Þjóðólfur - 24.01.1871, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.01.1871, Blaðsíða 4
— 44 — fmst þar einnig hvorugkent, t. d.: ihugaðe hon þa með listugu athygii huersu hon skylldi skiliazt við hann, Strengleikar, 32i2 hann hugleiddi með full- komlego athygli himneska luti, Rarl. 20935. Guðbrandr Yigfússon hefir sums staðar breytt Fritzners orðabók til hins betra, en sums staðar til hins lakara. Hann hefir t. d. breytt kyninu á orðinu gauð til hins betra. Fritzner lætr það vera hvorugkent bæði í sjálfri orðabókinni og viðauk- anum, þar sem þann tilfœrir það úr Homiliubók- inni (Christiania 1864) 12229: sia við geuð, við holne, við fianscap, við ugrandveri, við frygirni, o. 6. frv: — Af hinurn orðunum, er öll standa í þágufalli, má sjá, að gauh hlýtr að vera þágufall; þar af leiðir, að það getr eigi verið hvorugkent, þvíað ef svo væri, þá væri þágufallið gauði, eins og landi er þágufall af land. það er því líklega prentvilla, að orðið ágauð, er saman er sett af á og gauð, er látið vera hvorugkent í Cleasbys orða- bók, þvíað á þeim eina stað, er þetta orð finst á (í Gísla sögu Súrssonar 5326): «veitir hón peim mikla ágauð«, er það auðsjáanlega kvenkent, sem sjá má af orðiuu mikla. Nú ætla eg hins vegar að taka fram nokkur dœmi, þar sem G. V. hefir breytt til hins lakara. Fritzuer hefir orðið fortaia i eintölu, enn G. V. að eins í fleirtölu, og nefnir það kvenkent fleirtöluorð, enn það finst eigi sjald- an í eintölu, t. d.: af þessarre heilagre fortalu stnerozt marger tigurleger konongs þionastumenn, Barl. 314. En eptir þessa hina stniollu rœðo oc fortalu. þa þagnaðe Barlaam, 29i3. af folskra manna fortalu, llln. við orð hans oc .fortelu iðraðosc marger menn synda sinna, Hom. I479.— Frilzner hefir lýsingarorðið framgengr í karlkyni; G._ V. hefir breytt því í framgengt, og nefnir það part. n.\ þ. e. hluttaksorð í hvorugkyni. þó hefir hann sjálfr fundið það kvenkent á einum stað, enn hvergi karlkent, og því eigi viljað setja það upp í karlkyni. Fritzner hefir með réttu sett það i karlkyni, þvíað það er og haft í því kyni, t. d.: þó þar yrði ei hans vili framgengr, Bisk. I 284i2. — Fritzner og Möbíus láta sagnorðið friða hafa frídda í þálegri tíð, enn G. V. fríðaða. Hið fyrra er rétt, sem sjá má af þessum dœmum: drogo þa oc leiddu hina virðulego guðs þionastumenn er bæðe friddi oc scemde virðulegrbunaðr oc sœme- leg asyn reinlegs liuis, Barl. 104i4- Hann var allra manna sköruligastr ok bezt at sér um alla hluti, er vaskan dreng fríddi, Tristrams saga, 3. kap. (Annaler for nordisk Oldkyndighed 1851, l2n). Á afieiðslur og þýðingar G. V. get eg eigi alls staðar fallizt, t. d., að orðið athyUast sé sama sem athyglast. Mín ætlan er, að athyllasl sé sama sem hylla at ser. Orðið falhófnir virðist G. V. leiða af falr og hrífr, þviað hann þýðir það með barrelhoof, hollow-hoof, þ.e. holhófr, enn réttara virðist mér að leiða það af fela og hófr; er þá falhófnir sá, er stígr svo þungt til jarðarinnar, að felr hófana, eða hófarnir sökkva í jörðina; ham- skarpr þýðir G. Y. með thin in the flank, og leiðir það af höm. Eg ætla, að orðið hamskarpr sé samsett af hamr, húð, og sharpr, harðr; eftir því er hamskarpr sá, er hefir harða húð.— Til dœmis um ranga þýðing á orði vil eg taka þýðinguna á orðinu gullstaup, er G. V. þýðir með a golden stoup or cup, og Fritzner á sama hátt: Stöb, Bæger af Guld. — Mín ætlan er, að þýðing Sveinbjarnar Egilssonar á þessu orði sé rétt, enn þýðíng Norð- manna röng. (»ví til sönnunar, að slaup væri í fornmálinu sama sem biknr eða borðker hafa Norð- menn (í Ulustreret Nyhedsblad, nr. 19. 10. maí 1863) tilfœrt úr Barl. 7023 talsháttinn: at drepa fótum sínum í hvert, staup, er fyrir verðr. {>eir segja, að staup merki hér sama sem hola eða dœld, er sjá megi af orðunum drcpa í, þvíað ef staup merkti eitthvað, er upp stœði, yrði að segja: drepa fótum á hvert staup; þar af leiðist hin merkingin: (holr) bikar. Orðin drepa i þurfa eigi að benda á neina holu eða dœld ; það má eigi síðr hafa þau um eitthvað uppstandanda, er fœtrnir rekast í. þannig stendr í þorsteins sögu Síðu- Hallssonar, 4. kap. (Sýnisbók, 53s): þóttumz ek drepa fótum í þúfu ok falla. það er vér nú köll- um staup (þ. e. bikar), kölluðu fornmenn ker eða borðker, enn staup hjá þeim er hið sama sem Danir kalla Ktump, og gullstaup er þá samasem danska orðið Guldkiump. þessa merking orðsins gullstaup má sjá i Eiríks sögu víðförla, 3. kap. (Flateyjarbók, 1 3234): Víða þar á landi fundu þeir gullstaup mikil. Hér er augsýnilega eigi talað um gullbikara, er eigi gátu legið á víð og dreif út um landið, heldr gullstykki. Að orðið staup merki klepp eða stykki, enn eigi bikar, má meðal margra annara staða sjá á þessum stað: Gullit var svo þrútnat upp hjá ormunum tveim megin í höllinni, at víða voru þau staupin hlaupin á hallargólfit, Konráðs saga Keisarasonar, Kmh. 1859, 16. kap., 331. Orðið góðfús lælr G. V. merkja sama sem gríðviljaðr, og gríðfýsi og góðfýst. sama sem góð- vild (goodness, good-will), og þessi merking er án efa til f þessum orðum, enn hann hefir eigi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.