Þjóðólfur - 09.07.1874, Page 2
146 -
gætasta Ustaverk, og getr orðið og á að verða
fyrirmynd andans, sem hjálpar honum að fullkomna
öll önnur verk sín eftir. Hefði ekki Hómer og
Pindar kveðið fyrir Grikki, hefðu myndasmiðir
þeirra aldrei orðið jafn-óskeikandi í hagleik sinum.
En nú spyrjum vér: eru öll mál jafngott ment-
unarmeðal? Eflaust ekki, en það mál, sem ein
þjóð talar, er henni bezt og ágætast. Og sé þetta
satt, leiðir af því, að hver þjóð á að leggja mesta
rækt við sitt mál. Móðurmálið er hverjum manni
kærast og tamast, og eins er þjóðmálið þjóðinni.
Gleymi maðr máli sínu, gleymir maðr móður sinni,
og sá sem týnir niðr sinni þjóðtungu, týnir kjarna
þjóðernis síns. En því betr sem menn mentast í
tungumáli sínu — og sú mentun þekkir engin
takmörk — því þjóðlegri, listhæfari, næmari og
vitrari hljóta menn að verða. fetta gildir
hjá hverri þjóð í rauninni, en er ekki viðr-
kent nema lijá hinum mentuðustu. En einkum
er þetta auðsætt af dæmi hinna ágætu Forn-Grikkja,
og að nokkru leyti af latínunni. Þar fór tvent
saman, að málin voru ágæt, enda var þeim allr
sómi sýndr. Litum nú á vort göfuga og víðfræga
mál. Meðan hin listhaga tunga Grikkjanna lék
eftir lífsröddum hinnar fegrstu náttúru, og meðan
hin þunga og þróttrama latína var töluð á torgum
og bugsuð á hergöngum, á meðan fæddist vor
forntunga og fóstraðist af hálf-tryltum herþjóðum,
og nærðist lengi ábiltingum og styrjöldum grimm-
lyndra en frjálsra víkinga. En þetta mál, fornmál
vorrar litlu þjóðar, hafði upprunalegt fjörmagn
frelsis og anda, eins og þeir, sem mynduðu það,
og fyrir því varð það að lokum hið einasta mál í
norðrálfu heims, sem brauzt fram og varð ágætt
bókmál, þrátt fyrir yfirgang latínumentunarinnar,
og án þess að blandast við eða beygjast af henni,
meðan hin rómönsku málin mynduðust fyrir sam-
bland hennar og norrænunnar, og meðan gotnesku
og slafnesku málin liðu undir lok eða lágu líkt og
í órækt fram til loka miðalda eða lengr.
Eptir að bókmentir hófust að nýu og prent-
listin ruddi málum og mentum hinn nýa, mikla
framfaraveg, hafa hín helztu þjóðmál Evrópu náð
þeirri fullkomnun, að þau í fáum greinum standa
forntungunum á baki, en hinsvegar hafa einkenni,
sem eru, eða eiga að verða, yfirburðir vorrar aldar.
Nálega alt sem ritað er nú á dögum, er skráð á
þessum málum — meira á einu ári, en allar forn-
þjóðabækr til samans, — og skilr hver maðr eins
og af sjálfu sér, að mikið andlegt afi hlýtr að fylgja
þessum geysilega bókstraumi, enda þótt bækr
séu nú sem fyr harðla misjafnar; hitt er líka eigi
síðr auðsætt, hver nauðsyn beri til, að menn lærí
fleiri tungumál en eitt, nú þegar samskifti þjóð-
anna í öllum greinum fara óðum í vöxt, og eru
meginafl allra framfara. Til þess að orðlengja
ekki, komum vér svo að aðalspurningunni, sem
vér skiftum í tvent:
1, á að leggja meíri rækt við kenslu hinna dauðu
mála en hinna lifandi ?
2, á að leggja meiri rækt við latínu eða latínsk-
an stýl, en við íslenzku eða íslenzkan stýl?
I vorum eina lærða skóla, læra sveinar eitt mál fleira
en Danir læra, nefnil. dönskuna auk íslenzkunnar. í
Danmörku er latína lcend hér um bii hálfu fleiri stundir
á viku hverri en danska; hér freklega pað. Prófstýl í
latínu gjöra stúdentar þar 2 árum áðr en þeir átskrifast,
en aftr franskan examensstýl. Hér gjöra menn við burt-
fararpróf bæði latínskan stýl og latínska þýðingu. Af
þessu sést, að hér er latínan ríkari en í Danmörku. Svo
vér förum nú ekki út úr ríkinu til samanburðar, þá spyrj-
um vér: Fyrir hverja sök skal setja latínuna hærra hér
en þar? Og svo er spurningin: því eigum vér að leggja
mciri rælct við hin dauðu mál en hin lifandi, í þessum
vorum eina skóla? j)að helzta er mcnn hafa til svars
mun vera þetta: pessi mál eru fyrst ágæt í sjálfu sér,
og j>ar næst læra menn um leið grundvöll og undirstöðu
hinna nýrri mála og vísinda. Sá sem kann vel latínu,
hann kann meir en að hálfu leyti öll hin latínsku eða
rómönsku mál. þekking á þessum málum og jieirra bók-
mentum, er viðtekið skilyrði fyrir akademiskum réttind-
um; menn eru ekki lærðir menn, menn fá engin lærðra
manna embætti, nema menn hafl byrjað á þessum listum-
Öllum vísindum er skipað niðr á þessum málum; grösin
á jörðunni, öflin og efnin i náttúrunni, hver dropi í apo-
thekunum, — ekkert þekkiat frá öðru — segja menn —
nema gegnum latínu oggrísku; öll jörðin erstráð latínsk-
um jurtum, og allr himininn griskum stjörnum; lög vor
og siðir, landstjóm og emb'ættismenn, dómarinn ( dóm-
stólnum og prestrinn fyrir altarinu —• alt „depcnderar'1
meira en margr skilr af latínu og grísku. Og. hvað æfir
betr og herðir hugsunarskraft hins unga höfuðs, en latína
og latínskr stýll? Já, sumir bæta við — ú hverju læra
menn fremr sitt eigið mál, en á latínu og grísku, jiar sem
góðr kcnnari jiýðir þessi mál daglega fyrir iinglingnum
mcð tilsvarandi hugsun á móðurmálinu? Hver vísinda-
grcin gotr verið hollari og hontugri prófsteinn alsherjar-
undirbúnings almennrar mentunar, on þessi gömlu undir'
stöðumál og þeirra mentir? •— Alt þetta er satt að vissu
leyti, en að vissu leyti ekki satt. Vér ætlum að hvoJ’
vitr maðr finni við nákvæma yfirvegun, að hin nýu má'
og hin nýrri mentun eigi og hljóti að herja sér út að
minsta kosti helming þess tíma og þoirrar ástundunar, seJtl
hingað til hefir verið helgað þcssari fom-mentun. Annað cC
ómögulegt: menn komast ekki ella að eða yfir það, sClU
nú þarf að nema, eigí tímar þessir að vera framfaratífflftr’
j)að yrði of langt mál að sanna þetta áþreifanlega, en P*
m á gjöra og verðr gjört. pótt eitt sé gott, getr anIlU_
verið betra, og þótt eitt sé nauðsynlegt, getr annað vel‘