Þjóðólfur - 30.04.1868, Side 3

Þjóðólfur - 30.04.1868, Side 3
var að 5—6 vikum liðnum útveguð gjafsókn hjá amtinu handa hreppstjórunum og talsmaðr settr fyrir þeirra hönd, allt að fornspurðum hinum stefndu bændum og talsmanni þeirra1. Hinn nýi talsmaðr kom þá fram með nýa og ítarlega sókn- arútlistun bygða á allri annari undirstöðu heldren upp á var stefnt og kært var til sætta, því þar var á engu öðru bygt heldren á »ákvörðun« og al- mennri samþykt hreppsbúafundarins l.Febr. 1865, en nú bygði talsmaðr hreppstjóra á því, að hér væri að ræða um hreina og beina sveitasjóðsskuld er öllum húendum væri jafnskylt að greiða einsog hvert annað sveitarútsvar2. þessa skoðun virtist héraðsdómarinn (sýslumaðr Clausen) að aðhyllast, og dæmdi hann því þá 10 bændr, er hér áttu í sok, til að lúka skuld þessa og borga allan máls- kostnað skaðlaust. Einn þeirra (Guðmundr Jóns- son á Bárhaugseyri) dó næstl. sumar, hinir 9 á- frýuðu fyrir yfirdóm, og fengu hreppstjórar þar en gjafsókn veitta, staðfesti landsyfirréttrinn nú 14. þ. mán., héraðsdóminn og dæmdi bændrna í máls- kostnað, einnig fyrir yflrdóminum. priðja málið er dæmt var 14. þ. m. varmál- ið milli þeirra máganna og nágrannanna: Jóns þórðarsonar óðalsbónda á Eyvindarmúla og Páls Sigurðssonar, er fyr var alþíngismaðr á, Árkvörn. Aðal undirrót þess máls var sú, að Páll og jafn- vel 'nokkrir aðrir Árkvarnar bændr fyrir hann, höfðu brúkað Múlalækinn, er fellr fram þar milli bæanna, til áveitu á nýgræður nokkrar eðr «út- setur«, sem þar eru kallaðar, vestr ogsuðraftún- inu; Eyvindarmúla bændr hafa einnig brúkað 1) llann kraf'bist og beinlínis fyrir héraÍJsrtttinum ab mál- inu yríii frá ■sísafe ebr stefuan ónýtt fyrir pessar sakir, Jrar sem hanu áleit, aí) þessi rSttarfars aþfert) væri þvert á móti gildandi iögnm (tilsk. 3. Júní 1796, 5. og 6. gr. og tilsk. 15. Á»-. 1832, 7. gr.), og er þat) var aí) engu tekib til greina viþ héraþsrettinn, kraÆist hann fyrir yflrrétti, at) heraþsdómrinn yríli dæmdr ómerkr og óll málsmetifertiu í hérati fyrir þess- ar sakir, en yflrréttrinn tók eigi þá réttarkröfu svo mikií) til greina, at) hún væri nefnd á uafu og því síbr gjörþ ab nm- talsefni í dótnsástæbunum. 2) þat) var hvorttveggja, ab lánskornit) 1861 var aldrei veitt sveitnm til þess aí> hafa þab til framfæris og for- 'ags meí) sveitarómógum, heldr tii þess ab breppstjór- ar lánabi þaí) aptr bágstöddnm heimilnm í sveitinui er eng- 811 útveg höfbn þá til. at fá sér kornforba á aunan hátt, enda vita menn eigi til aí) láuskorn þettahafl verib öbruvísi brúk- í neinum öbrum sveitum er þágu þab; útbýtíngn þess og °S andrborgnn mnn og alstabar hafa verib haldib fyrir ut- an sveitarreikníngana, uema ab því leyti ef einhver hinna eiustúku bænda er kornlánit) feDgu, hafl eptir á orlib gjald- þrota, þegar til endrgjaldsins kom, svo ab sveitasjóbrinn yrþi ab taka þar aí) sér ab endrgjalda þeirra skuld. lækinn til vatnsveitínga um lángan aldr bæði á tún sín og «útsetur», og eru þær eptir því sem dómsmenn í héraði álitu, bæði miklu meiri um sig en Árkvarnar «útseturnar», og liggja betr við vatnsveitíngum úr læknum. Nú með því Jón á Múla hefir höfuðbólið undir, þar sem Eyvindar- múlinn er, til óðals og ábúðar, en Árkvörn eigi nema lítill partr úr Múlaeigninni, eða einsog hjá- leiga; — með því að Eyvindarmúla búendr höfðn stöðugar og um lengri tíma brúkað lækinn en Ár- kvarnarmenn, og hafa líka meiri þörf hans til vatnsveitínga bæði á tún og á miklar nýgræðu- slægjur utantúns, og einkum með því Jón á Múla gat sízt af öllu viðrkent að lækjarfarvegrinn og graslendi hans beggja megin, milli hinna umgirtu túna og útseta beggja jarðanna, væri óskipt land, einsog Páll fór fram á, með því norðari hluti þessa pláss: «fornu stöðlar» hafði stöðugt verið yrkt, og slegið frá Múla, óátalið af Árkvarnarmönnum, víst síðan um næst.liðin aldamót, en hinn fremri eðr syðri hluti farvegarins hafði og um mörg ár verið brúkaðr frá Múla fyrir »kúastöðla», enda og slegið þar endr og sinnum, og með því það er he'zt, að lækrinn verði brúkaðr til áveitu með hagsmunum þarna um þenna syðri hluta farvegarins, — þá byrjaði Jón á Múla á því, að hann lagði hald á lækinn fyrir Páli og meinaði honum algjört að veita honum þarna frá kúastöðlunum og þar fyrir fram- an, austrá Árkvarnar útseturnar. Páll lagði þá til lögsóknar við Jón út af þessu, og tengdi þar við ýmsa kærupósta út af öðru nágrannakrili þeirra i milii, og stefndi hann meðal annars upp á það að mega hafa Múlalæk til vatnsveitínga, til jafns við Eyvindarmúla; að hann fengi hædlegar skaða- bætr dæmdar fyrir næstliðinna 4 ára hald Jóns á læknum, og yrði hann skyldaðr til að færa kúa- stöðul sinn vestr fyrir lækinn, — auk ýmsraann- ara kæruatriða. Iléraðsdómrinn dæmdi svo: að Páll skyldi mega hafa lækinn til áveitu 2 daga af hverjum 7 dögum (en Eyvindarmúlinn hina 5 dagana af hverjum 7), var þetta svo ákveðið eptir mismunandi stærð og jarðarmagni eptir hundraða- tölu, og að Jón skyldi greiða Páli 15 rd. í máls- kostnað, en að öðru leyli skyldi hann frí vera af öllum öðrum kærum Páls og kröfum í máli þessu. Jón þórðarson á Múla áfrýaði fyrir yfirdóminn, og var þar uppkveðinn dómr í málinu 14. þ. mán. var þá Árkvarnarmönnum eðr Páli, er hafði gagnstefnt upp á kröfur sínar í héraði, dæmdr helmíngarettr á Múlalæk, til áveitu á móts við Eyvindarmúla; en fremr skaðabætr af Jóni, eptir óvilliallra manna

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.