Þjóðólfur - 28.07.1870, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.07.1870, Blaðsíða 4
— 152 — mér minnisstæðr þetta ár, því eg var þann dag í Cambridge fyrsta sinni. f>eir ensku menn, sem líflátnir voru, voru menn af beztu ættum þessa lands. Einn af þeim, Mr. Vyner, var mágr Lorð Grey, sem kvongaðist Miss Vyner. |>eir, sem hafa lesið sögu Friðriks mikla eptir Thomas Cartyll, sagnaskrifara, munu hafa séð á einni nóttu, að getið er Mr. Vyner, sem stóð upp á sína fætr í parlamentinu árið 1741, þegar sú »pragmatiska Sanction» var á prjónunum. Sá Vyner var lang- afi eða langafa-faðir þessa manns, sem nú var veginn af þessum stigamönnum. Annar var Mr. Herbst, nákominn ættingi Lorð Carnarom, ágæts manns hér í »IIouse of Lords». J>riði var Mr. Lloyd, og hinn fjórði ítalskr. Bandingjarnir voru 10 daga í höndum stigamanna, sem vildu hafa peninga, en ekki þeirra líf, og alt var til reiðu, gjaldið tilreitt af hinum enska sendiherra í A- thenu, en alt vanheppnaðist, fyrir handvömm og ódygð hinna grísku. Mótstöðuflokkrinn í því gríska þingi er enda sagt að hafl staðið í sambandi við stigamennina, og spanað þá upp að gjöra harðari kröfur um grið og þess konar, lil þess að auka vandræði og geta með þessu veifi steypt ráðgjöf- unum, sem þá voru, eða haft annað upp úr því. J>eir grísku hafa nl. stjórnarbót upp á nýasta eng- elskan móð, sem þeir eru ekki menn til að bera, en í stað þess vantar þá duglegan sóp til að gjöra landhreinsun, því um a!t landið ganga stigamenn Ijósum logum. Innan um alla þessa eymd og spillingu er sagt að sá ungi konungr, sonr okkar íslenzka konungs, hafi verið sá eini, sem bar sig vel og sýndi gott hjarta; en hans völd eru því miðr mjög lítil. Líf bandingjanna var undir því komið, að soldátum væri ekki hleypt á þá, því þá hótuðu stigamenn að myrða fangana. Sá enski ráðherra fékk loforð af stjórninni, að erta þá ekki og varast það, því líf manna væri í veði, en fyrir handvömm eðr ódygð var þetta loforð brotið. Bréf frá bandingjunum voru prentuð hér í blöðunum hvern dag sem þeir voru í höptum, og hin síðustu verða varla lesin óviknandi. Síðasta daginn skrif- ar t. d. Mr. Vyner, og biðr að bera kveðju móð- ur sinni, því hann segist ekki hafa tóm til að krabba nema fáar línur; segir að þeir grísku haQ nú hleypt hermönnum á þá, og þykist stigamenn- irnir því sviknir, og á hverri stundu sé sér því dauða að von, að til einskis sé að gjöra fleiri boð, en sé ferð, þá að senda Biblíu, og biðr guð, að þeir geti dáið karlmannlega, svo sem enskum mönnum sómi. þannig hugsa og tala þeir menn, sem hafa sína Biblíu óendrskoðaða, sem eg vona sú bók verði alla æG hér í þessu landi. SPÍTALAGJALDIÐ. Síðan síðasta blað þjóðólfs kom út 6. þ. m., hefir lítið gjörzt í máli þessu, svo að kunnugt sé, nema það eina, að sýslumaðr Borgfirðinga átti fund með formönnum á Akranesi og skipseigend- um 7. þ. mán., og hefir hann sjálfur skýrt svo frá, að allir, sem á fundinum voru, að einum undan- teknum, hafi samþykt, að hreppstjórarnir með kunnugum mönnum sköpuðu sér gjald fyrir haust- vertíð og vetrarvertíð, eptir því sem þeir gætu gizkað á, að afiinn hefði verið. Á manntalsþinginu hér í Reykjavík, er haldið var fyrst 21. þ. m., skoraði bæarfógeti enn að nýu á gjaldþegna í umdæminu, að skýra frá afla sínum á vorvertíð og haustvertíð f. á., en þeir munu nú engir hafa þótzt fróðari orðnir um það efni en 14. Maf í vor, og engi treysti sér til þess. Er það sagt, að bæarfógeti hafi þá skýrt þing- heiminum frá, að hann hafi ritað stiptamtinu um málið þegar eptir fundinn 14. Maí í vor;svarværi að vísu ókomið enn, en mundi verða á þá leið, að bæarstjórninni yrði boðið, að slcapa mönnum afla á þeim vertíðum ársins, er þeir segði eigi til hans. það væri víst heldr en ekki ófyrirsynju, að efast um getspeki bæarfógetans um úrskurð stipt- amtmannsins í þessu máli, en hitt væri víst engi synd að ætla, bæði að bæarfógetinn hefði má ske gjört eins rétt að geyma sér að spá í von- irnar, hvað verða mundi, og fyrst að stiptsyfir- völdin hafa eigi getað lagt fyrir, hvað gjöra skyldi fyrir manntalsþingið, þótt það væri eigi haldið fyr en þetta, mánuði síðar en vant er hér, þá er eigi ólíklegt, að þau finni til þess, hversu skriðna vili undan fótum þeim fullnægar ástæður fyrir öðr- um eins úrskurði og þeim, sem bæarfógetinn gat um að verða mundi; gæti þá líka verið, að hann þætti ekki árennilegri eptir þingið heldr en áðr. Að öðru leyti er eigi vert að tala frekar um slíkan tilvonandi úrskurð, sem þó mundi alla- jafna hæpinn verða, hversu sem á er litið, — hvort hann þá gæti átt næga stoð í sjálfum lög- unum, og hvort hjá því gæti farið, að hann verði nákomnari þeirri alkunnu grundvallarreglu Jesúíta: «tilgangrinn helgar meðalið».

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.