Þjóðólfur - 03.05.1873, Blaðsíða 2
102 —
fjörur (milli Hornafjarðarfljóta og Vestrhorns) í
Hornafirði. Skip þessi nefndust:
1. Oiseu (eðr Oiseau) de la mer, frá Portrieus
skipstjóri Jourou.
2. Fleur de la mer, frá Paimpol skipst. Guillous.
3. Exprais (eða Exprés) frá Portreus, skipst.Dollö.
4. Notre Dame, frá Paimpol, skipst. Buchaire.
Allir 4 skipstjórarnir, er nú voru nefndir, höfðu
farizt; sömuleiðis hvert mannsbarn af tölul. 3.,
Exprés, og af töiul. 4. Notre Dame; aftr náðu að
bjarga sér 20 manns af samtals 23 skipverjum af
tölul. 2., Fleur de la mer, og 11 af 23 af Oiseau
de la mer; komust þá lífs af 31 manns alls af
öllum 4 skipunum, en 56 lík ráku á land alls, 2
þeirra í Hofs-sókn ( Suðrmúlasýslu, en hin 54
beggjamegin Vestrhorns: 38 ( Stafafells sókn, 16
í Bjarnanes sókn.
Skip þessi og góz höfðu öll splundrazt og
farið í spón og rekið svo á land hvað innanum
annað, svo allt varð að selja við uppboðið án grein-
armunar. Af öllum 4 skipunum náði strandrek
þetta 895 rd. 16 sk. uppboðsverði, og er í sýslu-
mannsbréfinu til suðramtsins talið víst, að 'nvergi
nærri hrökkvi það fyrir öllum kostnaði við að koma
í jörðina 56 líkum, en aftr til legu og aðhjúkr-
unar kostnaðar 2 farlama skipverja, er eigi voru
flutningsfærir, og hinn 3., er haldið var eftirheil-
brigðum til að hjúkra þeim, og svo til flutnings
þeirra 28, er ferðafærir voru og flytja varð vest-
anúr Nesjum og austr á Djúpavog eðr Austfirði.
í niðrlagi bréfsins er enn skýrt frá 5. strand-
inu er borið hafi á land á Einholtsfjöru þar í
Hornafirði (vestanmegin Hornafjarðarfljótanna) 21.
IVIarz þ. árs; það bar þar upp á land «mannlaust».
Var brátt komizt að raun um að skip það nefnd-
ist «Reguin» og var frá Dunlterque, með auðkenn-
inu «D 78» aftantil á stjórborða». Við réttarhald
• kornu fram megnar líkur fyrir þvf að skipbrots-
menn, með mestöllu nesti og öðru lauslegu, hafi
verið teknir skamt frá strandstaðnum af öðrum
frakkneskum fiskimönnum, en skipinu slept að því
búnu í land». Strand þetta var selt við opinbert
uppboð 28. Marz (hinn 4. 24. og 25. s. mán) fyrir
samtals 241 rd. 48 sk.
— DRUKKNUN (aíisent). A Skírdag fdm þeir, somlimafir
Baldíio frá Mýri í Bártardal og Gnnolangr Ólafsson
Briem, yflr Öxnadalíheifi; en er þeir komn af Norfrá, sáu
þeir ab áin var f vexti og ieitnfu því nifr mef henni af
snnnanverfin; riokkrn nebar í dalnum virtist þeim vera brot á
ánni og lógfn þar út t hana; Baldvin fár á nndan og þar
næst G, en hinn þrifi mafr, er mef þeim var, fár sífastr;
eyri var í ánni, og er Baldvin var kominn nppá hana var8
honum litif aftr’ og sá þá af> G. var liorftrin; kvísliu er hanir
haffi farif) yflr var eigi vatnsmikil en straumhörfi, og haffi
hest G. brakif nndan og nifir af brotinn; snhri B. þá vií) og
fár ofan af) Flatatungu um kvöldif); morguninn eftir frétti
hann ab lík G. hafbi rekib uppá eyri eina um náttina. —
Gunulaugr sál., er var nppaliuii hjá síra Jóni Austmann á
Ualldórstófum, var mesti efnismabr, afeius um 2ft ára af aldri,
og ætlafi nú hingaf snfr, en eigi vitnm vér hvort þaf var
til veru af stafaldri efr í kynuisleit.
— KVENNASIÍÓLINN. — Eg hefi nýlega lesið
í «Dagbladet» frá 29. f. m. að í vetr hafi mynd-
azt nefnd manna í Kaupmaunahöfn, í þeim til-
gangi að styrkja kvennaskólamálið hér á landi.
Alls eru í nefndinni 17 manns — 12 konur og 5
karlmena —, og þó eg þykist vita, að allr þorri
landa minna þekki að eins suma þeirra, vil eg þó
geta þeirra allra. það má ekki minna vera, en
að nöfn þeirra manna, sem sýna íslandi velvilja
eg leitast við að vinna því gagn, sjáist í íslenzk-
um blöðum. Konurnar í nefndinni eru þessar:
frú Sophie Bardenfleth — ekkja þess sem hér var
stiflamtmaðr —, frú Engel Bramsen, frú Frederiltke
Ilemmert, fröke^i Lovise Iljort, fröken Avgusta
llolm, frú Emilie Johnsson, frú llildr Johnsson,
frú Kristín Krahhe, frú Elise Lefolii, frú Elise
l’loug, frú Emilie Rosenörn (stiftamtmanns, sem
hér var), fröken Natalie Zahle. Karlmennirnir
eru þessir: Frederik Barfod, jústizráð S. Bojeseti
(faðir landshöfðingjafrúarinnar), II. A. Clausen
generalkonsul, F. Gudmann stórkaupmaðr, og F.
V. Hegel bókakaupmaðr. í grein þeirri, sem
nefndin hefir látið prenta í «Dagbladet«, dagsettri
17. Marz þ. á., skorar hún á kopur og karla víðs-
vegar um Danmörku, að gefa til hins fyrirhugaða
kvennaskóla í Reykjavík annaðhvort peninga eða
aðra þarflega hluti, sem seldir verði á Bazar; og
svo mælist nefndin til þess, að það, sem menn
gefi, verði komið sér til handa ekki seinna en 20.
Maí þ. á., en þá muni verða ákveðið, hvort senda
skuli munina til Bazarsins í Reykjavík (sem áðr er
nefndr í þjóðólfi), eða hitt, að selja þá á sérstök-
um Bazar í Kaupmannahöfn.
það er er vissulega lofs- og þakkarvert, að
menn í öðru landi af einum saman góðvilja og
örlæti vilja styðja að framförum íslands, "því að
ekki hafa þeir gagn af stofnun þeirri sem hér er
um að ræða. það á að vera oss hvöt til að verða
eigi eftirbátar þeirra í þessu efni, sem einmitt er
í sjálfra vorra þarfir. Enda þykist eg mega full-
yrða, að Reykjavíkrbúar hafi talsverðan áhuga á
þessu málefni, og þá vona eg svo góðs til manna