Þjóðólfur - 22.12.1873, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.12.1873, Blaðsíða 3
31 "þing, sem haldið verðr eptir löggildingu stjórn- "arbótarinnar». «þegar varauppástunga þessi er borin saman "Við aðalnppástunguna, þá má sjá, að hin eina "tilslöknn, sem alþingi vill gjöra, er sú, að láta sér 11 ■ bráðina nægja með ráðgjafa, sem svari ábyrgð "fyrir alþingi (í staðinn fyrir jarl f Reykjnvík). "þingið hefir með þessum framantöldu fjórum at- "riðum táknað hina yztu marklínu, sem það vildi "færast að I tilhliðrun sinni við stjórnina. Stigi "Stjórnin yflr þetta mark, þá er atkvæðisrétti al- "þingis þar með misboðið jafnfreklega, eins og ef "hún vildi valdbjóða stjórnarlög. þetta er svo í aug- “iim uppi, aðþað þarf engrár frekari skýringar við»: Höfundrinn tekr það því næst fram, að al- þingi hafi vissulega aldrei verið því fjarlægara en nú, að gefast upp á náð og ónáð; öll aðferð þings- ins, jafnvel minni hlutans, votti hið gagnstæða. Alþingi vili með tilslökun sinni í þetta skifti sigr- ast á mótspyrnum stjórnarinnar gegn viðunanleg- um málnlokum í stjórnarmálsdeilnnni. Með þessu stigi hafi þingið alls eigi hopað frá neinum rélti eða neinni verulegri kröfu, svo þótt tilraun þingsins að þessu sinni yrði árangrslaus, þáhefði það samt ekkert að álasa sér fyrir. Enda megi nú vænla þess, að konungsfulltrúinn, landshöfðingi Hilmar Finsen, fylgi fram uppáslungum alþingis fastar en áðr, þar sem hann sjálfan varði hvað mestu, að fara eigi erindisleysu í þessum málum. (Niðrlag í næsta blaði). ' — SKÓLASKÝRSLA. Lengi var það, að engar Rkýrslur voru prentaðar um hina lærðu skóla á Is- iandi, heldr en í Danmörku. Um skólana í Skál- bolti og á Ilólum komu aldrei neinar skýrslur út, °g eigi beldr um skólann í Reykjavik Irá 1787— f80í, eftir að hinir fornu skólarnir voru þangað btittir. Árið 1805 var syílinn flultr úr Reykja- V|k og stiðr að Bessastöðum, en enn þá var engin ®kýrsla gefin út. |>að var fyrst árið 1839, að báskólastjórnin bauð, að allir skólastjórar, og þá e|ns hér á landi sem annarstaðar í löndum Dana- kontings, skyldi árlega gefa út skýrslti hver urn s‘nn skóla. Eftir miklar bréfaskriitir skýrðu stifts- ybrvöldin loksins 15. dag Maímán. I8il skóla- stjóra lærða skólans á Bessastöðum frá, að skýrsla Þessi skyldi vera á íslenzku. f>essu boði fylgdu ^e'r Lector heitinn Jón Jónsson 1841 —1846, og Ve|nbjörn beitinn Egilsson, meðan bann var skóla- stióri (1846 —1851), að þeir gáfu út hinar árlegti 8kólaskýrslur einungis á íslenzku, en hvort þeir hafa útlagt þessa skýrslu á dönsku, og sent þá útleggingu skrifaða til stjórnarráðsins, vitum vér ekki, og getum ekkert um sagt. Árið 1851 tók Bjarni heitinn Jónsson við stjórn hins lærða skóla; tók hann upp þann sið, að prenta skýrsluna bæði á íslenzkti og dönsku; hvað hann hefir haft fyrir sér í þvf, vitum vér eigi; vér ætl- um að þar til hafi ekkert boð legið. þessnm vana hélt hann áfram, meðan hann var skólastjóri, og sama sið hefir 'verið haldið fram alt fram á þenna dag. Hafi nú stjórnarráðið aldrei tekið boð sitt 1841 aftr, að skólaskýrslan skyldi að eins vera á fsLenzkri tungu, virðist auðsætt, að þessari dönsku útleggingu hefði mátt sleppa, hve nær sem vera : skyldi, án þess að spyrja neinn að. En það hefir nú líklega þótt heldr einræðislegt. En nú í | sumar mun landshöfðingínn hafa ritað stjórninni um þetta mál, og spurt, hvort hin danska) útlegg- ing mætti eigi burt falla, og hefir stjórnarráðið í bréfi til landshöfðingjans 7. f. m. kveðið j ú við, og mun því skólaskýrslan framvegis koma út að eins á islenzku, og mun prentun hennar þannig verða bæði ódýrri og hún sjálf viðkunnanlegri á að sjá en um undanfarin 21 ár, hvort sem litið er á, að danskan hefir verið höfð á annari síð- unni, með eyðum á milli, eða danskan settámilli sviga innan um íslenzkuna. — LANDFÓGETA-EMBÆTTIÐ. pað hefir oft áðr ; flogið fyrir, að í ráðum væri, að greina landfógeta-em- hiettið og b carfógeta-ombættið hér í licykjavík hvort frá öðru, og setja sinn mann í hvort Jiessara embi'tta, enda heíir heyrzt, að það vn-ri ósk hins núverandi land- og bæ- arfógeta, en úr fiessu hefir ekkert orðið enn. En nú, er Gullbringu- og Kjósarsýsla er laus orðin, er Clausen sýslu- maðr hofir fengið cmbætti í Danmörku, hefir stjórnin tekið málið til íhugunar að nýu, og leitað álita hlutaðeigandi í yfirva um þessa greiningu, og hvort eigi Vi-ri ráðlegt, I að sameina b iarfógeta-embættið við sýslumanns-embættið j í Gullbringu- og Kjósarsýslu. En óvíst er, hvað af ráðið j verðr í þcssu efni. Ef stjórnarbót nokkur kemst hér á, sem vonandi er, þá fær víst landfógetinn svo mikið að gjöra, að hann getr naumast, svo vel fari, gognt jafn- framt. bæarfógeta-embættinu; en |>á viljum vér jafnframt vekja athygli hlutaðeiganda á því, hvort eigi só ráðlegt, jafnframt að skipa hann oddvita b iarstjórnarinnar, því að aldrei fer vel á því, að bæarfógetinn sé það. — BRÁÐAPESTIN. í síðasta (6.-7.) blaði " þjóðólfs» gátum vér þess, að bráðapestin hefði verið mjög skæð á nokkrum bænm hör í Mosfells- sveit og á Kjalarnesi. Siðan höfum vér heyrt, að hún hafi gjört mikið tjón í Mela- og Leirársveit í Borgarfjarðarsýslu, og hafi hún drepið þar fé á mörgum bæum; en hvergi þó eins margt eins og á Leirá, hjá óðalsbónda þórði þorsteinssyni; þar

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.