Þjóðólfur - 28.07.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.07.1870, Blaðsíða 3
— 151 — og verðr ekki ofsögum sagt af unaðsemi þessa lands, og að varla getr fegri blett á jörðunni, á blíðum vordegi, en hér, þegar trén eru út sprung- in, öll akrgerði þakin með fönnum af hvítum blómstrum, og alt loptið ómandi af fuglasöng, sem opt minnir á Munaðardælu í okkar gamla Búnað- arbálki; það getr varla verið blíðara vor, en hér heflr verið þetta ár; en þó kvartar búmaðrinn, því mörg er hans raunin, hér sem annarstaðar; því hér hefir verið of mikil sól, en minna afþví bless- aða regni; þó hefir umliðinn hálfan mánuð nokk- urbót orðið áþví, er því grasvöxtr ekki svo nægr, sem óskandi væri; i iok þessa mánaðar er hér sláttr, en uppskera á hveiti er í Ágúst; er því von- anda, að enn rekist bætr úr til þess tíma. Mikil hátíðahöld standa hér til innan skamms í Oxforð, og er í vændum, að meira verði nú um dýrðir, en verið hefir í manna-minnum, því nýr Lorð Chancellor á nú að innsetjast, og því mikil viðhöfn að fagna honum; en með því að mín ó- skáldlega ímyndun, og enda öll ímyndun er ekki nema skuggi hjá sjón og raun, þá skal eg ekki mæða yðr með fréttum ókomins tíma, en láta það bíða næstu ferðar, ef við þá lifum, því þá verðr alt um garðinn gengið, og alt aptr í kyrð. Nú í dag koniu þær fréttir, að í gær — því fréttirnar hér fara ekki með bygðum hreppaskila- gang — var mikill eldr uppi í Constantinopel, í Pera sem kallast; þar er meðal annars höll hins brezka sendiherra; sú höll hefir nú öll brunnið til kaldra kola, og engu bjargað nema bréfum og skjölum; þar með hafa mörg þúsundhúsa brunnið til ösku, og engu bjargað, og fjöldi manna því mist alt sitt. Fyrir 39 árum var fyr eldr á sama stað, og þá brann og hin fyrri höll, en nú hafði önnur miklu veglegri verið bygð í staðinn, ekki þó til annars en að verða nú aptr elds-matr. Hin sömu blöð, sem færa þessa hraparlegu fregn, bera og aðra betri fregn, nefnil. um her- togann af Edinborg (l'rince Alfred), sem er áferð í Indíum, og miklar dýrðir verið til að fagna hon- um. Mestu mannfagnaðir hér í Norðrálfunni segja sítan 1867, og aldrei vei’br hún blöburn vorum og óllum landslýb til skammar, eins og er um þá einu greinina sem þessi hófnndr í ‘'Nf.“ veit af og fyr var minzt, Nf. nr. 47 — 48 1861) met) „P. J“ undir. pab er eins og þetta virbulega samtíþablaþ vort Nf. 6Ö orbinn svo samdanna óþverranum úr sjálfumser, aí> hann getr hvorki litifc til hægri eba viristri, getr á engu angab fest nerna sorp.haugum sínum; þat) eru hrein vandræíii met) slíka blata-sorphænu, er kemst at) vísu út á hauginn, en aldrei af honum aptr, og verbr ekki núib þatan, hvernig sem ab er farií). þeir, sem séð hafa, sé ekki nema kotkarlabragr hjá því, sem er í Austrlöndum, þar sem múgrinn er svo glysgjarn, þeir ríku færast í gull og gim- steina, skínandi eins og stjörnur, en hinir fátæku leggja allar árar í bát og horfa á, og öll vinna er aldauða svo vikum skiptir, þó minna væri að sjá en sjálfan son drottningarinnar. Ilér þar á móti er svo mikið veraldar-busl og vinnuergi, að þó að hér dytti gat á jörðina, er ekki tiltökumál að verki slotaði um einn dag rúmhelgan til að skoða. Einn rúmhelgr dagr vinnulaus um alt England, það er eitt heimsins undr. En ekki svo í lndíum. Nú var þá síðast langt þakkarbréf frá prinzinum til vicikonungsins, Lorð Mays, þakklæti fyrir alla góða hluli sér auðsýnda og elskuhót landsbúa til drottn- ingarinnar og hinnar ensku þjóðar, og þar með var þessi veizlusaga úti. Af því annar hjutr er í sömu átt, má eg og geta þess hér; en það er, að í vetr fanst merki- legr steinn í landinu Móab, alþakinn með letri. þessi innskript er sú elzta í veröldinni, sem geymzt hefir, málið hrein ebreska, en skrifað i því gamla phoenisiska stafrófi, hvaðan öll önnur Norðrálfunn- ar stafróf, og enda vort gamla rúnastafróf er runn- ið, og násvipað stafagjörð á þeim elztu grísku innskriptum, sem þó allar eru nokkrum öldum yngri, og þeim, sem eru vanir að sjá ebresku í sínu vana- ferhyrnda -letri, sem er miklu yngra, bregðr því við að sjá ebresku ritaða í þessu letri, sem í sjón líkist svo mjög því gamla gríska og enda rúnaletri. Steinninn var brotinn síðan, og inn- skriptin er því ekki full, en þeir lærðu færa hana allir til Mesha konungs í Móab, fám árum eptir Ahabs dauða, eða nærfelt 900 árum fyrir Ivrist. Efnið er, að konungr í Móab telr upp sínar or- ustur, og er mjög drambsamr, og gambrar, en segir síðan, hvaða borgir og verk hann hafi bygt. Eg hlustaði á fyrirlestr um þennan stein, og get má ske síðar sent letrmyndina sjálfa. Okkr á- heyrendum var þar lesin upp meðal annars 3. kapítuli úr annari kóngannabók. því sá kapítuli er samstæðr við efnið á steininum. Mér er sorg, að strax í fyrsta versi er hér prentvilla í þeirri nýu íslenzku Biblíu, nl. að Jórarn hafi verið hér í tvö ár, en á að vera túlf ár, því svo hafa allar góðar gamlar Biblíur; eg nefni þetta í þá veru, að annars villist tímabilið. Manndrápin frá Grikklandi veit eg að yðar fréttaritari í London muni skrifa yðr, vil því ekki tvísegja söguna. Líflát bandingjanna varð á sum- ardaginn fyrsta, sem hér var blíðviðrisdagr, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.