Þjóðólfur - 28.08.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.08.1869, Blaðsíða 2
— 174 — stjórnarlaga frumvörpin, sín nefndin í hvort frum- varp, hefir nú aflokið báðum málunum og undir- skrifað álitsskjalið í hvoru málinu fyrir sig. Álits- skjalið um frumvarpið um stjórnarlega stöðu ís- lands í ríleinu er dags. 24. og framlagt 26. þ. mán.; hitt um frumvarp til stjórnarshráar um hin serstáklegu málcfni ístands, er dagsett 26. og var framlagt á lestrarsalinn sama dag; bæði álitsskjöl- in voru prentuð jafnframt og eru nú þegar í hönd- um þingmanna allra og nokkurra utanþingsmanna. Formaðr í báðum nefndunum er Eirikr Kúld, skrifari og framsögumaðr Hálldór Iir. Frið- riksson. Menn ætla, að málið um stjórnarstöðuna komi til undirbúningsumræðu á þingi næsta mánu- dag 30. þ. m. Aðalniðrstaða beggja nefndarálitanna er nú að vísu ein og hin saina, þessi, að þingið biði eðr afbiði við konung, að hvorugt frumvarpið verði lögleitt, og er þetta niðrlagsatriði beggja á- litanna bygt á þeirri aðalskoðun, að nefndin hafl eigi treyst sér til að taka hvorugt frumvarpið til reglulegrar meðferðar «eins og þau nú liggja fyrir». En álitsskjölin sjálf eru samt næsta ólík, að minnsta kosti að lengdinni til og að gnægð ástæða og rök- semdaleiðslu. Álitsskjalið um stjórnarstöðuna er víst hið lang lengsta nefndarálit, sem komið lieflr fram á Alþingi síðan það fyrst liófst, svona frum- varpslaust og án frumvarpsástæða, því það er fullar 22 blaðsíður prentaðar í 8 blaða broti; aptr er hitt nefndarálitið, um stjórnarskrána næsta stutt og iaggott, lítið á 3. bls. með niðrlagsatriðum og öllu saman. Vér viljum nú gefa lesendum vorum fáort yfirlit yfir niðrskipun, stefnu og niðrlagsat- riði hvors álitsskjalsins fyrir sig. Nefndarálitið um stjórnarstöðu- frumvarpið er sem sagt full-langt, en niðrlagsatriði þess aptr að því skapi stutt og gagnorð og greinileg. Nefndin ræðr Alþingi til: 1. allraþegnsamlegast aþ mótmæla þvt’, aþ frnmvarp þat&, sem fyrir þingit; var lagt ,nm hina stjórnarlegn stúþu Islands í ríkinu4*, nái lagagildi. 2. ab beiibast þess, ab hans hátign allramildilegast útvegi fast árgjald handa Islandi úr ríkissjúíjnum, er nemi ab minsta kosti 00,000 rd , og sö fyrir innstæbu þessa árgjalds gefln lit óuppsegjanleg ríkisskuldabref“. Útlistun nefndarálitsins er niðrskipað í 3. kafla auk inngangsins, er fyrst skýrir frá þeim samtals 18 bænarskrám áhrærandi stjórnarbót- ar- og fjárhagsmálið, er nú liafi komið til Al- þingis víðsvegar að úr landinu, frá aðalinntaki þeirra og niðrlagsatriðum, en þar næst hefir hann að færa yfirlit yfir gang stjórnarbótarmálsins að undanförnu, og röksamlega útlistun yfir þetta stjórn- arstöðufrumvarp, yfir hina öfugu og óhafandi stefnu þess og afbrigði þau, sem þar í eru fólgin, eins áhrærandi stjórnarkjör vor eins og árgjaldið til fslands úr ríkissjóði, frá undangengnum yfirlýs- ingum, viðrkenningum og framboðum af konungs- hendi til íslendinga. Inngangr þessi erá4. blað- síðu frá upphafi. En þar næst eru teknir fram þeir 3 aðalkaflar, er nefndarálitið tekr sér fyrirút- listunarefni, og eru þeir þessir (bls. 4): 1. „IIvert(?) sambandií) liafl verib frá upphali milli Islands og Danmerkr, og hvort þab hafl breytzt mot) tímanum. 2. Ab hve mikln leyti griindvallarlög Dana 5. Júní 1849 hafl náí) gildi el)a geti gilt húr á iandi, eþa hvort yflr- ráb ríkisþingsins yflr Islands máinm geti sannazt (?) viþ þetta eíir annaí), og 3. Hversu mikils árgjalds Island eigi rétt tilkall til úr rík- issjútíi Dana. Útlistun fyrsta kaflans nær yfir á bls. 4—10; annars kaíla bls. 10—13; 3. kafla bls. 13—20, og má þar af sjá, að nefndinni hefir orðið lang- skrafdrjúgast um fjárkröfurnar. Bls. 20—22 eru saman dregnar ástæður fyrir fyrra niðrlags- atriði álitsskjalsins, eðr fyrir «mótmælunum» gegn því að frumvarpið «nái lagagildi», og eru þessar kjarna-ástæður dregnar af og bygðar á þessu þrennu: útlistan og röksemdaleiðslu l.og 2. kafl- ans, á stjórnarstöðu - frumvarpinu sjálfu, réttar- lausri undirstöðu þess og röngum ástæðum gagn- vart lögfullum og viðurkendum landsréttindum vor- um, og á því, að stjórnin þar þvertaki fyrir að íslendingar og Alþingi hafi sampykkisatkvœði í stjórnarmálum vorum, «þarsem þó nefndinni finn- «ist(?), að réttr þingsins til samþykkisatkvæðis sé «viðrkendr úr því Alþingi hafði samþykkisatkvæði «í þessu máli 1867, en konungr uppleysir þingið «sem þá var og lætr stofna til nýrra kosninga», o. s. frv.; «en þá álítr nefndin einnig óefað, að »eptir vanalegum þingreglum hefði átt að leggja ofyrir þetta nýa þing hið sama frumvarp, sem «pingið 1867 hafði til meðferðar með þeim breyt- ningum þingsins við það, sem stjórnin gat fallizt »á». — — — Nefndarálitið í stjórnarskráarmálinu sem ekki er nema liðugar 2 blaðsíður, eins og fyr var sagt, leggr það til, að niðrlagi, «að Alþingi beiðist þess allraþegnsamlegast af konungi vorum»: 1. „Ab frnmvarp til stjúrnarskrár um hin stirstáklegu mál- efni Islands verbi eigi lúgleitt eins og þab nú liggr fyrir þinginu". 2. „en aþ honum allramildilegast mætti þúknast, ab leggja fyrir þing hSr á landi meí) fullu s amþyktaratkvæbi 1871 írumvarp þab til stjúrnarskipunarlaga handa íslandi sem lagt var fyrir Alþingi 1867, meí) þeim breytinguni þingsins viþ þaþ, sem hann aliramildilegast gæti aþhylzt. Niðrlagið af ástæðum þessa litla nefndarálits, setjum vér hér, til fróðleiks og ef til vill til sam- anburðar við þann kaíla af ástæðum nefndarálits- ins um stjórnarstöðufrumvarpið sem vér gáfunJ hér fyrir ofan :

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.