Þjóðólfur - 18.03.1872, Síða 4
— 76 —
presta, og að hann álíti sér því ekkí skyll að hafa
meiri áhrif á skoðanir þeirra þar, en annara þing-
manna. f»araðauk mundi þetta eigi vera hægðar-
ieikr, þareð hann í stjórnarbótarmálinu fylgir þeirri
stefnu, sem þú kallar óvinsæla hjá almenningi, en
sem mér virðist lúta að því, að miðla málum milli
stjórnarinnar og íslendinga, eptir því sem kring-
umslæðurnar leyfa.-------— — —
LTLENDAR FRÉTTIR
(Úr bréfl dags. Oxford 28. Febr. 1872, frá frettaritaia
vorura meistara G u í> b r. V i g f ú s s s y n i).
Góði vin.
J>etta bréf kemr til yðar með vorfuglunum,
cf það ekki kemr um seinan, en fyr gat það ekki
komizt, meðan vetrinn var í hönd. Alian ársins
hring eru samgöngur héðan frá þessu landi að
hverjn bygðu bóli undir sóíunni nema að íslandi
einu, menn fara og koma, bera fréttir fram og
aptr, í austr og vestr og suðr, jafnt um skamm-
degið sem hvern annan tíma árs, yfir höf miklu
breiðari en það, sem skilr ísland. Við íslenzkir
erum einir gjörðir afskipta; á haustin er kyppt
bryggjum, og reginhaf á milli, og veröldinni
skipt í tvo óltka heima, svo hvorugr veit af öðr-
um að segja. þeirri fyrstu ferð á vorin tökum
við því með hálfum huga, tilhlökkun en þó kvíð-
boga, því mörgu viðrar á fjórum vetrarmánuðum
og hverir lifa eðr hverir eru dánir, veit ham-
ingjan ein. Eg hefi nú ísland fyrir augum í snjó
og vetrarfeldi, hvítt milli fjalls og fjöru; hér hefir
verið öðru nær, og varla getað heitið vetr — sí-
feldar rigningar, þokur og úrkomur, en varla sézl
livít jörð, og þjður á hverjum degi, nema fáa
daga á jólaföstunni, sem fraus að mun. Hér í
Oxforð hefir allt ílóð í vatni. Áin Isis flytr hér
yfir á vetrna, yfir fitjarnar báða vegu, svo hér er
fjörðr yfir að líta. þetta kalla menn hér «flóð»
(tlie floods). þenna vetr eptir nýárið um þorra-
leytið hafa flóðin verið hér geysihá, hærri en
nokkru sinni síðan 1852, svo fleyta liefir mátt
bátum um allt; trén standa upp úr í reitum, og
stöku grandar hér og hvar; þegar á landið kemr,
er leir og aur nóg, því hér eru vegir gjörðir af
límsteini, sem blotnar eins og deigulmór og ökv-
ast við fælrna. J>etta veðráttufar hefir ekki verið
heilnæmt, og því verið venju framar krankfellt,
bæði hér og viðar. Ilér hefir í sumar er leið og
síðan í allan velr gengið bólusótí; en lakari hefir
verið thiphoid-sótt (taugaveiki), sem gengið hefir
þung og hættuleg, og margir lagzt. Fyrst skal
frægan telja, Prinzinn af Wales, sem lagðist í
Nóvember snemma og lá mjög hætt og lengi,
mállaus, þangað til bráði af um miðjan Desem-
ber. |>ann 14. þann mánuð var jafnlengd að
Prinz Albert dó fyrir réttum níu árum; Prinzinn
af Wales lá þá dauðvona, milli heims og helju;
en þann sama dag bráði fyrst lítið af til betra,
svo þessi dagr, í stað þess að verða tvöfaldr
sorgardagr, varð nú aptr á móti gleðidagr drottn-
ingunni hér og Prinsessunni af Wales. í gær
var haldinn almentir bænadagr (þakkarhátíð) og
drottningin fór sjálf til að hlýða bænagjörð í
Pálskirkju í London, og Prinzinn af Wales og
Prinsessa voru þar, og er við að búast, að heyra
þar um langar sögur í þessa dags blöðum, sem
eg enn ekki hefi séð. Droltningunni hefir enn
ekki brugðizt sín veðrsæld, því á rnanudaginn var
hregg og «rota» «ósvást» veðr, svo engu kvik-
indi var úli vært; en þá reis glasið, og i allan
gærdag var hreinviðr hér í Oxforð, nokkuð svalt,
en regnlaust að ofan, sem er mesta mildi fyrir
þann mikla múg, sem í London hefir verið sam-
kominn að sjá drottningarinnar innreið eptirendi-
löngum stærstu strætum þeirrar borgar, frá kirkju
og til. Ilér í Oxforð var messugjörð í dóm kirkj-
unni, söngr og bænalestr, en ekki var stigið í
stólinn; lesinn kafli úr ritningunni, eins og vandi
er til á helgum dögum (ekki þó endrskoðaðr), og
að öllu farið vel og skipulega; nokkur flögg á
húsum, skotleikr í gærkveldi, en engin önnur
gleði né tíðabrigði, og nú í dag er allt sem fyrr,
og engin nýsmíði á neinu; þetta sem enn erkom-
ið, eru því allt góðar fréttir, sem Guði er þakk-
andi. Um annað fer eg fáum orðum, enda munu
aðrir verða til að skrifa yðr það betr, og er mér
því betra að þegja, heldr en að segja, svo tvísagt
verði það sama mál.
Frá Indíum hafa komið vondar fregnir. Enskir
hafa þar mikið ríki, auðsælt ríki, annar fótr þessa
lands, en sú hagsæld verðr einatt dýrkeypt, því
margir beztu menn fara þangað til að deyja, eða
láta þar heilsu sina, og koma svo aptr, að þeir
ekki síðan taka á heilum manni; en morð hafa
verið sjaldgæf, en nú bætist það á ofan. í Indí-
um ægir saman mörgum þjóðum sundrleitum, ein
hönd á móti annari. Fyrir skemstu hefir hafizt
þar flokkr, eiðsvarar, sem kallast «Wahabus», eða
svo kalla þeir þá hér, af Mahómetstrú; «Skugga-
sveinar» mætti þeir á íslenzku kallast; þeirra
kredda er liefnd og dauði á þeim útlendu drottn-
um landsins, og byrja þeir á höfði, en ekki fót-
1