Þjóðólfur - 12.07.1872, Side 4

Þjóðólfur - 12.07.1872, Side 4
— 144 — ina að bakbjalli. Hvað kemr til þessa? Mun ei orsökin vera sú, að J. S. hefir rétt mál að verja? Höfundrinn segir, að hvorki sé það líklegt, að prestar yfir höfuð að tala hafi skýra og greini- lega þekkingu á stjórnarmalefnum, þareð ment- un þeirra fari í allt aðraátt, og líka þurfi mikið þrektil að ganga móti jafnstríðum straumi. Skyldi hann halda, að engir menn geti haft vit á stjórn- bótarmálinu, aðrir en þeir, sem hafa lesið lög eða stjórnvísindi við háskóla? Og hver er hinn striði straumr, er hann talar um? Ef J. S. færi með hégóma, þá væri víst hægt fyrir stjórnina og minna- hlutann í sameiningu að sigra hann og hans flokk, en það er engin furða, þó að þeim veiti örðugt að spyrna á móti sannleikanum. Eg skal leiða hjá mér að svara því, að prest- arnir sé svo skyni skroppnir, að þeir láti hneigjast að því, sem þeim sé «sagt» að sé alþýðuvili (en ekki sé það í raun og veru), einungis fyrir þá sök að þeir óttist óvinsæld hjá alþýðu. En það er bæði illt og broslegt að sjá, hvernig höf. kemr biskupinum að í grein sinni, og reynirtil að mæla honum bót fyrir það, að hann hafi ekki meiri hemil á alþingisprestunum, heldren svo, að þeim leyfist að fara eptir sannfæringu sinni. Mig furðar stórlega, að hinn háttvirti ritstjóri J>jóðólfs, er hefir varið þjóðréttindi vor í svo mörg ár, skuli hafa veitt slíkri grein móttöku í blað sitt, og eg vona, að hann muni taka þetta svar, og minnast máltækisins: Audiatur et altera pars (heyra skal báða málsparta). — n — IIÚSS- OG BÚSTJÓRNARFÉLAG SUÐIIAMTS- INS. Samkvæmt lögum félagsins var hinn síðari ársfundr þess haldinn föstudaginn 5. dag þessa mánaðar. 1. Forseti félagsins skýrði þá fyrst frá fjárhag félagsins, svo sem hann var við síðustu árslok, (sjá 24. ár þjóðólfs, 17.—18. blað), og hvað síð- an hefði inn komið, svo sem af rentum og fyrir verkfæri, svo að nú væri í sjóði hér um bil 270 rd.; en af því yrði að ætla hér um 100 rd., sumpart til vatnsveitinga, og sumpart til annara nauðsyn- legra útgjalda félagsins, svo að verðlaun gætu eigi meiri orðið, en í hæsta lagi 170 rd. 2. því næst skýrði hann frá aðgjörðum félags- ins hið síðasta árið; og mun nákvæmar verða skýrt frá því i skýrslu félagsins nú í sumar. 3. Enn fremr gat forseti þess, að hið konung- lega danska landbúnaðarfélag hefði veitt þeim verzlunarstjóra G. Thorgrímsen á Eyrarbakka og sira Stefáni Stephensen á Ólafsvöllum bæn þeifra um að fá svín (sjá áðrnefnt blað þjóðólfs), þann- ig, að það hefði gefið þeim 3 grísi, þ. e. 1 gölt og 2 gyltur, og hefði landbúnaðarfélagið sentþessa grísi með skipi beinlínis til Eyrarbakka, en jafn- framt hefði það lofað, að senda félaginu 3 grísi hingað til Reykjavíkr, en þeir væru ókomnir enn. 4. í fyrra beiddi óðalsbóndi Magnús Jónsson á Bráðræði um mylnu, til að veíta vatni á engi sitt, og lofaði húss- og bústjórnarfélagið á fundi 5. Júlí í fyrra, að greiða fyrir hann flutningseyrinn. Forseti gat þess þá, að mylna þessi væri komin, og hefði Magnús notað hana í vor. 5. Generalmaior Ulstrup í Helsingjaeyri hafði sent stiptamtmanni fyrirmynd nokkra, hvernig hann ætlaði, að kviktré ættu að vera hér á íslandi, og var fyrirmynd þessi til sýnis á fundi þessum. 6. því næst skýrði forseti frá bréfi stiptamt- mannsins, dags. 21. f. m., til húss- og bústjórn- arfélagsins þess efnis, að jarðyrkju- lærisveinn Sveinn Sveinsson hefði beðizt þess af lögstjórn- inni, að hann fengi hæfilegan styrk til að halda til Islands að vori og ferðast um kring á íslandi, til að breiða þar út þekkingu á arðsamari jarðrækt, eins og ýmsir jarðyrkjumenn nú gjöra bæði í Nor- egi og Svíþjóð, en lögstjórnin hefði beðið stipt- amtmann að annast um, að útvegaðar yrði nauð- synlegar upplýsingar um það, hvort bændr hér í suðramtinu mundu vilja fá slíka tilsögn, móti því að veita hlutaðeiganda kauplaust kost, hús og þjónustu, og fararbeina og flutning til næstastað- ar, þar sem hann ætti líku starfi að gegna, en stjprnin mundi að öðru leyti taka að sér fyrst um sinn að launa honum. Sveinn Sveinsson hefir numið jarðyrkju í Noregi, og auk þess kynt sér búnaðarháttu þar með útigangsfé, og fengið ágæta vitnisburði bæði fyrir kostgæfni og alúð, og eins fyrir lærdómsþekkingu og verkkunnáttu, sem hann hefir aflað sér. Samkvæmt áskorun stiptamtmannsins til húss- og bústjórnarfélagsins, út úr beiðni þessari, leyfir því félagsstjórnin sér hérmeð, að skora á bændr í suðramtinu, sem kynnu að vilja nota tilsögn jarð- yrkjumanns Sveins Sveinssonar næsta ár, með þeim skilyrðum, sem áðr eru tekin fram, að skýra fé- lagsstjórninni frá því, eða þá fulltrúum félagsins, hver í sinni sýslu, að minsta kosti svo snemma, að óskir manna um það efni verði komnar til fé- lagsstjórnarinnar innan 1. dags Októbermánaðar í haust. Sömuleiðis biðjum vér hina heiðruðu full-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.