Þjóðólfur - 08.02.1873, Blaðsíða 7
uppástungu uin, hvort haganlegast mundi að hafa
keðjubrú eða hvernig smíðinni ætti að haga, vildi
hún samt benda til, a ð það þarf bæði að taka til
greina hvað jakafarið getr komizt hæzt í ísruðn-
ingi á vetrardag, og a ð því efni, sem brúin væri
gjöi*ð úr, sé svo varið, að það verði flutt á stað-
inn, annaðhvort á hestum eða með akfæri á vetr-
ardag; en grjót til stöpla mun vera á staðnum
sjálfum ; a ð ríðandi menn, hestr með áburði og
ýmislegr fénaðr, yrði það, sem yflrbrýrnar mundi
fara, en eins og hér hagar til mundi naumast
þurfa að gjöra ráð fyrir þungum akstri á þeim,
síst fyrst um sinn, og enn fremr áleit nefndin það
nauðsynlegt, að þær upplýsingar, sem skoðunar-
maðrinn fengi, væri frá óvilhöllum mönuum.
Nefndin gat þess, að það er einungis frá vegar-
brúnni hjá Efri-Rauðalæk að brúarstaðnum, sem
brúin á þjörsá krefr nýa vegabót hér í sýslu, og
að vegagjörðin yflr Árbrú og Ferjubrú halda fyrir
það fyrsta þýðingu sinni meðan á brúarsmíðinni
stendr, en í Árnessýslu álítr nefndin, að brýrnar
gjöri minni þjóðvega breytingu, enda segir það sig
sjálft, að um óumbreytanlega 'þjóðvegi er þá fyrst
að ræða þegar útgjört væri nm brýrnar.
Nefndin vildi líka benda á það, að eins og
kunnugter, getr landsuðrhluti landsins, fyrirbrims-
og hafnleysu sakir, ekki notið neins góðs af gufu-
skipaferðum kringum landið, svo þar er. hin brýn-
asta nauðsyn til að greiða fyrir öllum flutningum
á landi, og er þar brúargjörðin yflr stórárnar hið
mest áríðandi, því það er, til dæmis, ómetandi
skaði á tíma og vinnukröftum sem í því er fólg-
inn, að verða fjórum sinnum að skipleggja all-
an farangr af lest á suðrferð héðan úr sýslu, heim
og heiman, auk þess tjóns sem leiðir af teppu
sökum ofviðris og asar við árnar og gripatjóns í
vatnavöxtum í ýmsum tilfellum ; og er það með-
fram þess vegna, hvað fáir héðan verzla með
þungavöru í Reykjavík, enda hlýtr henni aftr að
vera mikill skaði að þvi, hvað örðugt er a? eiga
skifti við svo margar og stórar sveitir hér eystra.
Nefndin efast því ekki um, að stiftamtið og
stjórnin sjái, að hér er um nauðsynjamál að ræða.
og að mönnum hér á landi, þar sem verkleg kunn-
átta og samtök eru svo skamt á veg komin, er
meiri þörf á liðsinni af hálfu hins opinbera við
slík fyrirtæki en þar sem menn eru lengra á leið
komnir. Nefndin gat ekki gefið vissu fyrir, að
verkið verði framkvæmt. þó hin umbeðna skoðun
og áætlun fengist, því hún á þar undir högg að
sækja með áhuga almennings, en hún efast ekki
um, að ef áætlunin yrði ekki þvi meira frá fæl-
andi, muni þetta fyrirtæki þó fyrr eða seinna fá
framgang, þegar menn væri ekki lengr í óvissu,
svo framarlega sem ekki skal sleppa allri von um
verklegar framfarir vorar, sem ætla má að ekki sé
ástæða til, auk þess sem nefndinni er nær að halda,
að þó hið opinbera sjálft tæki verkið að sér, mundi
það geta borið því góða leigu, og vill hún þó,
satt að segja, ekki óska að þess þyrfti við, og þó
enn síðr að J>að þyrfti að fá útlenda uienn til að
vinna verkið fyrir sitt fé svo það yrði útlend eign.
Eins ognú er frá skýrt, getr nefndin þáfyrst
með nokkrum krafti snúið sér til almennings, þeg-
ar hin umbeðna áætlun væri fengin.
Að endingu fól fundrinn mér undirskrifuðum
á hendr, að gefa út skýrslu í þjóðólfi um málefni
þetta, svo almenningr geti fengið að sjá hvernig
það hefir gengið og hvað það er nú á vegkomið;
eg hlýt því að biðja yðr, háttvirti ritstjóri, að ljá
þessari skýrslu rúm í blaði yðar við fyrstu hentu-
leika. Eyvindarholti 22. d. Desbrm. 1872.
Sighv. Árnason.
ÁGRIP
af reikningi SPARISJÓÐS í Reykjavík frá
byrjun hans, 20. Apríl til 11. Desember 1872.
Tekjur. rd. sk. rd. sk.
1. Innlög 157 samlagsmanna 6817 53
I>ar af aftr útteknir ... 67 »
‘ 6750 53
Yextirþaraftii ll.Desbr.1872 54 44 ggp^ j
2. Vextir af kgl. skuldabréfum og lánum 198 52
3. Inn komið fyrir seldar viðskiftabækr 26 16
4. Áunnið við kaup á kgl. skuldabréfum 208 67
Alls 7238 40
Útgjöld. rd. sk.
1. Vextir, er samlagsmönnum bera, lagðir
við höfuðstól.......................... 54 44
2. Ymisleg útgjöld til að koma stofnuninni
á fót, svo sem pappír, prentun, bók-
band o. 11............................. 61 92
3. Eftirstöðvar 11. Des. 1872: rd. sk.
a, konungleg skuldabréf . 2450 »
b, skuldabréf einstakra manna 4140 »
c, peningar................. 532 »7129 ,
7238 40
í eftirstöðvunum....................7122 •
felast: rd. sk.
a, óúttekin innlög og vextir sam-
lagsmanna................ 6805 1
flyt ~6805 1 7122 ~