Þjóðólfur - 12.01.1870, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 12.01.1870, Blaðsíða 7
43 — Samkvæmt opnu bréfi 4. Jan. 1861, innkall- ®st hérmeð með C mánaða fresti: 1. Allir þeir, sem telja til skulda í dánarbúi Sveins söðlasmiðs Þorsteimsonar, sem næstliðið haust dó að Minni-Völlum hér í sýslu, til að lýsa þeim og sanna fyrir skiptaráðanda hér í syslunni. 2. þeir, sem eru næstu erfingjar hans, ef arfr fellr nokkur, til að lysa erfðarétti sínum og sanna fyrir sama. Einnig bið eg þá, scm voru skuldugir Sveini heitnum, innan ofannefnds tíma, að borga skuldir sínar til sama skiptaráðanda, eða semja við hann Um lúkningu þeirra. Bangárþingsskrifstofu, 4. Desemb. 1869. H. E. Johnsen. — Hérmeð innkallast, samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861, með 6 mánaða fresti, allir þeir, sem telja til skulda í félagsbúi Jóns Gunnsteinssonar í'rá Vestr-Holtum undir Eyjafjöllum og ekkju hans til innan þess tíma að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Uangárþingsskrifstofu, 4. Deserub. 1869. H. E. Johnssen. — Samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861, inn- kallast allir þeir, sem telja til skulda í félagsbúi bónda Brynjólfs Sœmundssonar frá Tjörfastöðum á Landi hér í sýslu, og ekkju hans, til innan 6 niánaða frá birtingu þessarar innköllunar, að lýsa kröfum sínuin og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í syslu. Iiaugárþingsskrifstofu, 4. Desemb. 1869. H. E. Johnssen. Erfingjar Sigríðar sál. Bárðardóttur, sem dó að Iírossnesi í Álptaneshreppi hér í sýslu 24. Maí 4866, og sem hefir verið sagt að mundu vera í Snæfellsnessyslu, innkallast hérmeð til þess aðgefa s>g fram, og sanna erfðarétt sinn fyrir skiptaráð- andanum í Myra- og Hnappadalssýslu. Skrifstofu Mýra- og Huappadalssýslu; 3. Des. 1869. E. Th. Jónassen. settr. —- j>ar eð fyrverandi hreppstjóri Halldór Bjarna- s°n á Litlu-Gröf í Dorgarhreppi hinn 20. þ. mán. hefir framselt skiptaréttinum bú sitt sem gjald- ^r°ta, til skipta á meðal skuldheimtumanna sinna, 6r hér með samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar l86l, skorað á alla þá, er til skuldar eiga að telja 1]já téðum Halldóri, að lýsa þeim og sanna þær, innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir skiptaráðandanum bér í sýslu. Skrifstofu Mýra- og Hnappadalssýslu, 23. Des. 1869. E. Th. Jónassen. settr. — þareð eg hefi verið beðinn af nokkrum bæ- arbúum, að leiðbeina nokkuð í «teikningu» eðr uppdráttarlist, og eg veit, hvaða gagn að allir menn hafa af að kunna það, eins búandi nienn sem lærðir og leikmenn, þvi hvað sem á að gjöra að smíðum og byggingum, og eg vil segja, að í flestri vinnu, þá verðr ætíð léttara að framkvæma verkið eptir gjörðum uppdrætti af beztu tilhögun á hugsuninni, og þannig getur sá, er þetta kann, látið hvern smið gjörameð nákvæmni það, er hann vill gjöraláta. Eg leyfi mér því að gefa mönnum eptirleiðis kost á, að sýna aðferð í þessari list, og ef svo margir gefa sig fram, er vili læra þetta, að mér þyki tiltækilegt að byrjað yrði í vetur, verðr sam- stundis gjörð nákvæm ákvörðun um alla tilhögun kennslunnar. Bej-kjavík, 27. Dos. 1869. Sverrir Runólfsson. — Hér með gjöri eg öllum kunnugt, að eg er orðinn eigandi að verzlun bróður míns sáluga, kaupmanns C. 0. Robbs, og að allir þeir, sem skuldum eiga þar að svara, eiga að greiða þær til mín, eins og líka þeir eiga aðganginn að mér, sem þar eiga til skulda að telja. Jafnframt og eg auglýsi þetta, leyfi eg mér að láta þá von mína og ósk í ljósi, að þeir gjöri góð og greið skil, er skuldað hafa téðu búi, og jafnframt, að skiptavinir bróður míns sáluga vilji halda áfram viðskiptun- um við mig; enda skal eg láta mér annt um, að skiptavinir mínir verði svo ánægðir, sem verða má, með viðskipti vor. Bejkjavík, 5. Jan. 1870. H. 0. Itobb. JARÐlll TIL KAUPS OG TIL ÁIJÚÐAR. — Jörðin Bústaðir í Seltjarnarneshreppi fæst til byggingar frá næstu fardögum 1870. Hálft afgjald- ið má leiguliði vinna af sér í jarðabótum. þeir, er óska að íá þessa jörð til byggingar, eru beðnir að snúa sér til undirskrifaðs. Beykjav/k, 8. Jauúar 1870. H. Th. A. Thomsen. — Jörðin Stóri-Lambhagi í Skilmannahreppi og Borgarfjarðarsýslu, 15 hndr. að fornu mati en 13 hndr. eptir jarðabókinni 1861, fæst til kaups, og ef vill, jafnframt til ábúðar í næstu fardögum. Leigumálinn er nú sem stendr 6 frð. smjörs, L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.