Þjóðólfur - 14.03.1873, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.03.1873, Blaðsíða 3
hinsvegar var hér um nýlundu að ræða, þar sem hafizt var máls á því að koma hér á fót einhverri mentastofnun handa hvennfólkinu, og það brennr víðar við en hér, að menn halda fast við venjuna, en eru tregir til að taka nýungum. En þegar nú eitt sinn er búið að benda mönnum í þessa átt, og þeir eru beinlínis beðnir að styrkja þetta mál- efni — eins mikilsvert og áríðandi eins og það er — þá má þess vænta, að menn gefi því miklu meiri gaum hér eftir en hingað til; þess má vænta, að menn hugleiði, hvort hér sé gjört eins mikið og gjöra mætti til þess að menta kvennfólk vort eftir því sem þjóðin þarfnast og þessir tímar heimta af oss. f>ess má vænta, að menn hyggi að, hve allar þjóðir, sem siðaðar mega nefnast, láta sér annt um að menta kvennfólkið og koma upp hjá sér þesskonar skólum. Yér eigum að bera oss saman við aðrar mentaðar þjóðir, og taka eftir þeim það sem gott er og gagnlegt og horfir til framfara, enda gjörum vér það í sumum greinum: vér höfum meðal annars tekið það eftir þeim, að setja hér latínuskóla, barnaskóla, og búnaðarskólar eru hér á næstu grösum o. s. frv. En hvar er kvennaskólinn ? Yér eigum það ógjört, að koma honum á fót, og þó er það þjóðarnauðsýn. Löggjöfin hefir sýnt kvennfólkinu þá sanngirni, að systur ganga nú jafnt til arfs með bræðrum sínum (tilsk. 25. Sept. 1850), og, að þær verða nú fullmyndugar eins og þeir, er þær hafa náð 25 ára aldri (op. br. 4. Jan. 1861). En þegarnú jöfnuðr er á kominn milli karla og kvenna í þessu, þá er það bending til manna, að sýna kvennfólk- inu nokkurn jöfnuð í fleiru, og þá vafalaust eigi hvað sízt í því, að gjöra það hluttakandi í meiru og minna af þeirri mentun, sem karlmönnum er nú eingöngu veitt. |>að má eigi taka orð mín svo, að eg ætlisttil, að kvennfólkið verði «spreng- lært», er menn svo segja. |>að er mikið millibil þess, og hins sem nú er: að peim er flestum lítið sem ekkert kent. Eg held mér beinlínis til «ávarps- ins». þar er bent á þann grundvöll, sem nægr virðist vera til þess að byggja á nauðsynlega til- sögn, nauðsynlega mentun, eftir því sem konum hér á landi hæfir, og eftir því sem hérá bezt við. Og sannfærðr er eg um, að haldi menn sér við þann grundvöll, þá getr það orðið til ómetanlegs gagns fyrir alda og óborna. Eg er reyndar ekki sá sjálfbirgingr, að eg ætlist til, að menn leggi roeiri trúnað en verkast vill á það, sem eg segi, um þetta efni; en hitt er ekki ósanngjart þó eg segi, að löndum mfnum sé óhætt að bera gott traust til þess, sem þær 25 reyndu og greindu konur hafa sagt í téðu «ávarpi». Mér er ekki ó- kunnugt, að einstöku menn hafa misskilið «ávarpið» að nokkru leyti; en eg treysti því, að sá misskiln- ingr muni hverfa, ef þeir hinir sömu vildi leggja svo hart á sig, að lesa «ávarpið» aftr, og með athygli og velvilja— eg gjöri ráð fyrir, að ávarp- ið sé víða til, úr því það var prentað í blöðunum. Að öðru leyti væri það mjög æskilegt, að menn vildi á prenti hreifa sínum athugasemdum við þetta kvennaskóla-málefni, svo það skýrðist sem bezt fyrir öllum. Nefndin* 1, sem kosin var f mál þetta, hugsar ekki til nú pegar að koma hér upp reglulegum kvennaskóla, heldr einungis að safna nú fyrst um sinn fé í sjóð, og síðan, eftir því sem sá sjóðr kynni að magnast, að koma skólakenslunni á fót. J»að, sem því nú er aðalatriðið, er, að menn auki og efli penna sjóð með samskotum, að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna, þó litið komi frá hverjum einstökum. Eg vil því biðja menn, og einkum giftar og ógiftar konur þessa lands, að minnast Bazarsins, sem getið hefir verið í J»jóð- ólfi (25. ári, nr. 5, bls. 20.), og gefa þangað eitt- hvað, sem fyrir hendi er og fiskvirði nemr, því að alt verðr með þökkum þegið, og margt smátt gjörir eitt stórt. Einu vil eg bæta hér við, er eg bið góða menn að athuga: að svo framarlega sem Islend- iugar sjálfir sýna í verkinu, að þeim er það al- vörumál, að efla framfarir kvennfólksins og koma hér á kvennaskóla, þá eigum vér nokkrnveginn víst, að bæði Danir og Skotar — og ef til vill fleiri — vilja styðja þetta fyrirtæki. Vér megum með engu móti láta það spyrjast af oss, að vér þiggjum gjafir að þeim, en leggjum Iítið eða ekk- ert fram sjálfir, og það til vorra eigin þarfa. Beykjaíik ( Febrúar 1873. Páll Melsteð. REIKNINGR yfir tekjur og útgjöld kvennaskólasjóðsins í Rvík. Tekjur. Rfi. Sk. Gjöf hra Björns Björnssonar á Breiðaból- stöðum á Álftanesi . lr. »s. — — Helga Helgasonar í Vogi 3- »- — frá ónnefndum .... 1- »- — — skólapiltum ílatínuskólanum 9- 8- ____________________________Flyt 14- 8- 1) jþað eru þessar konur: Olufa Finsen, Ingi- leif Melsteð, Hólmfríðr Porvaldsdóttir, Guðlög Guttormsdóttir, Thora Melsteð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.