Þjóðólfur - 24.06.1867, Síða 2
smáeyðast og frjálslegri skoðanir eru að ryðja sár
til rúms í flestum greinum. |>ar til má telja, að
upp á því var stúngið íumræðunum um kosníngar-
lögin, að gefa konum kosníngarrétt, og urðu 72
atkv. með en hérumbil 140 á inóti; og þykir víst,
að fleiri muni styðja það á næsta þíngi, þarsem
þó svo margir voru því meðmæltir, er það var
borið upp í fyrsta sinn. það er að vísu satt, að
stjórnarfyrirkomulag Englands hefir um lángan
aldr verið frjálslegra enn flestra annara ríkja, en
þó er margt það fyrirkomulag enn hér, sem oss
mundi jafnvel þykja óþolandi, og það er sannar-
lega lángt frá, að allir haíi hér jafnrétti. En svo
virðist sem allt miði lil þess, að allt þetta sé á
hraðri ferð til batnaðar.
Alltaf er að smákrymta í Feníum bæði á ír-
landi og einkum í Vestrheimi; en þó lítr ekki út
fyrir að mikið verði úr þeirra aðgjörðum allrasízt
á írlandi. Forsprakkar upphlaupsins í vetr voru
dæmdir til dauða á dögunum; en öll blöð bæði á
Englandi og Irlandi risu upp á móti því, að þeir
væri ráðnir af dögum, og kváðu það bæði vera ó-
mannlegt og líkara Rússum en Englendíngum; í
annan stað væri það eitthvert hið mesta axarskapt,
því að engi betri vegr væri til að gjöra upphlaups-
menn þessa að dýrðlíngum en að lifláta þá. Ureytti
því drottníngin dóminum svo, að þeir skyldi vera
i varðhaldi æfilángt.
Altt fór vel og friðsamlega fram á Lundúna-
fundinum og urðu menn þar vel sáltir. Sú varð
niðrstaðan, að hertogadæmið Luxemburg skal vera
óháð öllum öðrum ríkjum. Austrríki, Frakkland,
England, Prússland og Rússland ábyrgjast, að
sjálfsforræði þessa hertogadæmis verði ekki skert
‘af neinu öðru ríki. Prússar takaburtu setulið sitt
og vígið rifið niðr, og skulu framvegis engin vígi
eðr víggirtir staðir vera í hertogadæminu.
En allt fyrir þetta, þá þykir óvíst, hvort friðr-
inn muni verða lánggæðr, og þykir mest undir
komið, hvernig þessum landráðendum talast til,
er þeir koma saman í París. Rússakeisari og
Prússakonúngr eru nú komnir þángað, og svo er
von á Tyrkjasoldáni seint í þessum mánuði; hans
er og von híngað til Lundúna. J>ykir þetta hin
mesta nýlunda, því að ekki hafa Múhamedanskir
höfðingjar verið hversdagsgestir hér í vestrhluta
Norðrálfunnar. Iíoma llússakeisara til Parísar-
borgar hefir ekki orðið svo þægileg, sem hann
hefði mátt á kjósa, því að víða, þarsem hann hefir
farið um bæinn, hafa mætt honum flokkar manna,
er hafa hrópað : Lifi Pólínaland! svo hann heílr
ekki komizt áfram leiðar sinnar. En þó varð
meiri alvara úr þessu á fimtudaginn var. Frakka-
keisari, Rússakeisari og 2 synir hans óku í ein-
um vagni frá herskoðuninni í Boulogne skóginum.
þegar minnst varði hljóp unglíngsmaðr um tvítugt
fram að keisaravagninum og hleypti af smábyssu;
kúlan særði hestinn undir hirðmanni þeim, er reið
við hliðina á keisaravagninum, og kom hinumegin
við vagninn, en hvorugan keisarann sakaði. í
sömu svipan sprakk hilt hlaupið á byssunni og
særði flugumanninn sjálfan. Maðr þessi heitir
IJeregouski, og er ættaðr frá Volhynía. Ættmenn
hans liöfðu átt einhvern þátt í hinni síðustu upp-
reist á Pólínalandi og verið líflátnir. Yerkið mæl-
ist mjög illa fyrir, einkum þar sem Rússakeisari
hefir nýlega gefið upp sakir öllum þeím, er tóku
þátt í hinni síðustu uppreist; allar lögsóknir gegn
þeim skulu hætta, og engar nýar sakir höfðaðar;
þeir skulu allir eiga frjálst að hverfa heim aptr,
er hafa hegðað sér vel í útlegðinni.
Iírítaruppreistin er enn óbæld og Kríteyíngar
fá daglegan styrk frá Grikkjum og víðar bæði í
mönnurn, vopnum og vistum, svo Tyrkir fá ekki
aðgjört. J>að er því í mæli, að Frakktand og Ilúss-
land liafi stúngið npp á því við hin stórveldin, að
rita sameiginlega Tyrkjasoldúni og rúða honum til
að gjöra vopnahlé við Kríteyínga, og síðan að
leyfa þeim að úrskurða með almennri atkvæða-
greiðslu, hvort þeir vili lengr vera undir yfirráð-
um Tyrkja eðr eigi, og skuli sú atkvæðagreiðsra
fram fara undir umsjón erindsreka síórveldanna.
En ekki er víst, hvað úr þessu verðr enn.
I allan vetr hefir verið hin grimmasta barátta
í Mexico millum Juarez og hans flokks öðru meg-
in, en Maximilians og hans manna öðru megin.
Ilefir þar eigi skort grimmdarverk einkum af hendi
Juarez manna, og hafa þeir vægðarlaust skotið
niðr þá sem þeir hafa hertekið af mönnum Maxi-
milians, og í vikunni sem leið fréttist, að Maxi-
milian væri hertekinn og mundi hann þegar vera
líflátinn eðr dæmdr til lífláts; en sannar sögur
vantar um, hvað satt er um líflát Maximilians, en
hitt þykir sannfrétt, að hann sé hertekinn. Blöð
bæði hér og annarstaðar fara hörðum orðum um
grimmdarræði Juarez, en hverjuin er að kenna,
nema þeim Norðrálfu þjóðum, er blönduðu sér í
óeirðir þar innanlands gegn vilja flestra lands-
manna. J»ykir Napóleon hafa farizt þar heimsku-
lega og lítihnannlega, er hann fyrst ginnti Maxi-
milian til þessarar fólskufarar, og lét hann siðan
hjálparlausan.