Þjóðólfur - 03.05.1873, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 03.05.1873, Blaðsíða 6
ÚTLENDAR FRÉTTIR. dags. Kaupmannaliöfn 15. dag Aprílmán. 1873. (Frá frMtaritara vornm f Khöfn hra stnd. jnr. Birní Olsen). Eg veit reyndar, að þér, herra ritstjóri, mun- uð hafafært lesendum yðar ágrip af tíðindum þeim, hinum helztu, er gjörzt hafa erlendis í vetr; samt sem áðr get eg eigi bundizt þess, að rifja tíðindi þessi upp aftr, því að mér fellr illa, að byrja í miðju kafi. J>ér og lesendr yðar verðið því að af* saka mig, þó að eg taki sumt upp aftr, sem þeir áðr hafa heyrt; eg vona, að eins, að eg verði eigi tvísaga við það, sem áður hefur staðið í fjóðólfi. Skal eg fyrst fara nokkrum almennum orðum um ástandið í Norðrálfunni og viðskifti ríkjanna, en síðan mun eg geta hins helzta, er gjörzt hefir í hverju ríki fyrir sig innanlands. J>að, sem þá fyrst hefir einkent hinn umliðna vetr, er friðrinn; í friðnum gjörast sjaldan mikil stórtíðindi, erdragi að sér athygli heimsins; hann fer eigi hátt, en þjóðirnar blómgast því rólegar i kyrðinni undir vængjum hans; friðinn má því að vísu ávalt kalla stórtíðindi. En þó að kyrt hafi verið í orði kveðnu með þjóðunum, þá hefir þó allstaðar logað i kolunum af róg þeim, er aldrei linnir, milli ríkjanna. Nú á tímum er Prússland hið voldugasta riki í Norðrálfu; ber her Prússa af öllum öðrum, og með honum hafa þeir sigrað tvö stórveldi, Austr- ríki og Frakkland, hvort á fætr öðru — eg minn- ist nú eigi á Danmörku — og aukið lönd sín um helming, með því að draga hin þjóðversku smá- ríki ( samband við sig, og setja Prússakonung á keisarastól þjóðverjalands. J>að má því nærri geta, að hin ríkin sjái ofsjónum yfir ríki Prússa, og að Austrrikismenn og Frakkar muni sérílagi hyggja til hefnda undir niðri. Enginn hefir gjört sig svo djarfan, að láta bera á óvild sinni við Prússa. Frökkum er eigi hægt um snúninga eftir ófriðinn ; hafa Prússar haldið nokkrum löndum fyrir þeim, siðan friðrinn var saminn vorið 1871, auk Elsass og nokkurs hluta Lothringens, er Frakkar mistu al- veg ; skyldu lönd þessi vera veð fyrir þvf, að her- kostuaðr sá1, er Frakkar skildu gjalda Prússum, yrði greiddr með skilum; rýma Prússar löndin jafnóðum og fjeð er greitt; Frakkar eru því enn þá að nokkru leyli í hershönduro, og er eigi von að þeir hefji handa meðan svo er; herða þeir nú sem mest á fjárgreiðslunni, og hafa lokið henni f haust er kemr (5. dag Septembermánaðar), ef 1) Hann var npprnnalega 5000 millíónir franka, et)a í vor- mn peuingom nálega 1700 inillíónir ríkisdala. allt fer með feldi. J>að má þakka Thíers, forseta hins frakkneska þjóðveldis, að svo greitt hefir gengið. Auðvitað er, að Frökkum svíðr sáran, hversu þeir hafa farið halloka fyrir Prússum og leita sér færa; bæta þeir herskipun sína stórum, og er varla efi á, að þeir muni reyna, að vinna upp aftr ósigrana á Prússum, þegar þeir þykjast fullbúnir, og Prússar hafa rýmt löndin; er Prússum þannig hætta búin að vestan. Fyrir sunnan þá liggja Austrríkismenn, og er víst hugr þeirra til Prússa líkr og Frakka, eins og eg hefi áðr minuzt á, og pó að þeirmceli heilt til Prússa, munu þeir hyggja því flárra. Fyrir austan Prússa býr hinn slafneski kynþáttr í Rússlandi, og hefir lengi verið allmikill rígr milli hans og hins germanska eða þýzka kynþáttar á J>jóðverjalandi, þar sem hvorir um sig hafa viljað breiða út sitt þjóðerni, Slafar eða Rússar vestr á við, en Germanar eða þjóðverjar austr á bóginn; Prússar eru hinn öruggasti varnargarðr hins germanska þjóðernis móti Rússum, þó að þeir eigi að nokkru leyti í vök að verjast, þar sem allr þorri manna f austrfylkjum Prússlands er Slafaættar, og Rússar eigi þar, ef til vill, nokkurs liðs von hjá frændum sfnum; er það almæh', að Rússar styrki Slafa þá, er búa bæði í Prússlandi og í löndum Austurríkiskeisara, til þess að halda uppi hlífskildi fyrir þjóðerni sínu móti yfirgangi J>jóðverja; þó fer þetta mjög dult, og eigi þorir stjórn Rússa að taka berlega í þann strenginn. í orði kveðnu er vinátta milli hinna 3 keisara, f Rússlandi, Austrríki og Prússlandi, hin bezta; héldu þeir fund með sér í fyrra haust í Berlín að Prússa- keisara og mæltu til vináttu með sér; eitthvað hefir þó líklega annað búið undir fundi þessum, en vináttumálin ein, en eigi vita menn glöggt, hvað það hefir verið. Fyrir norðan Prússa búa Danir, og vantar þar eigi hatrið til Prússa og J>jóðverja, ef máttrinn væri að því skapi; en Prúss- um má vera og er sama, hverju megin hryggjar þeir liggja; þeim er ekki þaðan hætt við neinu; skoða þeir Dani öllu fremr sem auðvellt herfang handa sér, en að þeir uggi nokkurs úr þeirri átt. Prússar finna samt hins vegar til þess, að óvinir þeirra eru margir og voldugir, enda er herþeirra hinn bezti í heimi, sem áðr er sagt, og gjöra þeir þó sífelt gangskör að, að bæta herskipun sína; má af því marka, að þeim þykir friðrinn eigi á svo föstum fótum, sem þeir láta f veðri vaka. Eg hefi áðr tekið fram, hversu Rússar leitast við, að breiða út veldi sitt vestr á við í áttina til Prússlands; en á sömu viðleitninni brydd-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.