni í Hvík. í Febrúar hefir verið sumarveðr og hiti; blöð voru farin að sprínga út, en nú eru uustan landnorðan næðingar, og er hætt við, að þau deyi út aptr. þessi vetr liefir verið mikill slysavetr hér á Englandi. [>ar er fyrst að telja hinn mikla náma- brtina; í Desembermánuði kviknaði í stórum kola- námum norðantil á Englandi, og fórust þar aOO manns. Annað var, að kviknaði í Krystalhöllinni miklu og brann mikill hluti hennar; einkum þótti skaði að ýmsum dýruin og plöntum úr hinum heitu löndum, er ekki verðr auðið að fá ’svo fljótt aptr og sumt, ef til vill aldrei. þelta var því hrapar- legra, sem fjöldi slökkvivéla, er kallast eldeyðendr, (tíre annihilators) var í höllinni, en engi var nær- staddr, er kunni að beita þeim. Ilér í Londou urðu og í Janúar einhverjar hinar hraparlegustu slysfarir, sem hugsazt geta. Svo er ástalt, aðliér í útnorðanverðri London er skemtigarðr, er heitir Regents’ Park; hann er á að geta, hálfa milu danska að umrnáli; í lionum er vatn lángt og mjólt; það er leitt þángað um lángan veg; þar sem það er breiðast, er það tæplega eins breitt og tjörnin í lVvík og naumlega eins djúpt. Á þessu vatni fara menn á sumrin á skemtibátum, og þegar ísalög eru, er þar hin mesta skautaferð. Svo var og i vetr, að fjöldi manna þyrptist út á ísinn, áðren hann væri hundheldr, sem menn kalla. Einn góðan veðrdag, þá er frostið hafði verið nokkra daga, voru mörg hundruð manna á skautum á vatn- inu; eg kom útí garðinn þenna sama dag, og sá eg, að ísinn var alls eigi tryggr; hann var lílið meira en einhöggr; á áliðnum degi voru drengir tveir að reyna sig, hvor þeirra þyrði að fara lengra útá ísinn, þar sem liann væri veikastr þartil báðir töru niðr; þé þusti manngrúinn þegar að til að vita, hvað um væri að vera, við það brast ísinu og nokkur hundruð manns fóru niðrí. það var voðaleg sjón að sjá, eigi einúngis þá, sem voru í lífsháskanum, heldr og þann grúa af ættíngjum þeirra og vinum og öðrum áborfendum, semstóðu á bakkanum og gátu ekki að gjört. Hátum varð ekki fljótt við komið vegna íssins, og þó meun væri syudir, þá voru það margir, er urðu innundir ísnum, og kaldsætt var í vatninu í 7—8° frosti. Strengr lá yfiruin þveran ísinn áðren liann brotn- aði, og hefði hann mátt verða að miklu liði, en þegar til átti að taka, þá reyndist hann fúinn, svo iiann slitnaði. Og þótt mörg þúsund manna væri á bökkunum, og vatnið ekki breiðara en frákirkj- unni og útí hólmann í tjörninni (í Rvík), þá fór- ust þó þarna 40 manns. Að vísu varð mörgum bjargað, en mér sýndist eins og það færi allt í handaskolum; hér mátti segja, að »margr druknar nærri landi«. þegar Frakkland er nefnt, er um ekkert tíð- ræðara en urn hina miklu sýníngu í París, sem á að opna 1. Apríl, og falla flest önnur mál í gleymsku fyrir henni, enda virðist sem hugr Frakka almennt hnegist nú fremr að verzlun og innanlandshag- sæld, að dæmi Englendínga, heldren að óróa og róstum eðr hernaðarfrægð; og styðr keisarinn að því af alefli. [>að þykja' öllum gleðifregnir, að nú er upp- runninn sá dagr fyrir Úngverjum, að þeir hafa fengið frelsi það, er þeir lengi hafa sókzt eptir, og hafa þeir nú stjórn sér og eru þannig fremr bandamenn en þegnar Austrríkis. Eigna menn þessa tilhliðrun Austrríkiskeisara vitrlegum tillög- um ráðgjafa hans, Barons lleusts. Úngveriar

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.