Þjóðólfur - 18.03.1872, Side 5

Þjóðólfur - 18.03.1872, Side 5
77 — um, því á fárra mánaða fresti hafa tveir æðstu menn ríkisins verið myrtir. Hinn fyrri var Nor- man dómari (Justire), efsti dómari ríkisins, réttvís maðr en strangr, er engan manna mun gerði. Hann var lagðr knífi í kviðinn í því hann gekk út úr dómsalnum, og dó að lítilli stundu liðinni; en vegandinn var höndlaðr og liegnt, en ekkert varð uppvíst; hann dó sem píslarvottr sinnar kreddu, og honum heitið Paradis fyrir sitt illvirki. En önnur meiri illtiðindi komu á alla óvart hér um daginn, að Yici-konungr landsins, lord Mays var myrtr á sama hátt að kveldi fimtudagsins þann 8. þ. m. Lord Mays fór til Indía í byrjun ársins 1869 sem vicikonungr (kjörinn af Torystjórninni rétt áðr en hún veik úr völdum um haustið 1868); hann var sagðr mesti skörungr í sinni tign, og bætti lög og landsrétt og friðaði landið, stjórn- samr, glaðlyndr og prúðmenni mikið og skraut» menni, sem lýðnum þar gengst mikið í augu. Nú síðast fór hann að sjá fangahús eða fangelsþ á afskektum eyjum, Andaman-eyjar, í nánd við Trank- vebar, sem Danskir forðum áttu, því ósögurgengu af óreglu og illri atbúð meðal fanganna. Til þessa mildi- og miskunarverks gekk allr dagrinn, en að Ivveldi var farið til skips; en í suðrlöndunum er rökkrið skanit, og kolsvört nóttin detlr á í svip eptir sólarlag; nóttin var því óðar dottin á, þegar að sjó kom, og var því gengið með blysum eptir ^ryggjunum til skips; varðmennirnir höfðu svarfazt frá, og lord Mays gekk fremstr; í þeirn svip stökk Ur skúmaskotinu einn fangi, og lagði hann með knifi í herðarnar undir herðarblaðið tvö lög; Lord Mays stökk fram við lagið í sjóinn, en þar var grunt, og komst hjálparlaust í land, og sagði: "það er ekki mikið sár, held eg», eða þvílíkt; þá kom maðr og stumraði yfir honum; við hann sagði '*ann, og nefndi hann á nafn: Lyptu upp á mér höfðinu». þessi voru hans síðustu orð í þennan l'eim, og sveif að ómegin afblóðrás, og var hann ^áinn að vörmu spori; lifði varla tvær mínúturfrá því hann fékk sárið. Illvirkinn var tekinn; hann er sagðr að vera einn af þessum eiðsvara-flokki, gamall morðingi, og áðr fyr dæmdr til lífláts fyrir 'ttorð í blóðhefndar-skyui. þessi smá-atvik og önnur fleiri komu með telegraphþræðinum, — ^uenn talast hér við heimskautanna á milli. Eg læt nú út talað um þetta, og læt annað 'ogja ósnert t. d. um það óþrjótandi Alabamamál, SCm nú er aptr filjað upp; það er of langt og 'eiðinlegt mál fyrir mig. Af okkur íslenzkum hér er allt bærilegt að segja. Herra Hjaltaíín hefir í veír öndverðan haldið fyrir- lestra um ísland í helztu borgum á Englandi, og hefir það fallið mæta-vel í geð; hann hefir síðan verið gjörðr bókavörðr við Advocatslibrary í Edin- borg (þar sem þorl. Repp var fyrrum), það er góð staða fyrir þá skuld, að þessi bókhlaða er ein af þremr höfuðbókhlöðum þessa ríkis, nefnilega Bri- tish Museum í London; önnur «Bodleyan», hér í Oxford, og Advocats bókhlaða í Edinborg, — og munuð þér segja til þessa jafnt og eg, að það er vel og maklegt. Af þeirri íslenzku orðabók heíi eg nú endað og sent í pressuna þann stóra staf S (hann er langr); er því nú svo sem sjöttungr alls eptir, eða þó varla það.-------- NÝ LÖGGJÖF. þessi póstskipsferð færði oss íslendingum eigi færri e n e 11 e f u lagaboð og stjórnarboðskapa prentaða í laga-formi. Eins og flestum er kunn- ugt og sjá má af Alþingistíðindunum, sem nú eru alprentuð, (og af þjöðólfi 23. 38. og 39. bls.) lét konungr vor, (í orði kveðnu en, eins og nú sténdr yfirkonungr vor íslendinga Fr. Krieger lögstjórnar ráðherrann) leggja fyrir Alþingi í fyrra 12 (tóif) laga- frumvörp1. Átta þessara frumvarpa eru nú orðin að beinhörðum lögum og heita eins og vant er, ýmist «tilskipan» eða «opið bréf handa Íslandi»2. En þaraðauki eru 3 lagaboð nú komin er ýmist eru almenns efnis, einsog er um hið 1. í tölunni, eðr afleiðing og nákvæmari ákvörðun frum-laga boðs- ins sjálfs, eins og er um 7. tölul. hér á eptir (sbr. lagab. tölul. 3.), eðr og sérstök ráðherraákvörðun, sem bygð er á konungsúrskurði, eins og er um á æ tl u n i n a yfir tekjur og útgjöld íslands tölul. 11. Yér sjáum, að ekkert af lagaboðum þessum er helgað og staðfest með nafni og undirskript konungsins sjálfs nema að eins hið fyrsta, sem að er orðið vel ársgamalt3, heldr eru hin öll (tölul. 1) pan 4 froaivörpin af þeim 12, er stjírnin ebr stjírn- ardeildin og Fr. Krieger liafa eigi treyzt til ab afgreiba jafn- harban og gjóra ab lögnm nú þegar, ern þessi: Um sveita- stjórnarmélib, um bæaratjórnina í Reykjavík, uni Laxveibar f ém og vötnum, og — Stjórnarbótarméliu. 2) Hin íslenzka fyrirsögn ebr titili lagabobsins og texti þess vinstri handar megin má hér eigi nægja til ab sýna ab þetta er fslenzkt lagabob, holdr verbr ab klína þessu „handa íslandi" framaná hvert lagabob ab auki; og þetta birtingalag lætr Alþingi gauga ár af ári, 3) fiab er sannarlega merkilegt, ab sjá þá rábstöfun þess- arar Kaiipiuhafnar stjórnar yflr íslandi og þá stjóruarár- vekni heuuar sem hér kemr fram. Vér sjáum af lagabobi þessn, — lög Ríkisþingsins og hins lögbundna Dana- konungs eru þab nú sjálfsagt ab dönskunni til, — en hrab

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.