Þjóðólfur - 30.10.1867, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.10.1867, Blaðsíða 3
191 — görðum og óuppgerðr til fulls allan þenna tíma, svo að víða voru þau hey orðin drepin meira og minna. þannig lauk heyskapnum í ár, engjahey- skapr hrakinn, rýr og illr, ofan á mikinn og al- mennan grasbrest nálega aistaðar um lantl, bæði á túnum og engjum, en töður þaraðauki meira og minna braktar austanlands þegar kom austryfir þjórsá, en einkanlega í öllum Skaptafellssýslunum og Suðrmúlasýslu, þvi um þær sveitir allar þykir heyskapar óárið allt að þvi eins eða litlu betra en sumarið 1835. Haustslcurðrinn hefir reynzt vel í meðallagi á hold, en miklu rýrari á mör. Hafa nú borizt híngað suðr miklir fjárrekstrar nálega úr öllum áttum, og hefir því féð selzt fremr iila fyrir eig- endunum, og með talsverðuma fföllum þegarmiðað er við hið háa verðlag sem uú cr á öllum öðrum matvælum. Glasgow-verzlunin bæði hér og í Graf- arósi hefir tekið féð bezt upp í slculdir, bér í Iieykjavík á velli, og hefir mest það fé verið úr Borgarfirði beggjamegin tlvitár, en á Grafarósi var kjötið af sauðum tekið á 9 mörk lisipd., 22 sk. mör, og sauðargæran á 9—10 mörk, en að eins upp í búðarskuldir, með svo háu verði, eðr með þeim kjörum að verðið stæði óútsvarað þángað til að sumri. Á Skagaströnd var slátrtakan: 8 mörk lísipd. af sauðum, 22 sk. mör, og 8 mörk sauð- argæran, hvort heldr uppí skuldir eðr meðfram til útsvars; rúgr var þar látinn í móti 12 rd. tunnan, síðan eptir höfuðdag, bánkabygg 14 rd. — James Eitchie frá Peterhed á Skotlandi, erhér liefir haft niðrsuðu á ísu og laxi þar á Akranesi í sumar eins og að undanförnu, hefir nú tekið slátrfé, eins og fyrri að miklum mun, og borgað með peníng- um útí hönd: 8 mörk lýsip. af kjöti, ef meira var en 1/a vættarfall, ella 7 og 6 sk. eptir vigt; mör- pundið 16 sk., sauðargærur 7—8 mörk af hinum beztu sauðum og þaðan af minna eptir aldri og rýrð fjárins. Kaupmenn hér í Reýkjavík rnunu hafa tekið skurðarfé áþekt þessu gegn útsvari í vörum og lítið eilt í peningum ; og mun skurðar- fjársalan manna á rnilli hér í lteykjavík og um nesin hafa orðið næsta áþekk þessu verðlagi, upp og ofan, og þó heldr vægari en hitt kaupenda- naegin gegn peníngum út í hönd, eða með fullt svo miklum aílöllum yfir höfuð að lala fyrir þá sem seldu. — ÚTLENDAll FRÉTTIR frá fréttaritara vorum 1 T-ondon, dags. 9. Ágúst 1867. þér hafið án efa heyrt um afdrif og aftöku Maximilians keisara í Mexico með hinni síðustu ferð póstskipsins, og hér eru þau tíðindi nú eigi leugr umtalsefni í blöðunum, þóað þau þætti bæði mikil tíðindi og ill, er þau spurðust hingað fyrst. Öll blöð voru á einu máli um það, að mesta fólsku- verk hefði verið að ráða Maximilian af dögum, því að alveg hefði verið hættulaust fyrir Mexico, þótt hann hefði lifað, og farið híngað aptr til Norðr- álfunnar. Hinsvegar ætla menn að Juarez, er nú hefir æðstu völd í Mexico, verði ekki færari um að koma þar á lagi og reglu heldren Maximilian var, og muni því landið verða innanskams Banda- ríkjunum að bráð. Hér hafa verið sjaldsénir gestir í næstliðnum mánuði, þar sem voru Tyrkjasoldán og jarlinn af Egyptalandi. |>að þótti hin mesta nýlunda að sjá höfuð Mahómetstrúarmanna hér í vestrlduta Norðr- álfunnar. f>að var bæði að lítið vinfengi var milli Tyrkjasoldáns og vestrþjóðanna í fyrri daga, enda lögðu þeir þá ekki leiðir sínar híngað, og önnur ástæða er sú, að í trúarbókum Mahómetsmanna er tekið fram, að það land sé undirgefið Tyrkja- soldáni, er hann sligi fæti á jörð, þ. e. hann er skyldugr til að áiíta það eign sína. '|>ess vcgna gat soldáninn ekki farið í annað land nema til að ieggja það undir sig, og það var ekki ætíð hægð- arleikr. það hefir verið gjört mikið gaman að þessu í blöðunum, og hafa menn sagt, að soldán gæfi t. a. m. Frakkakeisara aptr Frakkland, þegar hann kveddi hann. En líklegast er, að hinn nú- verandi soldán hafi ekki álitið þessa ákvörðun bind- andi fyrir sig. Soldáninum var hér tekið með hinum mestu hátíðahöldum, og stóð engum stuggr af, þótt hann væri Tyrki. í einni af veizlum þeim, er gjörðar voru móti soldáninum, lýsti hann yfir að sá væri tilgángr ferðar sinnar til Vestrlanda: «Eg kom hingað í I. lagi, til að sjá þær framfar- «ir, sem gjörðar hafa verið í þessum aðalaðsetr- >um framfaranna, og enn eru ógjörðar í mínuríki, «svo eg megi fullkomna það verk, ereg hefi þeg- «ar byrjað heima bjá mér. 2. að lýsa yfir þeirri «laungun minni að koma á samlyndi og bróðerni, «eigi að eins milli þegna minna innbyrðis, heldr «og milli þeirra og annara þjóða Norðrálfunnar, "því að þetta bróðerni og samlyndi er grundvöllr- «inn undir framförum mannkynsins og hin æðsta "hrósun vorrar aldar«. Menn tala mikið um ófrið milli Frakka og Prússa, og fáir trúa, þótt stjórnarblöðin láti frið- samlega, því að sjón þykir sögu ríkari í vopna- smiðjum þeirra og hergagnabúrum, en þar lítr svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.