Þjóðólfur - 12.08.1874, Síða 4
— 178 —
Helgi Helgasen mælti nokkrum sæmiiegum
kveðjuorðum til bins nvja ráðgjafa (slands, herra
Kleins. Eáðherrann sjálfr sleig þá f stólinn og
mælti ekki fáum skörulegum og hjartanlegum orð-
um, þakkaði fyrir vinsamlegar viðtökur, og kvaðst
skoða það eins og góðan fyrirboða að hann var
staddr hér í iandinu sjálfu fyrsta dag embættis-
stöðu sinnar sem ráðgjafi (slands. Kvaðst hann
glöggt finna til þeirrar miklu ábyrgðar er hvfldi
honum á herðum, en hann reiddi sig einmitt á
landsmenn sjálfa, að þeir yrðu sinn styrkr og stoð
til að vinna að sönnum framförurn landsins, hann
reiddi sig á, að hann og þeir mundu nálgast æ
betr og betr hver annan, og hvað rangt og ó-
skynsamlegt að ætla, að hann ekki myndi leita
við að starfa í sem bezlri eining við þing og þjóð,
þvf undir samiyndinu væri velferðin komin. Hann
óskaði því af hjarta alþingi lil lukku og blessunar.
Loksins mælti Gísli kennari Magnússon fyrir
minni kvenna, og var ræða hans all-skörugleg og
klassisk. Hann benti einkum á konunnar fegurð
og friðþœgjandi áhrif í hverri hennar stöðu og á
öllum hennar aldri.
Seinast var allra gestanna minnst með kvæði,
og eptir að menn höfðu dansað eða skemt sér
um hríð á annan hátt, var fundinum lokið.
— 2. dag Ágústmán. skipaði konungr vor herray
KLEIN, ráðherra yfir (sland.
— ( því skyni að færa lesendum vorum skýrslu-
korn um dvöl og athafnir vors elskulega konungs,
skulum vér taka þar til er vér áðr hurfum frá, er
hans hátign var seztr að hjá oss hið fyrsta kvöld
eptir komu sina. Verðum vér að taka sumt eftir
Víkverja, þareð vér höfðum nokkurn annan slarfa
með höndum þennan tíma, en að hnýsast eptir
öllu sem fram fór.
Alla þá daga, sem konungr hefir dvalið hér í
Rvík, hefir hann haft íslenzka menn í miðdagsboði
sínu, og er það fjöldi manna, sem hafa notið
þeirrar sæmdar. Borðsalr konungs var stóri svefn-
salrinn f skólahúsinu; höfðu konungsmenn tjaldað
hann, sem höll, og búið alian fánum og vopna-
og skjaldarmerkjum. Konungr sat á stóli (ekki
liásæti) fyrir miðju borði að sunnanverðu, og sonr
hans, hinn snotri og ástúðlegi prins Valdimar, til
hægri handar, en öndvert konungi sat stallari hans,
Holten ofursti. Stallarinn heOr alla umsjón á
hendi við gestaboð konungs, ferðalög, hirðsiði
og allskonar erindarekstr; hann skipar höfðingjum
tii sætis, að því leyti, sem menn eru ekki látnir
kjósa þau sjálfir. Við gestaboð konunga er við-
hafðr hljóðfærasláttr og hvenær sem konungr
kemr fram opinberlega, boðar stallarinn komu hans,
og síðan kveða lúðrar við eða leikspil. Engin á-
varpar konung (eða stórhöfðingja) nema hann á-
varpi að fyrrabragði, eða með fengnu leyfl. Allr
borðbúnaðr konungs er úr silfri, eða gulli, og ekki
skortir lipra frammistöðu af hálfu veizlusveina kon-
ungs. Miði liggr hjá hvers manns diski, og sýnir
gestum rétti þá er fram eiga að befast, í réttri
röð, svo og hvert vín skuli drekka með hverjum
mat. Sé manni drukkið til, drekka menn helzt
sama vín f móti. Konungr stendr fyrslr upp frá
borði, en síðan gestir hans; geta menn þá skemt
sér með samræðum eins og menn vilja, uns boðs-
tíminn er úti. Öllum ber saman um það, að höfð-
ingjar þeir er með konungi voru, hafi verið sam-
valdir að Ijúfmennsku og lítilæti, einkum á ofursti
Holten, þakkir og viðrkenningu að oss fyrir sfna
frammistöðu og framgöngu við æðri menn og
lægri, er eitthvað áttu við konung að skifta. Kom
hann fram sem tilgerðarlaus en hjartanlegr maðr,
svo ekkert varð að vandræðum. Óttuðust sumir
að konungsmenn mundu sýna vandfýsni nokkra,
en sú vandfýsni kom síðr en ekki fram. Hafa
konungsmenn keppst við að hrósa viðtökunum,
dugnaði fylgdarmanna, röskleik hestanna og allri
frammistöðunni. Enda ætlum vér, að yíir höfuð
hafi a 111 heppnast vonum fremr. (Framh. síðar).
Ávarp (slendinga til konungs á l’ingvöllum.
Herra konungr!
Á þessum fræga, fomhelga stað þjóöar vorrar, bjóðum
vér, fulltrúa hinnar íslenzku þjóðar, Yðar Hátign velkomna,
að lOOOára afmælishátíð vorri, vér óskum að koma Yðar
Hátignar til lands vors, verði Yðr gleðirík; lifi nafn Yðar
Ilátignar i blessunarrlkri endrminningu alinna og óborinna
íslands sona.
pað er I sjálfu sér næg ástæða, til þess hjartanlega
að fagna Yðar Hátign, að þér eruð sá fyrsti konungr vor,
semiþau 1000ár, erland þetta hefir verið byggt, sækiross
heim og í samfélagi við oss einmitt haldið þá hátíð, sem
er i minningu um það, að forfeðr vorir fyrir 1000 árum,
flýðu undan einokun harðstjórnar-konungs. í lOOOárhöf-
um vér alið aldr hér við ýms örlög á þessu hrjóstuga, haf-
girða landi. — Eftir 1000 ár erum vér fyrir Guðs miklu
náð komnir fram á þennan dag, gegnum þrautir og mann-
raunir, og lof sé drottni, að líf þessarar þjóðar þróast enn,
að í brjósti hennar býr enn óbcygðr hugr, og a ð i hjarta
hennar felast enn þá leifar af inu forna þreki og þoli.
Herra konungr!
Um leið og hugr vor dvelr við þunga endrminningu
næstliðinna alda, rcnnum vér vonaraugum fram á skei®
ókominna tíma, og erum hér komnir í nafni þjóðar vorrar
til að tjá Yðar Hátign í þegnlcgu trausti og með þeg®'
legri djörfung, að kraptar þessarar þjóðar eru þegar vakn'