Þjóðólfur - 26.06.1872, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 26.06.1872, Blaðsíða 5
Sem til peirra felags lcomi, það er að segja, að fremr beri að hlvða páfanum en landstjóranum þar sem þá greinir á. þessi deila er næsta þýð- ingarmikil fyrir þýzkaland. |>að er reyndar engi efi á, að Sunnféllingar verða að lúía í lægra haldi meðan stjórnartaumarnir eru í höndum Bismarks, eðr þeirra, er hans skoðunum fylgja. Eins er það víst, að Sunnféllingar munu ekki gefast upp með góðu; að þeir munu ekkert láta óreynt, og eins það, að þeir munu ekki upp gefazt, þótt þeir verði að láta undan um stund. Ennþá er einn flokkr ( kaþólsku kirkjunni sjálfri, sem hafizt hefir eptir kirkjufundinn síðasta, sem er lítt séðr enn, en margir spá að hann verði Sunnféllingum skæðari en Prússa stjórn, og ef til vill eins þýðingarmikill og siðabótarflokkrinn varð. J>essi flokkr kallar sig Fornkaþólska; þeir mótmæla óbrigðulleik páfans og afskiptum hans af stjórnarmálefnum; segjast þeir í því fylgja atkvæðum hinnar gömlu kaþólsku kirkju, þar sem Sunnféllingar og Jesúmenn fari með nýungar. Helzti maðr þessa flokks á J>ýzka- landi heitír Dr. Döllinger. þessi flokkr hefir einnig náð nokkurri útbreiðslu á Frakklandi. Mér finnst ísland nú vera komið miklu nær mannabygðum en áðr, þar sem gufuskipaferðir eru orðnar svo tíðar; en ekki megið þér samt búast við bréfi frá mér með hverri ferð. í fyrra dag var grein í «Scotsman» um þessar Islandsferðir og fylgir hún hér að mestu orðrétt: «Hingað til hafa ferðir til Islands verið óreglulegar, og opt hefir verið hlé á þeim; en að minsta kosti í sumar er ékki líklegt, að svo verði. Fyrir nokkrum tima síðan varð Danrnerkr stjórn'að leggja fram allmik- inn fjárstyrk, til að vinna siglingafélag eitt til að láta skip fara nokkrar ferðir á sumrin milli Kaup- mannahafnar og íslands og koma við hér á Skot- landi. En auk hins reglulega póstskips er í sum- arákveðið, aðgufuskipið «Jón Sigurðsson» fari einu- sinni á mánuði milli Björgynar, Leirvíkur og ís- 'ands. Tvö önnur gufuskip úr Forthfirðinum: »Yar- *°w» og «Queen» eiga og að fara reglulegar ferðir til *s'ands. Yarrow fór frá Granton í gær og Queen er að búa sig til ferðar. í dag fer einnig skrúfu- •sliipið Diana frá Granton til Færeyja og íslands. •^''aiargir vísindamenn og ferðamenn eru á förum 's'ands til að skoða brennisteininn þar, hvernig 'iann er, og hvað mikið af honum, og hvort lil- vmnandi muni að flytja hann hingað. Aðalmegn ^rennisteins þess, sem vér fáum, kemr frá Ítalíu, en sökum tolls þess sem á honum er, hafa kaup» menn 'engi verið að fá hann annarstaðar frá. þyki brennisteinninn íslenzki notandi, er ætlazt til að semja við dönsku stjórnina um útflutning hans hingað. Töluverðr sparnaðr mætti að því verða, ef þessu yrði komið til leiðar, bæði af því brenni- steinninn sjálfr er miklu ódýrari, og flutningrinn miklu styttri». Ef þér vildið lofa mér í stólinn, langaði mig til að halda dálitla ræðu fyrir lesendum yðar út af þeim texta, er ofanskrifuð grein í Scotsman bendir á. f>að er langt síðan íslendingar hafa haft eins gott færi eins og nú til að ná verzluninni í sínar eigin hendr, og má segja að verzlunarfrelsið fari nú fyrst að bera ávöxt, en engi efi er á því, að ckki væri orðnar slíkar samgöngur við ísland, ef það hefði ekki verið. En þá er fyrir íslendinga að sýna dugnað og nota tækifærið, því að ekki er víst að jafnmörg skip komi næsta ár, nema allt gangi vel í sumar. f>eir ætti að nota þessar skipa- ferðir til að senda vörur sínar til annara landa og láta þau flytja sér aptr nauðsynjar þeirra. f>að er sá eini vegr, sem er fyrir þá til að ná verzluninni í sínar eigin hendr, meðan þeir eiga ekki skip sjálfir. Lausakaupmenn eru sjálfsagt og gjöra tals- verða verðhækkun, en ekki færa þeir aðalverzlun- arágóðann inn í landið. Menn mega búast við því og það er eðlilegt, að þeir, sem leggja útpen- inga fyrir vörur, er þeir flytja tit landsins og eiga á hættu hvort þær seljast eðr ekki, hali allan ágóðann af verzluninni, ef hann er nokkur. Eg skil nú ekki, hvers vegna íslendingar ætti ekki að geta haft þenna ágóða sjálfir, ef með dugnaði og lagi er að farið. (Iíemr það, ef til vill, af því, að eg er engi og verð víst aldrei neinn kaupmaðr). Til þessa þarf samt samheldi og félagskap, og mér þykir vænt um að lieyra, að töluverð hreif- ing er víðsvegar um landið í þá stefnu. f>að er sjálfsagt betra en ekki að stofna félög til að fá útlenda menn til að flytja vörur upp til landsins og kaupa við þá. En affarasælust held eg sú að- ferðin verði í alla staði, sem Gránufélagið fyrir norðan hefir, nefnilega að flytja sjálfir út vörur sínar og heim nauðsynjar. En þeir sem ekki hafa skip sjálfir, ætti nú að nota þessar tíðu miiliferðir til að senda vörur sínar til þeirra staða sem beztr er markaðr fyrir þær, og fá þær seldar þar, og aptr keyptar nauðsynjar er menn þurfa. f>eir þyrfti nú sjálfsagt að fá reynda umboðsmenn á þeim stöðum er þeir senda vörurnar, menn sem vanir eru þesskonar störfum. Og þótt þeir yrði að borga þeim nokkuð, mundu menn brátt finna að það yrði i rauninni minna, en þeir óafvitandi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.