Þjóðólfur - 12.08.1874, Side 1

Þjóðólfur - 12.08.1874, Side 1
*6. ár. ReyTcjavik, miðvihudag 12. Ágúst 1874. 40—41. TIL KONUNGS á þjóðhátíð íslendinga á pingvelli 1874. Lag: Kong Kristian lægger ned sit Sværd. St(g beilum fæti á helgan völl, Vor hjartaprúði Snælands sjóli! Sem komst frá þínum konungs stóli Að sjá vor kæru fósturfjöll: Með frelsis-skrá í föðurhendi Þig, fyrstan konung, Gnð oss sendi: :| Kom heill, kom heill að hjarta Fróns! |: 2. Landsfaðirl stig vort Lögberg á, Og lít svo yflr Drottins verkin: Hvar sástu fegri frelsis merkin, — Eldsteyptu virkin, vötnin blál — Hér gjörðust vorar hetju sögur, Hér hitnar sérhver íslands mögur: :| Altari þetta gjörði Guð. |: 3. Hér óma þúsundára-vé Söm orð og fyrir tfu öldum, Er geirþjóð stóð með gullnum skjöldum, Og varði lögum líf og fé: I sömu tungu, sama landi, Hinn sami liflr frelsis andi, ’.| Og fagnar, dýrsti fylkir, Þért |: 4. Nú eru þrotin þúsund ár, Sem þetta fólkið hefir lifað — í bók vors Guðs er skráð og skrifað Ailt þjóðarstríð vort, þraut og fár: En gæfuvonin glöð nú brenni Frá giptufríðu konungs enni: :l Nú hefst upp fögur heillatíð! |: 5. Vort land skal, jöfur! þakka í*ér; Um þúsund ár skal nafn Þilt hljóma, Og Lögberg verk þitt enduróma, Á meðan hér flnnst hraun og hver: Alvaldan Föður börn t*ín biðja Að blessa Þig, fitt hús og niðja ■i Til líknar þjóðum þúsund ár! |: ÞjÓÐHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 2. ÁGÚST. I’ennan minnisstæða dag var svalt fslenzkt sumarveðr, sólbjart mikinn hluta dags, og fór batnandi með kveldi. Frá kl. 8 f. m. til kl. 2 e. m. framfóru þrjár messur f dómkirkjunni, því ekki skorti tilheyrendr. í hámessunni prédikaði vor æruverði biskup, Dr. Petur, út af textanum (90. sálmi Davíðs), en séra Hallgrfmr Sveinsson prédikaði sjálfr við binar messurnar. Sálmar sira Helga Hálldánarsonar, hinir nýu, voru viðhafðir, en auk þess var sunginn nýr lofsöngr með lagi eptir tónaskáldið Sveinbjörn Sveinbjörmon. Söngr- inn þótti fara einkar lipurt og vel. Kirkjan var prýdd að innanverðu með búningi og blómskrauti svo fagurlega, að jafnvel konungr vor lýsti yfir velþóknun sinni, til mikils sóma bæ þessum og einkum frúm og meyjum bæarins, sem skrevttu kirkjuna. Við hámessuna var Hans Hátign Kon- ungrinn og Hans Konunglega tign, prins Valdi- mar; sátu þeir í slól landshöfðingja. En út frá þeim sátu Admiráll Lagerkrantz og yfirforingjar allra herskipanna, er hér voru. í innstu bekkjun- um voru sæti fengin hinum helztu þjóðhátíðar- gestum vorum, en sjóforingja-efni og löitenantar stóðu f röðum fyrir framan sætin eptir kirkjunni. Kl. 5_ hafði múgr manns safnast saman á Austr- velli, og var síðan gengið upp á hinn fyrirbúna hátfðarslað bæarins, Öskjuhlíð. Var þar rudd slétta mikil, tjöld tvö sett og sölubirgi tvö, og ræðuslóll, en stengr f kring með dönskum flögg- um á. Norðan gola var, og fylgdi rykfok mikið, og þótti mörgum sem heppilegra hefði verið að halda þennan mikla mannfagnað á túnum niðri, eðr á g r æ n n i flöt; en nú varð svo búið að standa, og skemtu menn sér eptir föngum. Stigu menn til skiptis í ræðustólinn og mæltu fyrir minn- um, en söngflokkr bæjarins söng kvæði þau, er ort höfðu verið handa deginum. Iívæðin vorn: Minni Konungs, íslands, Ingólfs, Danmerkr, Nor- egs, Svíþjóðar, Ameríku og Gestanna. Konungr hafði boð í skólanum þann dag, en kom þó ásamt prinsinum, fótgangandi til veizlustaðarins kl. 8—9 um kvöldið, og var honum fagnað með fjörugum fagnaðar-ópum. En er hljóð fekkst, mælti Kon- ungr nokkrum minnilegnm alúðar-orðum til fólks- — 175 —

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.