Þjóðólfur - 27.03.1867, Blaðsíða 5
ingum heldr orðum sinnandi; kvað hann slíkt ó-
drengilega mælt af Sponneck, og kvaðst mundu
greiða atkvæði móti lækkun á launum biskupsins
á íslandi, sem liann annars eigi hefði gjört, ef
hann hefði eigi séð einráðinn hug Sponnecks til
ódrengskapar. Fám dögum síðar stóð í einu af
dönsku blöðunum er »Dagstelegrafeu« heitir stutt
grein og laggóð, og er þetta mergrinn málsins:
Viti menn, lengi hefir Sponneck viljað vera harð-
ráðr. Hann gjörðist harðráðr við hertogadæmin —
farin eru þau; hann gerðist harðráðr hér innan-
lands, eigi varð honum hér vært; til Grikklands
fór hann og vildi gjörast harðráðr; flæmdr var
hann þaðan; nú vill hann telja menn á að brúka
harðræði við samþegna vora lslendínga, en von-
andi er, að menn þykist hafa fullreynt hvað harð-
ræði hans heflr gefizt vel, og fari sér nú gætilega
Við þessa fjárhagsumræðu hét dómsmálastjórnin
því, að leggja fyrir alþíng að sumri þau boð er
hún gæti framast boðið, en þau verða varla mjög
rífleg, af því þeir þykjast mega treysía því, að
margir muni verða til þess að taka boðum skap-
legum, að þeim fmnst, þar sem nokkrir urðu til
þess í hitt eð fyrra að vilja líta við boðnm, sem
Dönum sjálfum þóttu skammarleg.
Til þess stóð, ef að vanda færi, að norski há-
skólinn biði til stúdenta fundar af norðrlöndum að
sumri komandi, en það ferst fyrir í þetta sinn;
bregða Norðmenn því við, að þeir hafi þókzt geta
skilið á Skandinövum hér í Danmörku, að það
mundi eigi sem hagfeldast að hafa stúdenta fund
í sumur; en hitt mun ekki síðr, að þeir sjá litla
ástúð sýnda af hendi frænda sinna í tilraunum þeim
sem þeir gera til þess, að halda uppi þjóðerni
sínu og norrænni tungu ; nú er víst um það, að
vér Íslendíngar getum sagt um túnguna: ólíkr þór
mínum J»ór, en þó er ekki þess að dyljast, að
miklum mun er hin nýa tunga Norðmanna oss Is-
lendíngum eiginlegri en hver önnur útlend túnga,
og getr enn orðið, ef vel er ábaldið, vorri túngu
líkari heldren orðið er, og ættim vér Íslendíngar
því að árna henni þess að hún megi vaxa og vel
dafna, svo sem eg sé að einn íslenzkr bóndi'hefir
gjört, er skrifað hefir bréf til »Ferðamannen«, en
það er blað, er kemr út í Rjörgvin, og er skrifað
á þessa nýu norrænu.
Um önnur tíðindi get eg fljótt yfirfarið, þar
sem Skírnir kemr innan skamms með þau greini-
leg. Hundlyrkinn á í miklu basli, hann hefir enn
eigi getað sefað uppreistina á Krítey, en mcð því
lj pab er S. tiíudi í Vigri (SmnartÚii Sumarlibason).
aldrei er ein bára stök, þegar ólán hefst, þá hafa
aðrir í hans ríki ángrað hann á líkan liátt. Serbar
hafa krafizt þess, að Tyrkir dragi setulið eitt úr
borgum þeim er þeir áðr hafa mátt leggja setulið
í. þetta hafa þeir orðið að veita fyrir tillögur
Austrríkismanna, Englendínga ogFrakka, sem ráða
Tyrkjum til þess að mvkja sig svo, sem mest geta
þeir., við þegna sína kristna og lýðlönd. Nýi ut-
anríkisráðgjafinn Austrrikismanna hefir gert mörg
nýrnæli á stjórn ; hann hefir unnt Ungverjum lög-
legs réttar síns, enda eru þeir nú taldír megin
stólpi Austrríkis; en ver ætla menn að honum
niuni vinnast að búa svo um bnútana í vestrhluta
rikisins að allir sé þar sáttir; þar er rígr mikill
milli þjóðverja og slafnesku þjóðflokkanna, sem
menn ætla að á fátt muni sáttir annað en það,
að Úngverjum hafi verið sýndr mikils til mikill
sómi. Um miðjan þenna mánuð voru þeir að kjósa
fulltrúa til þíngsins norðr-þjóðverjar. Yar þíngið
sett í Berlín 24. Febr. og mikið viðhaft. Slésvíkr-
hertogadæmi var skipt í 4 kjördæmi, eplir því sem
allir sögðu, svo óhaganlega Dönurn sem unnt var,
eigi að síðr gátu þó Danir ráðið kosníngu í tveirn
kjördæmunum, hvort sem þeim nú verðr það til
nokkurs eða eigi neins, upp á það, hvort Prússar
láti rakna nokkuð af Slésvík við Dani; reyndar eru
skýlaus orð friðarsamníngsins, er skyldar þá til þess,
en menn eru mjög hræddir um að þeir muni
þumba það fram afsör; þó er aldrei að vita, nema
þeir geri það fyrir sálu sinni, að vera einu sinni
vandaðir við volaða.
í Frakklandi þóttist keisarinn í vetr heldren
ekki gera rausnar bragð, gaf mönntim í löggjafar-
þínginu leyfi til þess að gera fyrirspurn til ráð-
gjafanna, og verða þeir sjálfir að svara fyrir sig;
og hitt annað, að eigi má nú sem fyr fara svo
með dagblöð, að gefa þeim fyrst áminníngu og
síðan ef þeir skipuðust ekki við, banna þeim að
koma út skemmri eða lengri stund, án dóms og
laga, riú má eigi banna hlöðin nema dómr falli
á þau.
(Aðsent frá Englandi).
Til ritstjóaa þjóðólfs.
Mér þóltu ill tiðindi, er eg heyrði, hve ó-
heppilega tókst með fjárkanpin Englendíngaí haust.
En þó væri það enn óheppilegra, ef landar vorir
ætlaði, að það væri í nokkru að kenna þeim lönd-
um vormn hér, sem meðalgaungumenn voru. Og
með því eg cr í engu viðriðinn þetta mál, en er
þó kunnugt tim, hvernig það fór hér, þá finstmér