Þjóðólfur - 25.05.1867, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 25.05.1867, Blaðsíða 7
— 123 — eptir sem oss þótti, slæm vist, og fjarska dýrt, bæði matrinn og farið; leigðum við oss þá stað í annari káhyttu en ekki í þeirri fyrstu, til að spara penínga, sem mest við gátum. I’erðin til Cjörg- vinar frá Ilull varaði ekki fulla 3 sólarhrínga, og kostaði hún þó hvern af oss rúma 30 rd. 24. Á- gúst einni stundu fyrir miðjan morgun, komum \ér til Björgvínar. Frá Norvegi. Fyrsta daginn, sem vér vorum í Björgvín, notuðum vér til að útvega oss húsnæði Sunnlend- íngarnir þrír og eg, en Sumarliði var kominn þángað 14 dögum fyrri, því að hann fór einni gufuskipsferð á undan oss frá íslandi og styrkti hann að því, að fá gott og kostnaðarminnst húsnæði handa oss, og vorum við hjá sama húsbónda all- ir 4. allan þann tíma, sem við vorum í Björgvín; leigðum vjer oss þar 3 herbergi, 2 til að sofa í, og eitt til að borða í; því við höfðum bæði hús og mat á sama stað, og hittum vér á ágæta hús- bændr. Fyrir hús og mat urðum vér að borga á dag hver um sig nálægt 1 rd. 24 sk. í dönskum pen- íngum, og þótti það þarsérlega ódýrt; auk þessa urðu menn að hafa ýmsan smákostnað sem hér verðr ekki getið t. d. þvotta, og fleira. SYNÍNGIN framfór í afarmiklu steinhúsi þrí- loptuðu, og er það reist í kross. J>etta hús var ætlað fyrir forngripasafn, sem átli að flytjast þáng- að, þegar sýníngin væri úti. Húsið er á annan veginn að utan nálægt 150 álnum, en á annan veginn nokkru minna. Á Sýnínginni, var svo til- hagað, að hver þjóð hafði herbergi út af fyrir sig fyrir sín veiðarfæri, svo menn gátu séð í heild sinni hverrar þjóðar veiðarfæri, er send voru á Sýnínguna, ásamt mörgu um fiski verkun, og fleira þar að lútandi, sem eg vil nú í sem fæstum orð- um nefna. 1. Spendýr, sem í sjó lifa, voru þar að minni ætiun öll eða flest úttroðin. Allt selakyn, sem hér er við land, bæði farselakyn og látrselakyn, á- samt kópum þeirra; einúngis ætlaði eg að vant- aði hrínganóruselinn, sem vér köllum, og eg hefi ætíð haldið að væri kyn út af fyrir sig, og eitl hið smærsta kynferði af selatægi. J>ar var og úttroð- inn rostúngr; var það að eins úngi ekki hálfvax- inn. Beinagrindr voru þar og af hvölum smáum og höfrúngum, að eins ein beina grind var 56 fóta löng, og var hún fest upp undir loptið á einu herbergi hússins. 2. Fiskar hinir stærri últroðnir, og hinir smærri lagðir i vínanda, var allmikið til afþeim. þar var rúmlega hálfvaxinn hákall. Öll þau fiskakyn, er eg hafði séð, voru þar, og mjög mörg kynferði, er eg hafði aldrei séð fyrri; því að fiskakynferði eru víst lángtum fleiri við Norveg, en við ísland, sem almennt veiðist, einúngis saknaði eg þar gráslepp- unnar og rauðmagans, sem hvorugt var þar; eru hrognkelsi varla þekt í Norvegi nema ef vera skyldi mjög norðarlega, og hvergi er hrognkelsaveiði við Norveg, og ekki þekt neitt til hennar. Af fiska- kyni var nálægt 25 kynferði úttroðin, en það, sem var lagt í vínanda var víst 90 kynferði, og var það, sem lagt var í vínandann, í hvítum glerílátum; var nær því eigi auðið að átta sig á þeim eða þekkja þau fiskakyn öll og nöfn á þeim, nema á löngum tíma og með yfirlegu, og hefði þó verið allfróðlcgt að þekkja slíkt. (Framh. síðar). — Frakkneskt flskiskip frá Dunkerque, skonnertan Amiral L’ Hermite, skipstjðri Druel, er átti líka skipib og gerbi þat) lít, sigldi á grunn og strandabi á „steinriflnu" rétt fyr- ir utan (austr af) Vestmannaeyahrifnina 30. f. mán.; allri skipshiifninni, 20 manns, var bjargaí) fyrir góta tilhlutun sj'slnmarms og ótrautloik og snarrætíi Ej’abúa, því ofsa vetr var og sem uæst ófært. Greinileg skýrsla um atvikin vib strand þetta og björgunar aþfarirnar, eptir sýslumann sjálf- an, kemr í næsta blatli. Annat) frakkneskt flskiskip: ,Aigle“ skipst. Le Cerf hlevpti þar inn 1. páskadag, yflrkomit) af iekum og annari bilun, er eigi varí) úr bætt, svo aí) skip- stjóri gaf þab upp eins og strandrek. — Prestvígþir 12. þ. m. í dómkirkjnnni af hrabiskupi Dr. Petri Pöturssyni kandidatarnir: Matthias Jóchnmsson til Kjalaruesþínga, Jons Vigfússon Hjaltalín til Skeggja- staþa í Norþrmúlasýslu og Tómas Björnsson til Hvaun- eyrar í Sigiuflrtii. — Sira Gutimundr Vigfússon á Meistat) er af biskupi settr, frá þ. á. fardögum, til at) gegna prófastsembætti í S t ra n dasý siu. AUGLÝSÍNGAR. — Með næstu póstskipsferð á eg von á að hið enska biflíufelag sendi mér nokkuð af hinni íslenzku Bifliu sem félagið cr nýbúið að gefa út á sinn kostnað með endrskoðaðri útleggíngu. Pessi Biflía í sterltu og vönduðu sTiinnbandi með ágcetu latínuletri kostar að eins tvo ríkisdali, og mun það naum- ast nema andvirði bandsins. í þessari Biflíu eru þó ekki hinar svo kölluðu apokrýphisku bækr, sem þetta félag aldrei lætr prenta. Síðan 1863 hefir hið enska Biflíufélag tvisvar gefið út hið íslenzka Nýa Testamenti með Davíðs Sálmum, og selt það með gjafverði eins og allir vita og nú hefir það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.