Þjóðólfur - 30.10.1867, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.10.1867, Blaðsíða 2
190 — bátrinn hélt á meðan kyrru fyrir. Hinir svo kölluðu skemtibátar sigldu því nær eins vel. 1. Siglíngin á hafnsögubátunum var þannig: þeir voru að sjá svipaðir þiljubátum að lögun, með einu stórsegli, og tveimr framseglum á bugspjót- inu, og á þeim bátum, sem voru með tveimr siglutrjám, voru 2 aptrseglin. 2. Skemtibátarnir voru með einu siglutré með einu aptursegli og tveimr framseglum, og með gaífal. 3. |>á var svo kölluð Lokkertusiglíng; það eru bátar með tveimr seglum, kjöllángir, en lota stutt- ir, breiðir í laginu, sumir með einum skakka fram- an. Seglin eru dregin upp með dragreipi, sem gengr í gegnum siglutréð, og gengr á hjóli, en rakkinn er yfir um siglutréð, og er í hann fest bæði seglráin og dragreipið; rá er í seglinu að ofan, Og er hér um naumr þriðjungr til kuls af seglinu, en rúmir tveir þriðjúngar gánga á hlé- borða; gengr seglið þétt upp með siglutrénu; skautið á kulborða er hnýtt niður á þeim stað, er bezt þykir henta, en á hléborða er skautið haft svo framarlega, sem þurfa þykir. þessir bátar sigldu ágætlega vel. 4. I>á voru skckturnar, einmilt með sömu lög- un,-og sama seglasniði og tilhögun, eins og hér á landi, þar sem skektur eru hafðar til sjóróðra. 5. þá var spritsiglíngin; er hún og góð, með sömu högun og tilfæríngum, og þar sem hún er höfð hér á landi. 6. þá eru hinir svo sölluðu sunnlenzku bátar, þeir eru allmjög svipaðir i laginu bátum á suðr- landi, en líta út fyrir að vera nokkru stöðugri; þeir eru með einni siglu og einu segli þannig, að skautaburðr er á seglinu að neðan; er það hnýtt i röng til kuls, og skaufið gjört undir til hlés; seglið er dregið upp á dragreipi á rá; er réttr þriðjúngr til kuis af ránni við siglutréð, og þriðj- úngr á hléborða; verðr því megnið af seglinu á hléborða; því á vindborða frá neðri jaðri er seglið mjög dregið að sér upp að ráarendanum. þessir bátar gátu siglt mjög nærri vindi, og í flatvindi því nær eins nærri og þeir bátar, er næst vindi sigldu; en vegna þess að þeir gátu eigi stagvent, en fella varð og bera um við hvern slag, voru þeir mjög seinir að slaga sig upp á móti vindinum. 7. J>á eru hinir svo kölluðu norðlenzku bát- ar, og eru þeir að gjörð og lögun mjög líkir ís- lenzkum bátum, það er að segja með gamla rá- seglinu með ás, og skautaburði að neðan, og dragreipið bundið á miðja rána. þessir bátar voru taldir réttgóðir í undanhaldi, en fráleitir að slaga á móti vindi; var þessi síðast-talda siglíng talin að vera lökust, og vilja Norðmenn alveg út rýma henni; en þar eru sumstaðar menn fasthelduir við hið gamla, eíns og vér Breiðfirðíngar, sem ættim að vera búnir að af leggja þessa siglíngu, en taka upp aðra betri ; að minsta kosti ættim vér að kunna að sigla með spriti, gaffalsegli og lokkortu- seglum, sem hér væru vafalaust miklu betri og hentugri siglíng en sú, er alment nú er höfð, og er illt að vita, að vér skulum vera eptirbátar landa vorra margra í kunnáttu, að sigla með ýmissi segla- högun; en bátar vorir Breiðfirðínga á hinn bóg- inn lagaðir allvel til siglnga. þegar eg leit yfir sýnínguna yfir höfuð, var það færra en eg hélt, er að minni ætlun gæti átt vel við hér á Vestrlandi, og eg gat álitið að yrði að verulegu gagni, því að af fiskiverkuninni var þar lítið að læra fyrir oss; en aptr á hinn bóginn voru, þar svo margskonar og margbrolin veiðarfæri, að eg ætla, að sum þerra geti átt hér vel við, og sö oss í alla staði nauðsynlegt að minsta kosti að gjöra tilraun með þau, og hefi eg þannig keypt og pantað af þeim áhöldum, er eg hélt að hér mætti þéna, fyrir full 300 rd., sem eru ýmisiegar nætur og önglar til að veiða með síld og Iax, þorsk, spreki og fleira, bæði í vötnum, ám og sjó. Auk þessa hefi eg keypt bræðslupott til að bræða í lækníngalýsi, og áhöld þar aðlútandi, og hefi eg í hyggju, að gjöra tilraun með veiðarfærin, og bræðslupottinn. Öll hin hér að framan töldu veið- arfæri verða til sýnis hjá mér, á heimili mínu Svefneyjum, á útlíðanda snmri, og vil eg gjarn- samlega gefa löndum mínum allar þær upplýsíng- ar, er eg framast get um veiðarfærin og læknínga- lýsis-bræðsluna. (Framh. síðar). — Arferði, heyskaparlukin, slátrtaka, o. fl. — Allr síðari hluti sumars frá miðjum Ágúst, hefn' verið næsta rigníngasamr víðast en þerrilaus ná- lega alstaðar um land; lágu svo útheyin yfir höf- uð að tala óhirt að mestu leyti ýmist reidd heina á tún en ýmist á engjum allt frá því í vikunni fyrir höfuðdag, og var það víðast, en sumstaðar viku yngri, og framundir miðjan þ. mán. er norð- angarð gjörði í 3 daga eðr meir, og þo einstaklega frostvægan, svo að flestar nætr var hér frostlaust niðr við sjóinn. þessa dagana 11.—14. þ. mán- mun víðast hafa verið alhirt undan, og má nærn geta, að það hey hljóti að vera lélegt fóðr, en allr fyrri heyskaprinn varð að standa ólagfærðr 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.