Þjóðólfur - 12.08.1874, Side 5

Þjóðólfur - 12.08.1874, Side 5
— 179 - a#ir viS morgungeisla innar almennu heimsmenntunar, og biða þeirrar tíðar, að peir megi njóta athafna frelsis sfns til að leggja gjörva hönd á framfarir þessa lands, andleg- ar sem líkamlegar. Yðar Hátign hefir einmitt á þessu 4ri, veitt oss aðalskilyrði fyrir því, að þetta ætlunarverk Vort geti blessast. þér hafið gefið fulltrúaþingi þjóðar vorrar iðggjafarvald, ogað miklu leyti fjárforræði. Innýastjórn- arakrá vor hefir í sér geymdan vfsi til eflingar framfara fyrir land og lýð, og þó að vér óskum bóta og breytingar á nokkrum greinum hennar, þá er sú konunglega mildi Yðar Hátignar, sem lýsir sér í komu Yðar til landsins oss Ijósastr vottr þess að Yðar Hátign muni eptirleiðis bera oss, Yðar íslenzku þegna, fyrir brjósti Yðar, og láta oss verða aðnjótnndi þeirra gæða, er tfmi og reynsla sýnir að oss er til hags og heilla. Að endingu biðjum vér í einu hljóði almáttugan guð, áð farsæla Yðar Hátign og Yðar konunglega hús. — BURTFÖR KONUNGS VORS FRÁ ÍSLANDI U, dag Ágústmán. — í gær (10. þ. mán.) kl. 4 kvaddi Hans Hátign, vor elskaði konungr, Reykja- vík og fór út á skip sitt. Beið fjölmennið við bryggjnna, sein prýdd var með sigrboganum og sömu viðhöfn og þegar vor lignargestr kom. Em- bætiismenn, frúr og meyjar og fjöldi lýðsins fylgdu oins langt og komist varð. Dundu þá lengi fagn- aðarópin, en landshöfðingi Finsen kvaddi konung ® landgöngupallinum með fáeinum velvöldum og *>jartanlegum orðum, þakkaði honum komu hans Og alla konunglegu Ijúfmensku í nafni þjóðarinnar: \ 'Yðar Háliga kom, sáog vann hjörtu og hug allra íslendinga'i — sagði hann, og bað Guð að leiða hann heilan heim. Konungr mælti þá fáum orð- u*n, þakkaði hjartfólgna ást og hollustu, og kvaðst geyma ísland í hjarta sínu. Loksins mælti hann Þatta: *Guð varðveiti land petta og iýðl Far Uef!" Konungr sjálfr og flestir þegnar hans, er viðstaddir voru, höfðu viknað við skilnað t^nnan. Veðr var bjart og hýrt, og er kon- Ungr steig ( bátiun, dundi stór og hátíðleg skot- ^fíð af fiotanum á höfninni, en rár og siglur voru slvipaðar mönnum á hverju skipi, er fögnuðu kon- Uugi með «húrra»-ópum. Kvöldið áðr hafði dans- *e*kr mikill verið haldinn af Reykjavíkrbúnm hjá k°nungi í skólahúsinn, og fór prýðilega fram, þó ^úsrúm væri lítið; byrjaði hans Hátign dansinn hieð frú landshöfðingjainnunni, en ekki dansaði ^ann lengi. En þann 10. þ. m. hélt konungr aPtr dansleik fram á skipi sínu; þar var rúmsvæði og skemtan hin bezta. Drakk hans Hátign ” r nainni kvenna, með fáum en fögrum orðum, 6akk með bikar sinn fyrir sérhverja þeirra venna, er f boðinu voru. Og er hann gekk frá ausleiknum, kvaddi hann þær allar með handa- bandi. Kl. 1—2 fór boðsfólkið í land, enda var þá flotinn búinn til brottlögu; glóðu þá öll skipin af Ijósum (bengölskum logum) og loptið af flug- eldurn (rakéttum). Kl. 3 lagði konungsskipið út og með því allr flotinn, og voru skipin að hverfa fyrir Skagann, er fólk var risið úr rekkju. Veðr er hið bjartasta ( dag (11. þ. m.) og byr góðr frá landinu, og gengr það að allra óskum, að land vort felr ekki tignarsvip sinn svo tignum gesti. Viljum vér að endingu (treka þau orð landshöfðingja: Konungr vor kom, sá og vann hjörtu vor íslendinga með þessari veglegu og á- stúðlegu komu sinni. Árna allir íslendingar hon- um, syni hans og föruneyti, hjartanlegra fararheilla. — Meðan konungr vor dvaldi hér, sæmdi hann þessa menn heiðrsmerkjum: Siórkross dannebrogsorðunnar hlaut sljórnarherrann yfir íslandi, Kíein. Kommandör-kross sömu orðu af 1. sligi, hlutu landshöfðingi Hilmar Finsen og Etatsráð Odd- geir Stephensen, og sama kross af 2. stigi Pétr biskup Pétrsson. fiiddara-krossinn fengu þessir Amtmaðr Kristiansson, yfirdómari Jón Pétrs- son, landfógeti Árni Thorsteinson, læknir Jósef Skaptason, Haldór yfirkennari Friðriksson, um- boðsmaðr Árni Thorlacius, G. Thorgrimsen kaupmaðr á Eyrarbakka og lyfsali A. Randrup. Þessir prestar: Sira Jóhann Briem, sira Sigurðr Sivertsen, sira Þórarinn Böðvarsson, sira Hall- grímr Sveinsson, sira í*ór. Kristiansson, sira Daníel Haldórsson, sira Einar Hjörleifsson og sira Sigurðr Gunnarsson. Dannibrogsmenn urðn þessir: Etatsráð Th. Jónasson G. af dbr., amtmaðr B. Thorberg R., Dr. Hjaltalín R., próf. Á. Jóns- son á Odda R. Og enn fremr: St. alþ.m. Ei- ríksson á Árnanesi, Sig. hreppst. Magnússon á Skúmstöðum, f>ork. Jónsson hreppst. í Gríms- nesi, Magnús Jónsson á Bráðræði, Teitr dýra- læknir Finnbogason, Geir Zöega í Rvík, Danfel Jónsson á Fróðastöðum, Hafliði Eyólfson á Svefn- eyum, Gísli Bjarnason á Ármúla, Danfel Jóns- son á Þóroddstöðum, Benidikt Blöndal á Hvammi, Stefán alþm. Jónsson, Sig. Sveinsson hreppst. ( Eyafirði, Einar alþm. Ásmundsson á Nesi, Ingj- aldr Jónsson á Mýri og Björn Gíslason á Hauks- stöðum. Gnllmedalíur fengu: Pétr organisti Guðjónsen, Jónas Helgason, Jóhannes Olsen og Jón hafnsögumaðr Oddsson í Rvík.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.