Þjóðólfur - 30.01.1869, Side 2
gengst eigi heldr nokkurstaðar annarstaðar við,
að svo miklu leyji oss er kunnugt. «Baldurs»-
félagið ætlar þó sjálfsagt eigi að skáka í því hróks-
valdi, að þar sem ritstjóri blaðsins sé eigi full-
veðja^ verði eigi haft á því, sem hann segi, því að
«órjm:æt séu ómagaorð»; enda mundi því það að
litlu haldi koma; því að þá er Pétr, ef eigi vill
Páll, og verðl eigi náð í ritstjórann, þá vitum vér
það víst, að prentarinn er fullveðja, enda virðist
oss að réttast sé í þessu máli, að halda sér bein-
línis til hans. Hann er rétti maðurinn.
— THOItKILLII-SJÓÐRINN. Með konungsúr-
skurði 5. d. Okt. 1866 var það leyft, að vöxtun-
um af Thorkillii-barnaskólasjóði mætti árlega verja
til uppeldis fátækum börnum í hinu forna Kjalar-
nesþingi hjá ráðvöndum og kristilegum fósturfor-
eldrum.
í bréfi kirkjustjórnarinnar frá 27. Des. s. á.
er tekið fram, eptir hverjum reglum vöxtunum
skuli verja, og eru þær þessar:
Stiptsyfirvöldin skipta vöxtunum milli hrepp-
anna eptir fólkstölu og öðrum ástæðum, tölu íá-
tækra barna og þörf þeirra, og kveða á, hver börn
eigi að njóta styrksins. Ölmusurnar af sjóðnum
eru 40 rd. og 20 rd., eptir því hvort barnið er 11
ára eða yngra, og ern þær veittar yfir höfuð frá
því barnið er fullra 7 ára og til fermingaraldrs;
auk þessa má veita börnum, er ganga í barna-
skólann í Reykjavík, 10 rd. hverju í skólapeninga.
Hreppstjórar eiga árlega að gefa skýrslu um tölu
og þörf barna í hreppnum, og gjöra uppástungu
um, hverjum börnum ölmusurnar skuli veitast og
hvar þeim verði komið í fóstr; en prestarnir eiga
að segja álit sitt um þessar uppástungur hrepp-
stjóra, og á ári hverju skýra frá, hvernig börnin
hafi verið fóstruð í hverjum stað.
Samkvæmt þessu voru síðasta árið 20 börn-
um í Kjalarnesþingi veittir 40 rd. hverju, og 17
börnum 20 rd. hverju til uppeldis hjá fóstrforeldr-
um ; auk þessa voru 6 börnum í Reykjavík veittir
10 rd. hverju í skólapeninga.
— FORNGRIPIR. Eins og kunnugt er, hafa
íjölda-margir forngripir, er fylgt hafa kirkjum hér
á landi, liðið undir lok fyrir afskiptaleysi og van-
hirðingu, eða á stundum verið sendir útúrlandinu.
Til að stemma stigu fyrir slíku eptirleiðis, og
vernda það, sem enn er eptir af þess konar mun-
um, hefir biskupinn 22. Maí f. á. skrifað öllum
próföstum á landinu, og boðið þeim að sjá um,
að forngripir kirkna væru vel hirtir, og aldreí
sendir af landi burt; en ef einhverjir slíkir hlutir
eigi yrði varðir skemdum, og þeir væri kirkjunni
hvorki til gagns né prýði, hefir hann boðið að
veita leyfi sitt til, að senda þá til hins íslenzka
forngripasafns hér í Reykjavík.
— LÁNSKORNIÐ. Ivorn það, sem stiptamt-
maðr hefir fengið með tveimr hinum síðustu gufu-
skipsferðum, var, með «Óðni», sem kom hingað
í Októbermánuði, 100 tunnur af rúgi, og kostoði
hver tunna þess, 9 rd. 80 sk., og 50 tunnur af
byggi, og kostaði hver tunna þess 10 rd. 20 sk.,
en með síðustu ferðinni með «Phönix» fékk hann
420 tunnur af rúgi, og kostaði hver 10 rd. 44 sk.,
verðr það alls 520 tunnur af rúgi, og 50 tunnur af
byggi, eða korn alls 570 tunnur.
Af þessu korni hafa fengið að láni: tunn.
1. í Skaptafellssýslu, Dyrhólahreppr . . 20
og að auk 10 rd. í peningum.
2. í Rangárvallasýslu :
Hvolhreppr 14 unn.
Holtamannahreppr . . 47 7j —
í peningum 27 rd. 48 sk.
Landmannahreppr . . 12 —
og í peningum 33 rd.
Austr-Landeyjahreppr og 58 rd. 16 sk. í peningum 4 — 77 V*
í Árnessýslu:
Skeiðahreppr . . . . 10 —
Villingaholtshreppr . . 25 —
Gaulverjabæarhreppr . . 8 —
Ölfushreppr .... 53 —
Selvogshreppr .... 20 —
Grafningshreppr . . . 11/2 — 117 V.
í Gullbringusýslu:
Seltjarnarneshreppr . . 35 —
Álptaneshreppr . . . 25 —
Vatnsleysustrandarhreppr 50 —
Grindavíkrhreppr . . . 10 —
Mosfellshreppr .... 20 —
Iíjósarhreppr .... 28 —
Kjalarneshreppr . . . 6 — 174
í Borgarfjarðarsýslu:
Akraneshreppr .... 33 —
Skilmannahreppr . . . 10 —
Hvalfjarðarstrandarhreppr 10 —
Skorradalshreppr . . . 12 —
Lundareykjadalshreppr . 18 —
Reykholtsdalshreppr . . 10 —
fiyt 93 — 389