Þjóðólfur - 24.03.1869, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 24.03.1869, Blaðsíða 6
-90 — ingar séð, hvernig þetta mikilsvarðandi mál vort stendr, og geta ráðið huga sinn um, hvað gjöra skuli. Önnur lagaboð vitum vér enn eigi til að kom- ið hafl með skipi þessu,nema auglýsing frádóms- málastjórninni, dagsett 31. dag Desemberm. 1868, um það, að konungr hafi 29. s. m. allramildileg- ast fallizt á, að stjórn á fjármunum og tekjum ís- lenzka læknasjóðsins skuli eptirleiðis falin á hendr sliptsyfirvöldunum á íslandi. Með gufuskipinu komu að þessu sinni að sögn litlar vörur, en þá er það fór frá Höfn 10. dagþ. m. var kaupmaðr Fischer að láta ferma skip eitt, sem hann ætlaði að senda hingað til verzlunar sinnar með vörur, og hið sama gjörðu nokkrir aðrir kaupmenn. General-comul Clausen hafði þegar snemma í Febrúarmánuði sent skip á stað til Stykkishólms, hlaðið með korn og aðrar vörur, en það skip var eigi komið til Stykkishólms, þá er póstr fór þaðan 10. þ. m. Með gufuskipinu fréttist það og, að kaup- maðr Sveinbjörn Jakobsen er orðinn gjaldþrota, og varð að selja fram bú sitt sem þrota- bú, eptir því sem stendr í enskum blöðum, en sagt er, að skuldir hans sé 14,000 pund sterling eða 126,000 rd., en á því vitum vér eigi fullar sönnur. Verzlunarmaðr f>. Ó. Jobnsen frá Lund- únum kom sem erindsreki skuldunauta Jakobsens út úr gjaldþroti þessu, og er verzlun Jakobsens hér nú þegar lokuð. ÁBYRGÐAHFÉLAG. »Til fiskimanna við Faxaflóa. Vér leyfum oss að vekja athygli hinna heiðr- uðu fiskimanna umhverfis Faxaflóa á því, hvort þeim þætti eigi æskilegt, að ganga ( félag sín á milli til innbyrðis ábyrgðar bátum sínum og skip- um með reiða þeirra og öllum útbúnaði, með því slík ábyrgð, þá hún er komin á stofn, getr bætt úr mörgu talsverðu tjóni, sem fiskimönnum ein- att er búið, þá er óhapp ber að höndum. Út- gjöld þau, sem slík ábyrgð hefir í för með sér, geta eigi orðið mjög tilfinnanleg fyrir hvern ein- stakan skipseiganda, ef henni væri t. a. m. þann- ig hagað, að sérbver sá, sem ábyrgð vill fá fyrir bátum sínum eða skipum, greiddi í fyrstu 48 sk. fyrir hvert hundrað ríkisdalavirði í bátum sínum og skipum með útbúnaði þeirra, til þess að stofoa sjóð, er greiða mætti úr gjöld þau, er gengi til stjórnar félagsins, og svo til að greiða skaðabætr úr til bráðabyrgða, þá er óhapp bæri að höndum, cplir því sem nauðsyn krefði. Önnur árleg út- gjöld þyrfti að eins lítil að vera, nema þá er ó- höpp að bæri, en því tjóni ætti að jafna niðr að réttri tiltölu á alla þá báta og skip, sem ábyrgð væri fyrir fengin. Ef þess verðr óskað, mun verzl- unarsamkundan í Reykjavík verða mjög fús, að leggja sitt lið til framkvæmda þessu fyrirtæki. Verzlunarsamlntndan í Reylcjavílt, 15. dag Marzmánaðar 1869«. Jafnframt og vér eptir beiðni hinnar heiðruðu verzlunarsamkundu í Reykjavík tökum upp grein þessa til fiskimanna umhverfis Faxaflóa, getum vér eigi bundizt þess, að fara um efni hennar nokkr- um orðum. það er víst og satt, að það er mjög áríðandi fyrir Islendinga, að búa svo um hnútana sem bezt þeir geta, að þeir missi sem minst af munum sínum svo, að þeir fái þess engarbætr, og eitt .ráðið til þess er það, að fá ábyrgð fyrir þeim, og er það eigi minst áríðandi fyrir sjávar- bóndann, sem á að afla sér nauðsynja sinna úr sjónum, að sjá svo um, að ef hann missir bátinn sinn fyrir eitthvert óhapp, sem opt getr að borið, að hann eigi fyrir það verði, ef til vill, alvinnulaus; alt er undir því komið fyrir honum, efhannmiss- ir bát sinn, að geta kevpt sér þegar annan í stað- inn, og það á bann eigi víst, nema með því eina móti, að hann hafi ábyrgð fyrir honum. í öðrum löndum taka menn nú orðið ábyrgð fyrir hverju einu, sem þeir eiga, hvort það er heldr skipið á sjónum, húsið, sem þeir búa í, húsbúnaðrinn í húsinu, eða skepnurnar í fénaðarlnisunum, og þótt þessi ábyrgð kosti nokkuð, liggr það í augum uppi, að það er vel til vinnandi, því að sá, sem ábyrgð hefir fyrir eigum sínum, stendr jafnréttr eptir sem áðr, þótt óhapp beri að, þar sem sá, sem enga ábyrgð hefir fyrir neinu, verðr örsnauðr, og kemst, ef til vill, á vonarvöl. J>egar vér nú víkjum að ábyrgð þeirri, sem hér ræðir um, þá má hún verða með ýmsu móti, en engum tilfinnanleg, ef haganlega er að farið. Hér í Gullbringusýslu og Borgarfjarðarsýslu munu veranálægt 1000 skip og bátar, eptir því sem næst verðr komizt eptir bún- aðarskýrslunum. Ef vér nú gjörum ráð fyrir, að hvert þeirra kosti að meðaltali 75 rd., þá verðr andvirði allra þeirra 7500 rd. Ef vér enn fremí gjörum ráð fyrir, að 5 skip og bátar fari hér for- görðum fyrir óliöpp að meðaltali á ári hverju, þá verðr andvirði þeirra 375 rd., sem þyrfíi að jafnn niðráþá 1000 báta og skip, ef tekin væri ábyrgð fyrir þeim öllum, og yrði það eigi fullir 5 sk. hverjum hundrað dölum, til að bæta tjónið, og nokkru meir til útgjalda þeirra, sem af stjórn f®" lagsins leiddi; en það er auðvitað, að því færn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.