Þjóðólfur - 27.03.1867, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.03.1867, Blaðsíða 4
kunna sér ekki læti fyrir fögnuði yfir þessum um- skiptum, og hefir það í sumum smábæum brotið út í Gyðínga ofsókn; þeir eru þar mjög óvinsæiir. En eigi er alt búið fyrir Austrríki fyrir þvi, því að hinir þýzku þegnar keisarans láta illa yfir að- skilnaði Úngaralands, og þó, ef til vill enn verr yfir aðskilnaði sjálfra þeirra frá bræðrum sínum, það er norðr-þýzkalandssambandinu. I norðr þýzkalandi horfir alt lil friðar og ein- drægni; Prússland þykir fara vel með valdi sínu, og hinn 23. Febr. var þjóðþíng norðr þýzkalands sett, með hinni mestu viðhöfn. Gat konúngrþess í þíngsetníngarræðu sinni, að þetta væri einhver hinn markverðasti atburðr í sögu þýzkalands, og minnti liann þíngmenn á, að nota vel þetta tæki- færi, til að leggja grundvöllinn til þessarar árið- andi byggíngar, hins þýzka sambands. Hann gat þess og, að sá væri tilgángr þessa sambands, að efia heill þjóðverja innbyrðis, og að vera máttkari mót árásum, en als eigi sá að ásælast aðrar þjóðir. Krítaruppreistin er enn eigi sefuð, og enginn veit, hvað úr henni ætlar að verða. Krítarmenn heimta stöðugt að mega sameinast Grikklandi. I bardögum þeirra fara Tyrkir jafnan halloka, en þó geta eigi orðið mikil umskipti meðan eigi skerast fieiri í leikinn. Menn búast við á hverri stundu að heyra, að Grikkir hafi gripið til vopna á móti Tyrkjum og með þeim þeir þegnar Tyrkja, sem kristnir eru, og verða þá, ef til vill, fleiri tiðindi. þe6s er helzt getið um Rússa, að þeir eru nú búnir að gjöra alvöru úr að útrýma hinu pólska þjóðerni í Póllandi, og þar með að snúa þeim Pólverjum, sem eru páfatrúar til grísk-kaþólskrar- trúar; líkist aðferð þeirra nokkuð kristniboði Ólaf- anna í Noregi forðum. Ef bóndi einhver ætlar að fáta skíra barn sitt eptir rómversk-kaþólskum sið, þá er hann sektaðr 30 rúblum, en sá er viljugr vill láta skíra barn sitt eptir grískum sið fær 15 rúbltir. Allir embættismenn og þeir sem eru í þjónustu stjórnarinnar eru vægðarlaust reknir frá, án nokkurs endrgjalds, ef þeir eigi vilja aðhyllast hina grísku kirkju; eignir hinnar kaþólsku kirkju, og prestarnir eru reknir í útlegð. Hershöfðingi einn, er settr var til að sjá um, að einum söfn- uði væri snitið til grískrar trúar, lýsir því á þenna hátt: Fjölmennr söfnuðr kaþólskra manna var samankomin í kirkjunni; var þá slegið um hana hergarði. Síðan fór grísktrúaðr prestr inn með kaleik í hendinni og fylgdi lionum hermaðr vopn- aðr. Síðan bar prestrinn kaleikinn að hverjum einum, og bað þá bergja á. En ef einhver vildí ekki láta opinn munninn, þá opnaði hermaðrinn hann með byssustíng sínum, og prestrinn helti ofan í liann. í Vestrheimi er harðr aðgángr mitli Johnsons forseta og þíngsins; hann hefir lagt bann fyrir hvert lagaboðið á fætr öðru, en þíngið hefir þá haft það fram með svo miklum atkvæðafjölda, sem nægir til að ónýta bann forseta. það hefir verið borið upp í þínginu að hefja sök á hendr forseta fyrir vanbrúkun valds síns, og hefir góðr rómr verið gjörðr að því; En það eina þykir mótstöðu- mönnum hans vera því til fyrirstöðu, að ef for- setinn yrði þegar ákærðr, og hann yrði sekr, þá mundi þjóðin þegar velja Grant hershöfðíngja. En þeir vilja víkja forseta frá og setja einhvern úr sínum fiokki, þar til regluleg kosníng framfari, og þýkjast þeir þá vissari ,um að geta ráðið kjörinu. En hvernig sem svo það fer, þá segja allir, að Johnson se meiri þverhöfði en svo, að hann muni undandraga til lengdar. II. Frá frettaritara vorum í Khöfn dags. 28. Febr. 1867. Nú væri margt að skrifa, ef tóm væri til, um tíðindi bæði fjær og nær; til þess að það verði ekki aptr úr sem sízt skyldi þá er mér bezt að byrja á því sem oss er nákomnast, og það er ís- lands mál, sem hér hafa borið á góma, fyrir skemstu á þíngi Dana; fyr í vetr barst það í tal, af tilviljun, að ekki væri sem bezt hljóð í íslend- íngum og þóttist dómsmálastjórnin gánga að því vísu, að Islendíngar mundu fara ofan af frekju sinni, þar eð æði margir hefði verið því sinnandi á síðasta þíngi, að fá fjárhagsþjarkið leitt til lykta með þeim kostum sem þá voru boðnir, svo göf- ugir sem þeir voru. Svo að þér minnahluta menn- irnir, sem eg vona ávallt »berið hlut verra«, svo sem varð á síðasta þingi, hafið þó öðlast það yðr til ágætis, að Danir treysta yðr til þess, að nú sé þeim óhætt að koma með ný boð, sem eigi sé öllu ríflegri en hin er þeir buðu í liitt eð fyrra. Eptir nýár kom til umræðu, er rædd voru fjárhagslög Dana, tillagið (svo nefnt) til íslands, og þótti þa Sponneck Íslendíngar heimtufrekir og taldi þá eigi réttháa; kvað slíkum það hentast, að þeim væri sýnt í tvo heima; margir urðu til að andæpa honum, og einna harðast Barfod, gamall fræðimaðr og hefir [hneigzt að Grundtvig biskupi, er margir munu hafa heyrt nefndan; og fylgdi hann nú í því meistara sínum, að vera oss íslend-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.