Þjóðólfur - 21.12.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.12.1868, Blaðsíða 2
í Snæfellsnessýslu dags. 18. f. m. er ritað hingað, »að þar séu framúrskarandi bágindi manna á meðal, og eigi annað sjáanlegt, en að manndauði verði, þar sem allir séu jafn-bjargarlausir. |>ær 88 tunnur af korni, sem hafi komið með Stykkis- hólmsskipinu (af gjafakorni því, sem sent var hingað til Reykjavíkr með gufuskipinu Óðni) séu svo sem engin hjálp í þessum vandræðum, en lítið korn f kaupstöðum, Segir í bréfinu, að eigi sé annað sjáanlegt, en að menn verði þar að lóga skepnu- stofni sínum sér til bjargar, með því líka sjávar- aflinn sé sára lítiil í haust». En þar sem bréf- skrifarinn segir, að amtmaðr Vestfirðinga hafi ekk- ert reynt til að af stýra vandræðunum, enda þótt bænarskrár væru um það sendar þegar í Júní- mánuði, þá skuium vér geta þess, að roaðr þessi hefir eigi verið alis kostar vel kominn að frétt; því að vér höfum frétt og höfum það fyrir satt, að amtmaðr Thorberg hafi ritað H. A. Clausen í Kaupmannahöfn, og beðið hann, að senda skip með korn í Febrúarmánuði; en nú verðr þó að líkindum eigi úr því, úr því skipið Sophía, eins og áðr er sagt, er sent á stað með 550 tunnur gjafakornsins. Sagt er og, að stiptarntmaðr hafi með hinni fyrri gufuskipsferð beðizt þess af stjórn- inni, að hún sendi hingað skip með kornvörur; en nú hafi stjórnin ritað honum aptr, að þess mundi varla gjörast þörf, úr því svo mikið korn, bæði til gefins útbýtingar og sölu kæmi nú með gufuskipinu Phönix, og hafi stiptamtmaðr og fall- izt á það. Vér skulum og eigi bera á móti, að svo kunni að reynast, einkum ef gufuskipið kemr hingað snemma fyrstu ferð sína; en víst er um það, að margr er maðrinn þurfandi hér fyrir sunn- an, þótt Vestr-Skaptafellssýsla muni einna bág- stöddust; og bera þess Ijóst vitni bréf þau, sem ritstjóranum hafa þaðan borizt. þannig er oss ritað úr Leiðvallahrepp, að sveitarþyngsli séu þar svo mikil, að 18 fiskar séu að meðaltali lagðir á hvert lausafjárhundrað í sveitarútsvar; og eigi sé annað fyrir að sjá, en fólk deyi þar úr harðrétti, ef engin hjálp komi. Annar vottr bágindanna er sá, að sýslumaðr hefir orðið að taka þinggjöld hjá bændum í Leiðvallahrepp lögtaki, sem nemr 30 ríkisd. í peningum, og á 5. hundrað fiska í land- aurum; og sömu forlög hafa gengið yfir 56 bú- endr í Dyrhólahrepp. þetta lýsir því nógsamlega, hversu ískyggilegt ástandið er þar; en vér vildum leiða athygli yfirvaldsins að því, hvort eigi hefði betra verið, að geyma þetta lögtak, uns hagr sveitarinnar hefði batnað dálítið, úr því bágindi eru svona almenn í þessum hreppum, og að Iík- indum fáir, sem geti hjálpað mörgum. — |>að er kunnugra, en frá þurfi að segja, að hin svo nefnda barnaveiki (Croup) hefir kipt mörg- um efnilegum börnum burt hér á landi, og að læknum vorum hefir eigi tekizt, að lækna þessa veiki með nokkrum lyfjum, og hið sama á sér og stað f öðrum löndum. þá er engin lyf hafa getað unnið á veiki þessari, hafa læknar við haft sem síðustu úrræði, að gjöra op á barka barnsins og setja pípu í gatið; höfum vér heyrt, að það sé eins og við manninn sé mælt, hversu andþrengsl- unum léttir, þá er opið erkomið á og pípan kom- in inn í barkann, og þótt barnið deyi úr veikinni á eptir, þá mun það eigi til líka taka eins mikið út, þá er opið er á barkanum; en mjög þykir að- ferð þessi vandasöm, sem og hæpin, því hvergi nærri alténd mun hún geta frelsað barnið. Fyrir skömmu hefir herra læknir Jónas Jón- assen skorið gat á barkann á rúmlega þrevetrum dreng hér í bænum, sem kominn var svo aðsegja í andlátið af barnaveikinni, svo að læknarnir, eptir því sem oss hefir sagt verið, eigi hugðu honum líf, nema þetta vœri reynt; hepnaðist Jónassen þetta svo vel, að barnið var alheilt orðið að 10 dögum liðnum. Vér getum þessa hér, af því að það mun vera í fyrsta skiptið, að barnaveikin hafi verið læknuð á þenna hátt hér á landi, og þykir oss því full ástæða til að halda þessu á lopt fyrir al- menningi; með því líka að vér höfum heyrt að Jónassen læknir hafi áðr boðizt til, að við hafa þessa aðferð við barnaveiki, en eigi fengið, og barnið svo dáið drottni sínum. — Með sendimanni norðan úr þingeyjarsýslu, sem hingað kom fyrirnokkrum dögum, bárust þær fregnir, að mislingasóttin gangi nú á Langanesi í Þingeyjarsýslu; segir frétt þessi svo, að mislinga- sóttin hafi átt að koma þar á land með frakkneskri fiskiskútu á áliðnu sumri. Greinilegar fréttir höf- um vér reyndar enn eigi fengið af sótt þessari, hvorki hversu víða hún sé komin þar austr frá, né heldr, hversu hættuleg hún reynist. Sendimaðrinn befir að eins sagt, að hún muni lítið hafa breiðzt út enn, nemaþar um Langanesið, og muni 4 börn, og ein stúlka, er komin var af barnsaldri, hafa þaf dáið úr henni, en engi fengið hana, sem eldri sé en 23 ára; sótt þessi segir hann að muni og borizt hafa suðr á Vopnafjörð. Sagt er og, að amtmaðr Havstein hafi lagt fyrir héraðslækni þórð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.