Þjóðólfur - 18.03.1872, Side 3
75
fiá ósamkvæmni sem er í hugsunum meirihlut-
ans, því ef minnihlutinn og hinir konungkjörnu
eru svo skynsamir menn, að stjórnin álítr það svo
gullvægt, sem þeir leggja til málanna, að hún fari
eptir því, því fer þá ekki meirihlutinn eptir tillög-
um þeirra ? En þar að auk sýnir reynslan, að
stjórnin fer ekki eptir öðru en því, sem hún álítr
skynsamlegast eða sem hún getr komið við eða
hénni þykir eiga við. þannig hafa allir þingmenn
eins konungkjörnir sem þjóðkjörnir lagzt á eilt
með að fá sem mest fjártillag frá Danmörku og
sjálfr konungsfulltrúinn stutt að því; en allt fyrir
það hefir það ekki fengizt í fyllsta mæli. Og þannig
mælti færa til mörg fieiri dæmi. Nei, meirihluti
þingsins getr því alls ekki klínt því á minnihlut-
ann, að vér höfum enn ekki fengið stjórnarbót eða
fjárforráð, heldr hlýtr hann að kenna það sjálfum
sér, og bera af því fulla ábyrgð fyrir öldum og
óbornum. Hann hefir heimtað of mikið, og því
ekki fengið neitt, og það sem lakast er, hann
hefir komið því til leiðar, að nú eru ekki líkindi
til að stjórnin bjóði oss sömu kosti og áðr eptir
að fjárhagr vor er að skilinn, og hún ekki þarf
lengr að þrefa um hann við Itíkisþing Dana.
J>ú segir í bréfi þínu, að meirihlutinn liafi
farið eptir þjóðviljanum. En getr þetta verið full
alvara þín, sem þekkir svo vel til, hvernig öllu til
hagar hér á landi; því hvað er þjóðvili í þessu
efni og hvaðan sprettr hann? Mér er svo vel til
herra Jóns Sigurðssonar og eg virði svo mikils
hans góðu eiginlegleika og mörgu mannkosti að
mér er þvert um geð að þurfa að nefna hann í
þessu máli, en eg kemst þó ekki hjá því úr því
Þú talar um þjóðviljann, því það má óhætt full-
yrða, að þessi þjóðvill er sprottinn frá lionum
rétt eins og «Adamser eðli runnið í vort náttúr-
'egthold». l’rá herra Jóni Sigurðssyni sprettr þessi
erfðasynd; hann gætir þess ekki með allri sinni föð-
úrlands ást, að frelsistréð getr líka borið banvæn-
an ávöxt og að frelsið, sé þvf ranglega framfylgt,
getr bæði lcilt til sjálfræðis og ófrelsis. þessi vili
herra Jóns Sigurðssonar getr nú heitið þjóðvili að
Því leyti scm hann birlist í vilja meirahluta þings-
ins og fiestir þingmenn úr meirihlutanum koma
með bænarskrár til þingsins úr kjördæmum sínum,
sem stefna í sömu átt og sem eiga að sanna, að
Þetta se þjóðvilinn, en sem flestar eða jafnvel
allar eru svo nndir komnar, að annaðhvort þing-
menn sjálfir, eða einhverir einstakir menn hafa
ffengizt fyrir því í sveitunum, að þær væri samdar
°g undirskrifaðar af bændum hvar af fæstir skilja
stjórnarbótarmálið til hlítar, en rita nöfn sín undir
til að gjöra sig ekki fráleita öðrum.
|>etta er kunnugra en frá þurfi að segja, og
þarf ekki frekari sönnunar við. f>að er nógsam-
lega sannað af reynslunni, að einstakir framtak-
samir menn í sveitunum geta fengið alþýðu til að
fallast á skoðanir sínar í alþingismálefnum. Eg
skal að eins til færa eitt dæmi upp á þetta. Mun
það ekki vera fyrir fortölur einstakra manna, að
herra Jón Guðmundsson var bolaðr frá þingsetu í
Vestr-Skaptafellssyslu? annars væri það óskiljan-
legthvernin þetta hefir atvikazt, þar sem Jón Guð-
mundsson ekki einungis hafði unnið sér álit sem
forseti og varaforseti Alþingis, heldr um svo lang-
an tíma verið þingmaðr Skaptfellinga og framfylgt
svo rækilega rétti þeirra og hagsmunum bæði inn-
an og utanþings. Hefði því allt farið með feldi,
mátti ætla, að kjósendr hans bæri hið mesta traust
til hans. En hvað skeðr? þeir fleigja honum frá
sér eins og einhverri ræflatusku og velja í hans
stað ungan og óreyndan mann.
í bréfi þínu segir þú, að prestarnir á Alþingi
sé einna fremstir í flokki þeirra sem gjöra miklar
kröfur til stjórnarinnar og þannig hafi það verið í
stjórnarbótarmálinu. f>etta segir þú því til sönn-
unar, að uppástungur meirihlutans sé samkvæmar
þjóðviljanum, þar sem prestarnir hljóti að vera
kunnugir hugsunarhætti alþýðu. En bæði er það,
að allir þingprestarnir hafa eigi fylgt meiri hlut-
anum í þessu máli, og líka er það auðskilið, hvernig
sumir þeirra hafa ieiðst til að fylgja oddvitum
meirihlutans. Hvorki er það líklegt, að prestar
yfir höfuð að tala hafi skýra og greinilega þekk-
ingu á stjórnarmálefnum, þareð mentun þeirra fer
í allt aðra átt, og líka þarf mikið þrek til þess
að ganga móti jafnstríðum straumi og miklu lík-
legra að þeir, sem í svo mörgum greinum eru
uppá alþýðuna komnir, láti fremr hnegjast að því
sem þeim er sagt að sö alþýðuvili, en að hinn,
sem þeir eru hræddir um að kunni að verða ó-
vinsælt.
Loksins segir þú í bréfi þínu, að þig furði á
þvf, að biskupinn skuli eigi hafa meiri hemil á
alþingisprestunum en hann gjörir. f>etta virðist
mér nú vera ósamkvæmni hjá þér, þar sem mér
sýnist, að þú haldir með meirihlutanum, en átelr
þó biskupinn fyrir það, að hann skuli eigi hafa
fengið alþingisprestana til að ganga úr þeim flokki.
Að öðru leyti get eg ekki svarað þér upp á þetta,
nema hvað eg ímynda mér, að biskupinn skoði
prestana á Alþingi sem þingmenn, en eigi sem